fbpx

DJÚSÍ JÓLAMARKAÐUR HJÁ HAF STORE

Fyrir heimiliðÍslensk hönnunSamstarf

Um helgina fer fram djúsí jólamarkaður hjá HAF store sem opnar í byrjun næsta árs og við erum mörg orðin mjög spennt fyrir. Þau ætla samt sem áður að leyfa okkur að skoða og versla fallegu vörurnar á jólamarkaði dagana 9.-10. desember nk. með þeim vörum sem eru þegar komnar til landsins. Í næstu viku opnar svo vefverslun þeirra hafstore.is.

Hvar: Geirsgata 7, Verbúð 4 – 101 Reykjavík 

Á meðal þess sem finna má á jólamarkaðinum hjá HAF hjónum þeim Karitas og Hafsteini verða guðdómlegar Marrakóskar Beni Ourain mottur sem eru handgerðar af hirðingjum í Atlas fjöllunum í Marrókkó, Stjakarnir frægu frá HAF, handgert jólaskraut, handblásnir glermunir og aðrir einstakir og gordjöss hönnunarmunir.

Hér má sjá brot af úrvalinu en eins og við vitum mörg þá eru HAF hjónin þekkt fyrir einstaka smekkvísi og því á ég von á mjög góðu.

Myndir af Stjaka og mottum : Gunnar Sverrisson

Ljúfir tónar, jólaglögg og falleg hönnun … þið viljið ekki láta ykkur vanta hingað!

Meldið ykkur endilega á facebook viðburðinn til að missa ekki af ♡

2018 DAGATÖL FRÁ HEIÐDÍSI HELGADÓTTUR

Skrifa Innlegg