fbpx

VERSLAÐ Í KAUPMANNAHÖFN : BEAU MARCHÉ

BúðirMæli með

Yndislega Kaupmannahöfn svíkur aldrei og það er yndislegt að vafra um litlar götur þar sem finna má gullmola á við Beau Marché verslunina. Hún Elísabet okkar hitti beint í mark þegar hún sagðist ætla að sýna mér verslun sem hún vissi að mér þætti falleg og vá hvað það var rétt. Beau Marché er lítill demantur með franskt yfirbragð, verslun sem selur vintage muni, notaðar og nýjar hönnunarvörur, list og er einnig með sjarmerandi kaffihús sem er eins og beint af götum Parísarborgar. Kemur fáum á óvart að slíkt heilli Elísabetu ♡

Aldís Páls tók myndina hér að ofan – ég í essinu mínu að skoða fallega hluti ♡

Fyrir áhugasama þá er Beau Marché staðsett á Ny Østergade 32, 1101 København.

Njótið!

GLÆSILEGT HEIMILI HANNAÐ AF HÖNNU STÍNU TIL SÖLU

Skrifa Innlegg