FATASALA DAGSINS

FATASALAFRÉTTIRÍSLENSK HÖNNUN

Fatasala dagsins er ekki af verri endanum. Árlegi fatamarkaður & lagersala verslunarinnar AndreA í Hafnafirði verður haldinn í dag.  Þeir sem hafa mætt síðustu árin vita vel að þarna má gera ansi góð kaup. Mikið úrval af fatnaði frá AndreA á fáránlegum verðum.

13198568_10154067623010520_4062892940922413212_oan

Hvar: Strandgata 43
Hvenær: 14. maí frá 13:00-15:00

Ljúfur laugardagur á Strandgötunni er tilvalin dagskrá í dag.

Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Fatamarkaður fyrir hann

FATASALAKK

Góðan daginn! Fatasala dagsins er fyrir hann.

Strákarnir í Húrra Reykjavik verða með fatamarkað í dag sem ég hef mikla trú á að verði ansi flottur.  Þetta gæti verið gullnáma fyrir herra í réttu stærðunum – öll flottustu skandinavísku merkin, sneakers og fleira.

11998944_914604788599265_4653257158224112535_n

Ég mæli með því að þið kíkið á Sindra, Jón Davíð og Ólaf Alexander í dag, sunnudag á milli 15 & 18. Markaðurinn fer fram kjallaranum fyrir neðan Húrra – Hverfisgötu 50.

Meiri upplýsingar um eventinn finnið þHÉR.

Happy shopping!

xx, -EG-

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FATASALA DAGSINS

FATASALAFÓLK

Vinkonurnar Eva Katrín Baldursdóttir og Ása Ninna Pétursdóttir munu halda fatasölu á Loft hostel í dag – eitthvað sem ENGINN ætti að missa af.

11156384_10152934708446871_8553144217046915700_n

Í boði verða merki á borð við:
ACNE
ALEXANDER MCQUEEN
BERNHARD WILLHELM
BEST BEHAVIOR
COMPLEX GEOMETRIES
ELEY KISHIMOTO
FILIPPA K
HUMANOID
KRON BY KRONKRON
MARC BY MARC JACOBS
MARJAN PEJOSKI
PETER JENSEN
SHOE THE BEAR
SONIA BY SONIA RYKIEL
SONIA RYKIEL
STELLA MCCARTNEY
SURFACE TO AIR
TSUMORI CHISATO
VIVIENNE WESTWOOD
WON HUNDRED
WOODWOOD

… Semsagt , fjársjóður í formi fatnaðar.

Myndirnar að neðan hafa þær sett inn til að hita upp mannskapinn.

10649929_10152935538856871_7153098123055761864_n 20187_10152935542551871_340273316666621185_n 11159550_10152935547161871_7250031898025845695_n 10460538_10152935553541871_6073861876952663032_n 11173330_10152935530051871_838497798700548533_n 10518631_10153239700491575_3368120833494619810_n 11173374_10153239700291575_4435162465055793654_n 11156392_10153239700071575_2884554511563713271_n 10492478_10153239699856575_7234504091172617136_n 11188320_10153239699711575_1344592962723954837_n

Ef þið eigið að vera einhverstaðar í dag, þá er það á þessum merkja-fatamarkaði. Það er á hreinu!

Hvar: Loft Hostel
Hvenær: 13:00 – 18:00
Meira: HÉR

Happy shopping.

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FATASÖLUR DAGSINS

FATASALAFÓLK

Laugardagur er tilvalinn til markaðsrölts eins og ég hef nefnt svo oft hér á blogginu. Ég mæli með þessum tveimur hér að neðan fyrir áhugasama á ferðinni í Reykjavík í dag.

 

10805806_10152880544701221_8311432695771903702_n

Elsa Harðar er tískudrottning og fótboltafrú búsett í Lissabon í Portúgal. Í síðustu flutningum tæmdi hún fataskápinn og tók með til Íslands. Við græðum góðs af þeirri tiltekt í Kolaportinu í dag. Til dæmis þessar vörur hér að neðan –


10926400_10152973859956221_8397098158063282322_n 1236146_10152811099036221_2826861614215560986_n10552616_10152971490286221_2245930591256270388_n10451733_10152971490946221_5540415982844077899_n10891499_10152971728061221_2805920686428696940_n10885508_10152975554721221_6840982988882792755_n

Partýkjólar í miklu úrvali …

Hvar: Kolaportið
Hvenær: Laugardaginn 31.janúar
Meira. HÉR

Árlegur Flóamarkaður UN Women verður opinn á Kex Hostel í dag frá 12:00 – 17:00. Markaður sem býður uppá eitthvað fyrir alla á sama tíma og við styrkjum fallegt málefni. Mæli með!

