DJÚSÍ JÓLAMARKAÐUR HJÁ HAF STORE

Fyrir heimiliðÍslensk hönnun

Um helgina fer fram djúsí jólamarkaður hjá HAF store sem opnar í byrjun næsta árs og við erum mörg orðin mjög spennt fyrir. Þau ætla samt sem áður að leyfa okkur að skoða og versla fallegu vörurnar á jólamarkaði dagana 9.-10. desember nk. með þeim vörum sem eru þegar komnar til landsins. Í næstu viku opnar svo vefverslun þeirra hafstore.is.

Hvar: Geirsgata 7, Verbúð 4 – 101 Reykjavík 

Á meðal þess sem finna má á jólamarkaðinum hjá HAF hjónum þeim Karitas og Hafsteini verða guðdómlegar Marrakóskar Beni Ourain mottur sem eru handgerðar af hirðingjum í Atlas fjöllunum í Marrókkó, Stjakarnir frægu frá HAF, handgert jólaskraut, handblásnir glermunir og aðrir einstakir og gordjöss hönnunarmunir.

Hér má sjá brot af úrvalinu en eins og við vitum mörg þá eru HAF hjónin þekkt fyrir einstaka smekkvísi og því á ég von á mjög góðu.

Myndir af Stjaka og mottum : Gunnar Sverrisson

Ljúfir tónar, jólaglögg og falleg hönnun … þið viljið ekki láta ykkur vanta hingað!

Meldið ykkur endilega á facebook viðburðinn til að missa ekki af ♡

TOPP 5: FLIKKAÐ UPP Á STOFUNA

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri fyrir bloggið er að setja saman svona stemmingsmyndir og raða saman vörum úr ólíkum áttum. Þessi ljósmynd af bleika Pelican stól Finn Juhl hefur setið á desktopinu hjá mér í dágóðan tíma, algjör draumastemming og eitthvað svo óvenjuleg. Leikfimiáhöld í loftinu og allt fullt af fallegum plöntum og lífi. Eitt stykki Pelican stóll mætti vissulega rata í mína stofu en einnig Beetle hægindarstóll frá Gubi, þeir hafa vakið verðskuldaða athygli undanfarið ár.

Hér er sittlítið af hvoru í stofuna, sumt sem ég á nú þegar, annað sem ég er að safna og að lokum hlutir sem ég vildi gjarnan eiga.

// Aarre vegghankarnir frá iittala er eitthvað til að safna, en ferskjubleiki er sá sem er á topp listanum mínum og ég vil einn daginn bæta í mitt safn. // Mæðradagsplattarnir eru svo skemmtilegir og þó svo að þeir nái ekki lengra en árið 1969 þá ættu flestir af mínum lesendum að geta nælt sér í fæðingarár barnanna sinna. Ég er með 2014 upp á vegg í stofunni minni og þykir vænt um hann. Hér heima fást þeir alltaf í takmörkuðu upplagi í Kúnígúnd en einnig er hægt að versla öll árin á t.d. Dba.dk sem er dönsk uppboðssíða sem ég hef notað. // Feed me skálin er orðin að klassískri íslenskri hönnun að mínu mati, ótrúlega elegant og skemmtileg hönnun og í miklu uppáhaldi á mínu heimili. // Röndótt motta frá Pappelina – ég veit að ég er nýbúin að losa mig við röndóttu stofumottuna mína og ég hreinlega þrái að eignast eitthvað annað röndótt í staðinn, kallið mig klikkaða! Þessi renningur færi þó að öllum líkindum inn í eldhúsið mitt því það er svo gott að standa á mjúku undirlagi við eldamennsku og ekki skemmir fyrir hvað hún er lekker. Pappelina merkið fæst í Kokku. // Síðast en ekki síst þá er það Gubi Beetle stóllinn sem er draumur, það hafa komið fram nokkrar eftirlíkingar af Beetle stólunum undanfarið en engin sem á roð í þetta glæsilega eintak. Algjör draumur!

VERSLAÐ ERLENDIS: LAGERHAUS

BúðirVerslaðVerslunarborgin

Ég var í heimsókn hjá Linneu í Petit þegar ég sá fína dagatalið sem hangir uppi í æðislegu versluninni hennar. Það er reyndar ekki til sölu hjá henni og fjölmargir sem spurja reglulega út í það, en hún sagði mér að það fengist í sænsku versluninni Lagerhaus. Þá mundi ég að þangað hef ég svo sannarlega komið og vá hvað þetta er æðisleg verslun og ódýr í þokkabót. Ég tók saman nokkrar flottar vörur frá Lagerhaus ef þið eigið leið til Svíþjóðar eða Noregs í sumar þá mæli ég með ferð í þessa verslun. Þarna er hægt að finna allskyns skrautmuni fyrir heimilið á oft alveg fáránlega góðu verði. Svo senda þeir til Danmörku fyrir áhugasama, en því miður ekki hingað heim.

 

Ekki slæmt úrval þarna, ég væri alveg til í að skella mér í helgarferð til Stokkhólms og fylla ferðatöskuna af fíneríi þaðan. Hver er til?:)

Hér má sjá staðsetningu Lagerhaus í Svíþjóð og Noregi.

