fbpx

DRESS: ER KOMINN KAFFITÍMI?

DRESSLÍFIÐ

Sjöstrand sumar viðburðurinn með HAF gekk framar björtustu vonum. Það gleður mig mjög.

Ég var svo upptekin á föstudeginum, fyrst með Trendnet fjölskyldunni í morgunbolla, en svo við undirbúning á viðburðinum sem byrjaði seinna um daginn, að ég náði ekki fara heim á milli að skipta um föt. Því var bjargað með því að fjárfesta í nýjum skóm (úps) og maka á mig varalit (takk fyrir hjálpina Rósa) – virkaði aldeilis vel.


Spöng: AndreA (love!!), Jakki: Gamall Vero Moda, Samfella: OW/AndreA, Buxur: Weekday, Skór: GK, Veski: COS (útsala)

Gunni og Viktor eru geggjaðir kaffibræður og við Álfrún skiptum okkur að hlutum innanborðs þegar við getum. Það var hamingja við höfnina hjá þessu ágæta Sjöstrand teymi.

TAKK til allra sem komuð á höfnina í blíðviðrinu. Sjöstrand kaffið verður mætt í hillurnar í Hagkaup og á öðrum sölustöðum strax í vikunni en þangað til finnið þið það HÉR og hjá HAF hjónum á Geirsgötu 7.

xx,-EG-.

SUMARGLEÐI OG KAFFIKOKTEILAR Í HAF

Skrifa Innlegg