fbpx

GLÆSILEGT HEIMILI INNRÉTTAÐ AF HAF STUDIO

Íslensk heimili

Skoðum í dag fallegt heimili í Urriðarholti sem innréttað er af HAF STUDIO í sínum einkennandi og eftirsótta stíl.

HAF STUDIO sá nýlega um að innrétta íbúðir við Sjónarveg í Urriðaholti. Leitast var við að hafa létt, hlýlegt og klassískt yfirbragð. HAF grár litur sem fæst hjá Sérefni er á öllum veggjum. Loft, gluggar og hurðir eru í hvítu. Lítil smáatriði eins og hurðarhúnar, höldur og ljós eru svo svört til að skerpa aðeins á heildarútliti og tengja húsgögnin betur saman við rýmin. // Myndirnar tók Gunnar Sverrisson. 

Kíkjum í heimsókn –

“Flest húsgögn eru framleidd á Íslandi af HAF STUDIO en þau hafa boðið uppá sérsmíðuð húsgögn útfrá þörfum viðskiptavina undanfarið. Þessum húsgögnum er svo blandað við aðrar þekktari mublur frá Ikea í íbúðinni.”

Innréttingar eru steingráar með svörtum höldum og hvítri quartz borðplötu.  Á gólfum er einstaklega fallegt síldarbeinsparket frá Parka. Ljósahönnun var í höndum Rafkaup. Flísar á baðherbergi eru frá Parka.”

Myndir : Gunnar Sverrisson  // Sjá nánar á Fasteignavef Vísis

Glæsileg sýningaríbúð sem gefur væntanlegum kaupendum góða tilfinningu fyrir hvernig heimilið þeirra gæti orðið. Ég er mjög hrifin af þeirri hugmynd að stílisera söluíbúðir og hér er búið að velja mildan lit á alla veggi og vandað gólfefni sem oft er erfiðasta valið hjá þeim sem eru að kaupa sér eign.

Eigið góða helgi kæru lesendur –

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

LJÓSIR LITIR & LEKKER HÖNNUN Í SVÍÞJÓÐ

Skrifa Innlegg