fbpx

TILTEKTIN

Eins og ég hef áður komið inná þá setti ég mér mörg áramótaheit þetta árið og ætla mér að standa við þau í þetta sinn. Sum eru stór og önnur lítil og auðveldari að tækla, en ég er þegar byrjuð á nokkrum þeirra. Þetta er nokkurskonar tiltekt á eigin lífi ef svo má kalla, eitthvað sem ég held að margir hafi gott af. Ég byrjaði árið á að hreinsa út úr skápum og losaði mig við mikið magn af hlutum sem ég annaðhvort var hætt að nota eða vildi hreinlega ekki eiga ennþá og þvílíkur léttir sem það var, meira pláss í skápum og aukapeningur í vasann. Númer tvö var að skrá mig á langþráð námskeið hjá Dale Carnegie og er ég þar ennþá, þar tek ég lítil skref í hverri viku í átt að markmiðunum mínum (fékk meirasegja verðlaun í síðasta tíma, jibbý). Í vikunni tók ég mig svo til og gerði rafræna tiltekt, þ.e. tók t.d. til á facebookinu mínu þar sem ég aflíkaði um 300 fyrirtæki og hreinsaði smá til á vinalistanum, það er aðeins skemmtilega að kíkja þangað inn núna og mikið minna um auglýsingar á fréttaveitunni, ég er líka fljótari að “klára” facebook og eyði því minni tíma þar. Mæli með því:)

Svo er ég alltaf að vinna í því að koma heimilinu í stand, herbergið hans Bjarts er enn óklárað ásamt fleiru sem mig langar til að koma í verk. Ég veit ekki með ykkur en ég fyllist smá ró að skoða myndir eins og þessar hér að neðan þar sem allt er svona vel raðað. Það verður markmiðið mitt hér heima.

f12706189aed81ed09ca169902457681406a20e18e80710048fe02d71267506a-1 14fd4c2e9a7a1eab1a3d980b7440cfb5-1

60c0fc9bb901540358cb3a9d4edf88dd

41f8926da4371a3a581c59f2990395c59ad1906d753452375ce427eb1927391b72a516cc4474be9f8ba4fbea68255a112d6885ae7c4d2d6dc95d94ab03edbac4-1

Ég er annars búin að næla mér í pestina sem helmingur þjóðarinnar virðist hafa verið með að undanförnu, ég krossa fingur að það gangi fljótt yfir.

Þangað til næst, -Svana:)

KVENLEGT & FALLEGT HEIMILI Í DANMÖRKU

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1