fbpx

TOPP 5: FLIKKAÐ UPP Á STOFUNA

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri fyrir bloggið er að setja saman svona stemmingsmyndir og raða saman vörum úr ólíkum áttum. Þessi ljósmynd af bleika Pelican stól Finn Juhl hefur setið á desktopinu hjá mér í dágóðan tíma, algjör draumastemming og eitthvað svo óvenjuleg. Leikfimiáhöld í loftinu og allt fullt af fallegum plöntum og lífi. Eitt stykki Pelican stóll mætti vissulega rata í mína stofu en einnig Beetle hægindarstóll frá Gubi, þeir hafa vakið verðskuldaða athygli undanfarið ár.

Hér er sittlítið af hvoru í stofuna, sumt sem ég á nú þegar, annað sem ég er að safna og að lokum hlutir sem ég vildi gjarnan eiga.

// Aarre vegghankarnir frá iittala er eitthvað til að safna, en ferskjubleiki er sá sem er á topp listanum mínum og ég vil einn daginn bæta í mitt safn. // Mæðradagsplattarnir eru svo skemmtilegir og þó svo að þeir nái ekki lengra en árið 1969 þá ættu flestir af mínum lesendum að geta nælt sér í fæðingarár barnanna sinna. Ég er með 2014 upp á vegg í stofunni minni og þykir vænt um hann. Hér heima fást þeir alltaf í takmörkuðu upplagi í Kúnígúnd en einnig er hægt að versla öll árin á t.d. Dba.dk sem er dönsk uppboðssíða sem ég hef notað. // Feed me skálin er orðin að klassískri íslenskri hönnun að mínu mati, ótrúlega elegant og skemmtileg hönnun og í miklu uppáhaldi á mínu heimili. // Röndótt motta frá Pappelina – ég veit að ég er nýbúin að losa mig við röndóttu stofumottuna mína og ég hreinlega þrái að eignast eitthvað annað röndótt í staðinn, kallið mig klikkaða! Þessi renningur færi þó að öllum líkindum inn í eldhúsið mitt því það er svo gott að standa á mjúku undirlagi við eldamennsku og ekki skemmir fyrir hvað hún er lekker. Pappelina merkið fæst í Kokku. // Síðast en ekki síst þá er það Gubi Beetle stóllinn sem er draumur, það hafa komið fram nokkrar eftirlíkingar af Beetle stólunum undanfarið en engin sem á roð í þetta glæsilega eintak. Algjör draumur!

MÁNUDAGSHEIMSÓKN: NOKKRIR SKUGGAR AF GRÁU

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Lóa

    5. July 2017

    Hæ gaman að fylgjast með þér þú ert svo einlæg.