DJÚSÍ JÓLAMARKAÐUR HJÁ HAF STORE

Fyrir heimiliðÍslensk hönnun

Um helgina fer fram djúsí jólamarkaður hjá HAF store sem opnar í byrjun næsta árs og við erum mörg orðin mjög spennt fyrir. Þau ætla samt sem áður að leyfa okkur að skoða og versla fallegu vörurnar á jólamarkaði dagana 9.-10. desember nk. með þeim vörum sem eru þegar komnar til landsins. Í næstu viku opnar svo vefverslun þeirra hafstore.is.

Hvar: Geirsgata 7, Verbúð 4 – 101 Reykjavík 

Á meðal þess sem finna má á jólamarkaðinum hjá HAF hjónum þeim Karitas og Hafsteini verða guðdómlegar Marrakóskar Beni Ourain mottur sem eru handgerðar af hirðingjum í Atlas fjöllunum í Marrókkó, Stjakarnir frægu frá HAF, handgert jólaskraut, handblásnir glermunir og aðrir einstakir og gordjöss hönnunarmunir.

Hér má sjá brot af úrvalinu en eins og við vitum mörg þá eru HAF hjónin þekkt fyrir einstaka smekkvísi og því á ég von á mjög góðu.

Myndir af Stjaka og mottum : Gunnar Sverrisson

Ljúfir tónar, jólaglögg og falleg hönnun … þið viljið ekki láta ykkur vanta hingað!

Meldið ykkur endilega á facebook viðburðinn til að missa ekki af ♡

HAF STORE OPNAR INNAN SKAMMS : ÞAU GEFA ECLIPSE LAMPA ♡

Íslensk hönnunUppáhalds

Það er ekki oft sem ég verð alveg innilega spennt fyrir nýjum verslunum en í vetur mun HAF STORE opna í miðbæ Reykjavíkur og ég er að kafna úr spenningi! Ég hef nokkrum sinnum áður skrifað um HAF hjónin þau Karitas og Hafstein og ef þið þekkið til þeirra verka (ég tók saman nokkrar myndir hér að neðan) þá vitið þið að við megum búast við svakalega fallegri verslun og einstöku vöruúrvali. Hönnunaraðdáendur geta því ekki annað en beðið spennt en þangað til þá er hægt að fylgjast með þeim á Instagram á HAFSTORE.IS en þar er einmitt gjafaleikur í gangi núna þar sem hægt er að vinna gullfallegann Eclipse lampa ♡

Það eina sem þið þurfið að gera er að fylgja HAFSTORE á Instagram og kvitta undir myndina af lampanum – ég mæli svo sannarlega með þessum gjafaleik!

Hér að neðan tók ég saman nokkrar myndir bæði af veitingarhúsum/verslunum/heimili eftir HAF studio ásamt nokkrum myndum af þeim vörum sem þau hafa þegar tilkynnt á instagramsíðu HAF store að verði partur af vöruúrvali þeirra. Þið sem ekki þekkið til sjáið því nokkurn veginn stílinn þeirra – sem er gordjöss. Myndir 1- 4, 9, 10 og 11 eru allar teknar af Gunnari Sverrissyni ljósmyndara. 

Já þetta fallega ljós verður bráðum fáanlegt á Íslandi ♡

Einn, tveir og skellið ykkur yfir á Instagram síðuna hjá HAFSTORE og takið þátt í leiknum og fáið að sjá á bakvið tjöldin…