10384532_550443291755695_7882873277000718725_n

Frá fyrri markaði UN Women

Hvar: Kex Hostel, Skúlagata 28
Hvenær: Laugardaginn 31.janúar

_

Happy shopping! 

 xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FATASALA DAGSINS

FATASALAFÓLK

Fatasala dagsins er ekki af verri endanum. Leikkonurnar Elma Lísa og Esther Talia hafa tæmt skápana og ætla að standa vaktina með heitt á könnunni í húsi Leikarafélagsins í dag. Þær stöllur eru orðnar vanar fatasölum en þær hafa haldið þær nokkrar í gegnum árin við góðan orðstír. Á slánum í dag finnið þið allskonar gersemar og mikið af flottum vintage flíkum. Ég mæli með að mæta og gera kjarakaup.

AR-277824957.jpg?imageversion=facebook

Mynd: Gömul – vísir.is

Hvar: Lindargata 6 (hvítt hús bakvið Þjóðleikhúsið)
Hvenær: 6.desember, klukkan 12-18
Meira: HÉR

Happy shopping!

xx,-EG-.

Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FATASÖLUR DAGSINS

FATASALAFÓLK

Ég veit um tvær fatasölur sem mig myndi langa að heimsækja í dag.

Önnur fatasalan fer fram á BAST á Hverfisgötu þar sem hópur af ungum fashionistum deila plássi en Sveinsdætur verða þar á meðal.

DSCF3890

Hin salan fer fram í Hafnafirði þar sem fatahönnuðurinn AndreA Magnúsdóttir selur upp gamlan lager á spottprís. Eitthvað sem enginn má missa af!

10246415_10152359859927398_2452994626929990366_n

Hvar: Norðurbakki 1, Hafnafjörður
Hvenær: 14:00 – 16:00
Meira: HÉR

Um að gera að fara hring á fatasölur dagsins og finna þar Airwaves dressið á betra verði.

Happy shopping!

xx,-EG-.

FATASALA DAGSINS

FATASALA

10421561_10204321890641027_5242852573860932175_n10736181_10152501136402568_1526933029_n

 

Fatasala dagsins er ekki af verri endanum (!) en smekkkonurnar Gunnþórunn Jónsdóttir, Rósa María Árnadóttir, Sigríður Margrét, María Jonný, Lilja Karen og Anna Kein hafa hreinsað úr fataskápunum flíkur sem verða til sölu í Ingólfstræti í dag.

Ég þekki þær nokkrar og get því lofað ykkur því að þessum markaði viljiði ekki missa af. Þeas ég myndi sjálf mæta fremst í röð við opnun ef það væri í boði. Þið skilið kannski kveðju!

554104_4734104120693_535836130_n10271563_10203472008941849_3593274722449371010_n 10155116_10203037993567459_212058590_n 295558_10151524142925973_723894228_n

Hvar: Suzie Q, Ingólfsstræti 8
Hvenær: 1 nóvember klukkan 12:00
Meira: HÉR

.. og þar sem þið eru hvort eð er í miðbænum þá minni ég aftur á showroom Petit.is í næstu götu.

Gleðilegan laugardag!

xx,-EG-.

FATASALA DAGSINS

FATASALAFÓLKSHOP

10561657_10152287560796370_4125308294269727705_n

Það er alltaf jafn gaman að laugardagsmörkuðum og það er aðdáunarvert að sjá að sú hefð virðist vera að festast á Íslandinu góða þar sem stúlkur (fólk) taka sig saman og búa til markaði um nánast hverja helgi.
Fatasala dagsins verður í Garðabænum. Allskonar fólk selur allskonar föt og þessar að neðan eru dæmi um andlit sem bjóða ykkur velkomin. Tískuskvísur af bestu gerð.