-Svana

APRÍL ÓSKALISTINN

Óskalistinn

Það er ekki svo langt síðan að ég tilkynnti sambloggurum mínum hér á Trendnet um ‘bloggplan’ sem ég hafði búið til fyrir mig, planið var mjög gott  en það hreinlega gleymdist að fylgja því eftir. Það er nefnilega svo auðvelt að segja bara hlutina, það þarf svo víst að framkvæma þá líka. Hér kemur því apríl óskalistinn minn þó að það styttist í lok mánaðarins:)

Apríl

1. Dásamlegt ilmkerti frá Skandinavisk, Lempi er nýjasti ilmurinn //Epal.

2. Karafla með korktappa frá Muuto.

3. Koparklukka frá Karlsson // Línan.

4. Afmælisútgáfa Sjöunnar, bleik með tjúlluðum gulllöppum.

5. Dots rúmföt frá Ihanna home, draumur í dós // Epal.

6. Lítil og sæt krús frá Finnsdóttir // Snúran.

Það kostar ekkert að láta sig dreyma!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

FALLEG VEGGFÓÐUR

BúðirFyrir heimiliðÓskalistinn

Þegar að ég mun eignast mitt eigið húsnæði (lesist hús) þá ætla ég að veggfóðra eitt herbergið. Falleg veggfóður geta skapað ævintýralega stemmingu en úrvalið af fallegum og einstökum veggfóðrum er alveg ótrúlega mikið, kannski ekki hér á landi, en það er nú ekki mikið vandamál fyrir okkur flest að versla á netinu. Verðin á þeim geta þó oft verið nokkuð há, en þá er tilvalið að velja bara minnsta herbergi heimilisins, t.d. gestabaðherbergið! Eitt fallegasta baðherbergi sem ég hef heimsótt, já ég hef heimsótt fjölmörg baðhergbergi haha, eitt þeirra var nefnilega veggfóðrað með skógarveggfóðri og mikið var það fallegt.
Ég tók saman nokkur falleg veggfóður af einni af uppáhaldsvefverslununum mínum Rockett st. George sem hefur jafnframt verið kosin besta vefverslunin af breska Elle Decoration.

Sjá meira hér, góða skemmtun að vafra!

VOLUSPA KERTI Á BETRA VERÐI

PersónulegtUppáhalds

Ég var búin að lofa að birta myndir af USA kaupunum í kvöld, en birtan er ekki alveg að vinna með mér í kvöld svo myndirnar verða bara tvær í þetta skiptið:) Þó ætla ég að mynda allt heimilið á morgun þar sem að það fer að verða síðasti séns fyrir flutninga!

Það sem var m.a. að finna á óskalistanum sem ég sendi systir mína með út var bókin Remodelista, ég hef fylgst lengi með vefsíðunni þeirra og um leið og bókin kom út hefur mig langað til að komast yfir eitt eintak. Frábær innblástur fyrir heimilið og falleg á stofuborðið:)
Screen Shot 2014-05-14 at 10.02.49 PM Screen Shot 2014-05-14 at 10.03.06 PM

Og svo er það Voluspa kerti sem að ég get ekki sleppt að kaupa mér ef ég fer til USA. Ég hef keypt þau í Anthropology versluninni og sendi systir mína því þangað til að kippa einu fallegu með handa mér. Þetta stóra kerti kostaði ekki nema 18 dollara sem gerir um 2 þúsund krónur, ég tek þó fram að það er takmarkað úrval af Voluspa kertum í búðinni, oft bara nokkur vel valin. Ég er þó ekkert að reyna að vera með leiðindi með því að að benda á verðmuninn hér heima og úti sem er frekar mikill, en ég persónulega elska þessi kerti og finnst lyktin alveg frábær og væri til í að hafa kveikt á einu slíku öll kvöld…en Ameríkuferðirnar þurfa þá að vera fleiri:) Fyrir áhugasama um Voluspa kertin þá er líka hægt að panta allar vörurnar þeirra á t.d. þessari heimasíðu hér, og láta senda á hótelið sitt ef þið eigið leið erlendis, -svona til að sleppa við toll.

Á morgun… fleiri og betri myndir!

:)

KVÖLDSTUND Í HAFNARFIRÐI

BúðirÍslensk hönnun

Jæja… enn einu sinni brýst Hafnfirðingurinn út í mér. Í kvöld er nefnilega tilvalið að gera sér ferð í fjörðinn fagra, margar verslanir eru opnar til kl. 22 og Jólaþorpið verður einnig opið! Það er nefnilega alveg hreint merkilegt að mínu mati hvað Strandgatan er orðin skemmtileg, og vel þess virði að gera sér ferð til að rölta í búðir og setjast á kaffihúsin.

Það sem er möst að gera er…

1424452_10152042915269525_1642249058_n

Í kvöld er opið til kl. 22 í Júniform, sérstök jólatilboð eru í gangi og léttar veitingar frá Pop up Lemon verða frá kl. 17-20:)

1390739_10152098546885520_780874234_n

Það er líka möst að kíkja við í AndreA Boutique sem er með opið til kl. 21 í kvöld.

1424396_749195911760699_738596079_n

Og svo er það uppáhalds Luisa M sem stendur við Thorsplan, þar eru fallegir munir fyrir heimilið frá House Doctor og þar er einnig hægt að setjast niður í kaffi og köku! Opið til kl. 22.

Að sjálfsögðu er þessi listi ekki tæmandi, það eru margar aðrar spennandi verslanir, kaffihús og að ógleymdri Hafnarborg sem selur vörur frá Spark Design space.

Ég mæli með þessu:)