FATASALA DAGSINS

FATASALA

Fatasala dagsins er í Kolaportinu, Bás B16 samkvæmt Instagram story. Ingibjörg, ofurskvísa og litla systir mín selur af sér spjarirnar ásamt kærasta sínum, Tómasi Atla. Parið er þekkt fyrir afskaplega flottan fatastíl og því gætuð þið gert hjá þeim kjarakaup fyrir kvöldið.
Skilið á þau kveðju frá undiritaðri.

@ingibjorgsigfus @tomasatlason

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BAST FATASALA

FATASALAFÓLK

Hafrún Karlsdóttir og Kristín Dahl Bast skvísur ásamt ljósmyndaranum Sögu Sig –

Ég á það til að segja ykkur frá fatasölum sem mér finnst spennandi og á morgun fer fram sú flottasta þetta sumarið. Það er tímaritið Bast sem stendur fyrir sölunni og að henni koma miklar smekkkonur sem við margar lítum upp til. Ljósmyndarinn Saga Sig er ein þeirra en hún hefur í gegnum árin sankað að sér draumaflíkum úr Second Hand verslunum og ég er í alvöru næstum því grátandi yfir því að komast ekki að næla mér í svoleiðis “písa”. 

Í bland við second hand gersemarnar verða mikið af merkjafatnaði á góðu verði.
Ásamt Sögu verða þær Anna Sóley, Eva Dögg, Hafrún Karls, Helga Lilja, Hulda Halldóra, Hulda Katarína, Júlía Tómas, Ylfa Geirs, Katrín Alda og Kristín Dahl. Ég gæti talið upp endalaust af því merkilega sem þessar konur eru að gera í lífinu en ég lofa allavega miklu og góðu úrvali af fallegum fatnaði og fylgihlutum.  Allar eiga þær það sameiginlegt að hafa unnið í kringum tísku í mörg ár. Hafrún Karlsdóttir er til dæmis International Sales Manager hjá VALD agency sem sér um merki eins og sænska Hope sem við erum svo margar hrifnar af. 


Hér að neðan má sjá þær myndir sem finna má í viðburðinum á Facebook.

 

 

Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7

Hvenær: 15. júlí 

Tími: 13:00 – 17:00

Meira: HÉR


 

 

Skilið frá mér góðri kveðju!
Happy shopping!

xx,-EG-.

FATASALA DAGSINS

FATASALAFÓLK

Ef þið viljið gera góð skvísukaup þá mæli ég með fatasölu dagsins. Sveinsdætur (sem margir muna eftir héðan af Trendnet) ásamt vel völdu smekkfólki hafa hreinsað til í skápunum og standa vaktina á Prikinu í dag.

Sveinsdætur ..

Irena

 

Karin

Hér að neðan er brotabrot af því úrvali sem boðið verður uppá –

Hverjir selja?

Karin Sveinsdóttir
Irena Sveinsdóttir
Hanna Soffía Skeggjadóttir Þormar
Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir
Vaka Alfreðsdóttir
Alexander Sigurður Sigfússon
Geoffrey Skywalker
Unnur Birna J. Backman
Þórsteinn Sigurðsson

HVENÆR: 7.MAÍ KL 13:00
HVAR: Í PORTINU Á PRIKINU
Meira: HÉR

Happy shopping!

xx,-EG-.

FATASALA DAGSINS

FATASALAFRÉTTIRÍSLENSK HÖNNUN

Fatasala dagsins er ekki af verri endanum. Árlegi fatamarkaður & lagersala verslunarinnar AndreA í Hafnafirði verður haldinn í dag.  Þeir sem hafa mætt síðustu árin vita vel að þarna má gera ansi góð kaup. Mikið úrval af fatnaði frá AndreA á fáránlegum verðum.

13198568_10154067623010520_4062892940922413212_oan

Hvar: Strandgata 43
Hvenær: 14. maí frá 13:00-15:00

Ljúfur laugardagur á Strandgötunni er tilvalin dagskrá í dag.

Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Fatamarkaður fyrir hann

FATASALAKK

Góðan daginn! Fatasala dagsins er fyrir hann.

Strákarnir í Húrra Reykjavik verða með fatamarkað í dag sem ég hef mikla trú á að verði ansi flottur.  Þetta gæti verið gullnáma fyrir herra í réttu stærðunum – öll flottustu skandinavísku merkin, sneakers og fleira.

11998944_914604788599265_4653257158224112535_n

Ég mæli með því að þið kíkið á Sindra, Jón Davíð og Ólaf Alexander í dag, sunnudag á milli 15 & 18. Markaðurinn fer fram kjallaranum fyrir neðan Húrra – Hverfisgötu 50.

Meiri upplýsingar um eventinn finnið þHÉR.

Happy shopping!

xx, -EG-

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FATASALA DAGSINS

FATASALAFÓLK

Vinkonurnar Eva Katrín Baldursdóttir og Ása Ninna Pétursdóttir munu halda fatasölu á Loft hostel í dag – eitthvað sem ENGINN ætti að missa af.

11156384_10152934708446871_8553144217046915700_n

Í boði verða merki á borð við:
ACNE
ALEXANDER MCQUEEN
BERNHARD WILLHELM
BEST BEHAVIOR
COMPLEX GEOMETRIES
ELEY KISHIMOTO
FILIPPA K
HUMANOID
KRON BY KRONKRON
MARC BY MARC JACOBS
MARJAN PEJOSKI
PETER JENSEN
SHOE THE BEAR
SONIA BY SONIA RYKIEL
SONIA RYKIEL
STELLA MCCARTNEY
SURFACE TO AIR
TSUMORI CHISATO
VIVIENNE WESTWOOD
WON HUNDRED
WOODWOOD

… Semsagt , fjársjóður í formi fatnaðar.

