fbpx

KVENLEGT & FALLEGT HEIMILI Í DANMÖRKU

EldhúsHeimiliSvefnherbergi

Fyrir árið 2015 setti ég mér fjölmörg áramótaheit, flest persónuleg en nokkur sem snúa að blogginu. Hægt og rólega verða smá breytingar hér á síðunni til hins betra að sjálfsögðu og kannski þið takið ekki einu sinni eftir þeim. Fyrst og fremst vil ég fjalla um fleiri stíla bæði fyrir enn meiri innblástur því að þrátt fyrir að heildarútlitið sé ekki eins og okkar eigið heimili mætti vera þá má alltaf finna góðar hugmyndir á flestum heimilum. Meira er betra og svo er hreinlega nauðsynlegt fyrir alla að fá og einnig að sjá smá meiri tilbreytingu.

Ég vil byrja á því að sýna ykkur þetta fallega danska heimili bloggarans Tinu Fussel sem heldur úti vefsíðunni Traveling Mama, hér býr hún ásamt eiginmanni sínum og þremur sonum.

JKF_Tina2400px_014

Eldhúsið er sérstaklega fallegt, svartur liturinn á veggnum gerir mikið fyrir lúkkið sem og opnu hillurnar þar sem ekkert er falið heldur vandlega stillt upp. Toppurinn yfir i-ið er svo innrömmuð ljósmynd og demantaljósaperur (fást hér) sem gera eldhúsið enn flottara.

Tina_1JKF_Tina2400px_011

Fjölskylda Tinu er á leigumarkaðnum og eru því í sömu aðstæðum og margir aðrir, að vita ekki hve lengi verður búið á þessum stað. Því kjósa þau að halda öllu hvítu í grunninn en nota húsgögn og smáhluti til að koma með liti inn á heimilið.

JKF_Tina2400px_010

Á heimilinu má sjá ódýrt í bland við dýrt og gamalt í bland við nýtt sem klikkar sjaldnast eins og sjá má.

JKF_Tina2400px_005JKF_Tina2400px_026

Hér væri gaman að vinna, nóg af innblæstri á veggnum og auðvelt að skipta út myndum.

JKF_Tina2400px_027JKF_Tina2400px_021

Svefnherbergið er mjög fallegt, skór og tímarit til skrauts og hint af bleikum lit í öllum hornum. Tablo borðið sem einnig sjá má í stofunni er hér sem náttborð (minni týpan), með rómantískum sætum leslampa og blóm í vasa að sjálfsögðu;)

Screen Shot 2015-02-17 at 12.21.06JKF_Tina2400px_024

Marokkósk leðurpulla og nóg af fallegum smáhlutum og ilmkertum stillt upp, hér býr greinilega mikill fagurkeri.

JKF_Tina2400px_023 JKF_Tina2400px_033

Baðherbergið er mjög smart, innréttingin er einföld en á henni er marmaraplata og flottar leðurhöldur á skápum og skúffum sem gerir mikið fyrir lúkkið (fást hér).

JKF_Tina2400px_019

Myndir: Avenue Lifestyle. Fleiri myndir og viðtal má sjá hér. 

Stíllinn á heimilinu er kvenlegur með fullkominni blöndu af gömlum og nýjum hlutum sem gerir heimilið svo persónulegt og heillandi. Dásamlegt heimili sem gefur okkur fullt af góðum hugmyndum.

Hlakka til að sýna ykkur enn fleiri falleg & fjölbreytt heimili.

xSvana

NÝTT FRÁ KAY BOJESEN: SEBRAHESTURINN