fbpx

TRENDNÝTT

HAF STORE Í WALLPAPER MAGAZINE

Hönnunarverslunin Haf Store er umfjöllunarefni á vefsíðu Wallpaper* Magazine, einu af virtari hönnunartímaritum heimsins. Tímaritið er fjölbreytt og fjallar um tísku, hönnun, arkítektúr, ferðalög og lífstíl og er til að mynda með yfir milljón fylgjendur á Instagram. Það er því frábært fyrir Haf hjónin að fá þessa flottu umfjöllun, enda hefur Haf Store fest sig í sessi sem ein af fallegri hönnunarverslunum landsins á sínu fyrsta starfsári.

Í greininni er vakin athygli á því hvernig þau umbreyttu húsnæðinu á Geirsgötu á 14 mánuðum. Útkoman er glæsileg þar sem þau sameina verslunina, studio og skrifstofu. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þetta sé gömul verbúð.

Myndirnar eru teknar af Gunnari Sverrissyni og við hvetjum ykkur til að lesa greinina í Wallpaper – HÉR.

 

//TRENDNET

MONKI KYNNIR NÝJA UNDIRFATALÍNU

Skrifa Innlegg