Myndirnar að neðan hafa þær sett inn til að hita upp mannskapinn.

10649929_10152935538856871_7153098123055761864_n 20187_10152935542551871_340273316666621185_n 11159550_10152935547161871_7250031898025845695_n 10460538_10152935553541871_6073861876952663032_n 11173330_10152935530051871_838497798700548533_n 10518631_10153239700491575_3368120833494619810_n 11173374_10153239700291575_4435162465055793654_n 11156392_10153239700071575_2884554511563713271_n 10492478_10153239699856575_7234504091172617136_n 11188320_10153239699711575_1344592962723954837_n

Ef þið eigið að vera einhverstaðar í dag, þá er það á þessum merkja-fatamarkaði. Það er á hreinu!

Hvar: Loft Hostel
Hvenær: 13:00 – 18:00
Meira: HÉR

Happy shopping.

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FATASÖLUR DAGSINS

FATASALAFÓLK

Laugardagur er tilvalinn til markaðsrölts eins og ég hef nefnt svo oft hér á blogginu. Ég mæli með þessum tveimur hér að neðan fyrir áhugasama á ferðinni í Reykjavík í dag.

 

10805806_10152880544701221_8311432695771903702_n

Elsa Harðar er tískudrottning og fótboltafrú búsett í Lissabon í Portúgal. Í síðustu flutningum tæmdi hún fataskápinn og tók með til Íslands. Við græðum góðs af þeirri tiltekt í Kolaportinu í dag. Til dæmis þessar vörur hér að neðan –


10926400_10152973859956221_8397098158063282322_n 1236146_10152811099036221_2826861614215560986_n10552616_10152971490286221_2245930591256270388_n10451733_10152971490946221_5540415982844077899_n10891499_10152971728061221_2805920686428696940_n10885508_10152975554721221_6840982988882792755_n

Partýkjólar í miklu úrvali …

Hvar: Kolaportið
Hvenær: Laugardaginn 31.janúar
Meira. HÉR

Árlegur Flóamarkaður UN Women verður opinn á Kex Hostel í dag frá 12:00 – 17:00. Markaður sem býður uppá eitthvað fyrir alla á sama tíma og við styrkjum fallegt málefni. Mæli með!

10384532_550443291755695_7882873277000718725_n

Frá fyrri markaði UN Women

Hvar: Kex Hostel, Skúlagata 28
Hvenær: Laugardaginn 31.janúar

_

Happy shopping! 

 xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FATASALA DAGSINS

FATASALAFÓLK

Fatasala dagsins er ekki af verri endanum. Leikkonurnar Elma Lísa og Esther Talia hafa tæmt skápana og ætla að standa vaktina með heitt á könnunni í húsi Leikarafélagsins í dag. Þær stöllur eru orðnar vanar fatasölum en þær hafa haldið þær nokkrar í gegnum árin við góðan orðstír. Á slánum í dag finnið þið allskonar gersemar og mikið af flottum vintage flíkum. Ég mæli með að mæta og gera kjarakaup.

AR-277824957.jpg?imageversion=facebook

Mynd: Gömul – vísir.is

Hvar: Lindargata 6 (hvítt hús bakvið Þjóðleikhúsið)
Hvenær: 6.desember, klukkan 12-18
Meira: HÉR

Happy shopping!

xx,-EG-.

Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FATASÖLUR DAGSINS

FATASALAFÓLK

Ég veit um tvær fatasölur sem mig myndi langa að heimsækja í dag.

Önnur fatasalan fer fram á BAST á Hverfisgötu þar sem hópur af ungum fashionistum deila plássi en Sveinsdætur verða þar á meðal.

DSCF3890

Hin salan fer fram í Hafnafirði þar sem fatahönnuðurinn AndreA Magnúsdóttir selur upp gamlan lager á spottprís. Eitthvað sem enginn má missa af!

10246415_10152359859927398_2452994626929990366_n

Hvar: Norðurbakki 1, Hafnafjörður
Hvenær: 14:00 – 16:00
Meira: HÉR

Um að gera að fara hring á fatasölur dagsins og finna þar Airwaves dressið á betra verði.

Happy shopping!

xx,-EG-.

FATASALA DAGSINS

FATASALA

10421561_10204321890641027_5242852573860932175_n10736181_10152501136402568_1526933029_n

 

Fatasala dagsins er ekki af verri endanum (!) en smekkkonurnar Gunnþórunn Jónsdóttir, Rósa María Árnadóttir, Sigríður Margrét, María Jonný, Lilja Karen og Anna Kein hafa hreinsað úr fataskápunum flíkur sem verða til sölu í Ingólfstræti í dag.

Ég þekki þær nokkrar og get því lofað ykkur því að þessum markaði viljiði ekki missa af. Þeas ég myndi sjálf mæta fremst í röð við opnun ef það væri í boði. Þið skilið kannski kveðju!

554104_4734104120693_535836130_n10271563_10203472008941849_3593274722449371010_n 10155116_10203037993567459_212058590_n 295558_10151524142925973_723894228_n

Hvar: Suzie Q, Ingólfsstræti 8
Hvenær: 1 nóvember klukkan 12:00
Meira: HÉR

.. og þar sem þið eru hvort eð er í miðbænum þá minni ég aftur á showroom Petit.is í næstu götu.

Gleðilegan laugardag!

xx,-EG-.