fbpx

FATASALA DAGSINS

FATASALA

Fyrrverandi starfsmenn W?W Air standa fyrir fatasölu um helgina og ég er peppuð að geta hjálpað til við að auglýsa það.
Fatnaður af öllum stærðum og gerðum ásamt heimilisvörum, snyrtivörum og öðrum fylgihlutum.

 

Starfsmenn lofa lágu verði og leggja áherslu á það að enginn posi verði á staðnum en hægt sé að greiða með pening/kass/aur.

Okkar gamli góði Trendnetari Theodóra Mjöll mun standa vaktina ásamt Bryndísi Heru Gísladóttir, Margrétu Jústu Pétursdóttir, Helgu Braga, Kristínu, Kristjáni Eldjárn, Töru Sif Birgisdóttir, Kolbrúnu Önnu og Kristínu Lea svo einhverjir séu nefndir af þeim 70 manna hópi sem ætlar sér að taka þátt.

Ég mæli með að fólk fjölmenni.

 

HVAR: Salurinn við hliðina á Bónus í Holtagörðum
HVENÆR: 13. & 14.apríl 
KLUKKAN HVAÐ: 12-18
Meira: HÉR

Gangi ykkur vel!

xx,-EG-.

AS WE GROW HEFUR OPNAÐ Í GARÐASTRÆTI

Skrifa Innlegg