fbpx

FALLEG VEGGFÓÐUR

BúðirFyrir heimiliðÓskalistinn

Þegar að ég mun eignast mitt eigið húsnæði (lesist hús) þá ætla ég að veggfóðra eitt herbergið. Falleg veggfóður geta skapað ævintýralega stemmingu en úrvalið af fallegum og einstökum veggfóðrum er alveg ótrúlega mikið, kannski ekki hér á landi, en það er nú ekki mikið vandamál fyrir okkur flest að versla á netinu. Verðin á þeim geta þó oft verið nokkuð há, en þá er tilvalið að velja bara minnsta herbergi heimilisins, t.d. gestabaðherbergið! Eitt fallegasta baðherbergi sem ég hef heimsótt, já ég hef heimsótt fjölmörg baðhergbergi haha, eitt þeirra var nefnilega veggfóðrað með skógarveggfóðri og mikið var það fallegt.
Ég tók saman nokkur falleg veggfóður af einni af uppáhaldsvefverslununum mínum Rockett st. George sem hefur jafnframt verið kosin besta vefverslunin af breska Elle Decoration.

Sjá meira hér, góða skemmtun að vafra!

TILTEKTIN

Skrifa Innlegg