Skilið kveðju frá mér!
974699_10152458110592568_867476940_n

Hvar: Garðatorgi Garðabæ
Hvenær: Laugardaginn 11. oktober frá 12-16

Happy shopping!

xx,-EG-.

FATASÖLUR DAGSINS

FATASALAFÓLK

Það verða nokkrar fatasölur í dag sem vert er að kíkja á.

Smekklegu kórstúlkurnar í Nobili endurtaka leikinn með sínum árlega markaði. En ég skrifaði einmitt um markað þeirra fyrir ári síðan, hér.

10552553_10153114828134392_8425315446404265139_n

“Fatamarkaðurinn hefur slegið í gegn síðustu ár og nú ætlum við að gera betur og gera hann enn glæsilegri en áður!
Við munum selja allskonar föt, skó og fylgihluti á hlægilegu verði, með sama fyrirkomulagi og áður. Það verður tónlist og fjör og vonandi frábært veður svo að við vonumst til að sjá sem flesta.

Hvar: Hressingarskálinn, Austurstræti 20.
Hvenær: Í dag
Tími: 11 – 16
Meira: HÉR

___

Önnur falleg fatasala verður hinu megin við götuna en systurnar Helga og Hófý munu selja af sér og mönnum sínum spjarirnar og með sölunni styrkja fallegt málefni, Ljósið, sem hjálpaði þeim á erfiðum tímum.

“Þann 6. september 2011 tók líf okkar systra nokkuð óvænta stefnu þegar mamma okkar greindist með brjóstakrabbamein. Í veikindum sínum leitaði mamma mikið til Ljóssins sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð þeirra sem hafa greinst með krabbamein og aðstandenda þeirra, og veitti Ljósið henni ómetanlegan stuðning.
Við systur höfum ákveðið að sýna þakklæti okkar og verðum í Kolaportinu á morgun þann 6. september frá kl. 11-17, BÁS nr 6C, að selja af okkur og mönnum okkar þeim, Kjartani Henry og Jóhanni Berg og mun allur ágóði sölunnar renna til Ljóssins.”

1782114_10202957531761796_389824088537103540_n
Hvar: Kolaportið
Hvenær: Í dag
Tími: 11 – 17
Meira: HÉR
_

Einnig minni ég á fatasölu Suzie Q í Ingólfsstræti en næstu laugardaga er húsið notað í fatasölur fyrir nýtt fólk hverju sinni. Meira: HÉR

Rölt um 101 er greinilega mál málanna þennan daginn.
Happy shopping!

xx,-EG-.

FATASÖLUR HELGARINNAR

FATASALAFÓLK

Góðan daginn Ísland. Þetta verður aldeilis flott helgi fyrir ykkur á klakanum. Nóg um að vera.
Ég á til með að deila með ykkur fatasölum helgarinnar enda örugglega margir á rölti um miðbæinn í dag.

10617558_10152355891362568_1837928190_n

Verslunin SuzieQ lokaði á dögunum en næstu helgar mun húsið iða af lífi þar sem eigendur verslunarinnar bjóða uppá nokkur pláss til útleigu fyrir fatasölur.
Fyrsti slíki dagurinn fer fram í dag en skvísurnar Gulla, Sylvía, Anna Birna, Anný, Lína og Eyrún verða með troðfulla “búð” af fatnaði á góðu verði – gamalt og nýtt.

1928394_562198290552209_2936363080299099707_n

Hvar? Ingólfsstræti 8
Hvenær? Laugardaginn 23.ágúst
Húsið opnar: 13.00
Meira: HÉR

Einnig rak ég augun í spennandi fatasölu sem fram fer í Kolaportinu. Það er glamúrgellan Sonja Sól sem selur úr fataskápnum en hann var áður stútfullur af galakjólum og pallíettum sem vilja nú eignast nýtt líf. Ég get ekki annað en mælt með að áhugasamir kíki við og skoði úrvalið og geri góð kaup.
Sonja er mikill töffari og vann í  mörg ár í secondhand verslunum landsins þar sem hún gróf upp fallegustu flíkurnar sem núna geta orðið ykkar.

10530948_10152174544175047_9041163527221572464_n10590553_10152221033900047_2270975995911473314_n
Hvar? Kolaportið
Hvenær? 23 & 24 ágúst.
Húsið opnar? 11:00

_

Happy shopping!
Notað og nýtt.

xx,-EG-.