NORR x 101

HOMESHOP

English version below

Við Gunni vorum svo heppin að ná að slá nokkrar flugur í einu höggi þegar við eyddum degi í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Eins og lesendur mínir vita þá er ég mjög hrifin af danska húsgagna merkinu Norr11 og sit einmitt í sófa frá þeim í þessum skrifuðu orðum. Nú hefur bæst í Norr11 fjölskylduna, systurmerkið 101 Copenhagen og að því tilefni var opnuð popup verslun á besta stað í Kaupmannahöfn (Købmagergade). Sýnin á bak við 101 Copenhagen er að skapa heim af fallegum fylgihlutum og ljósum með áherslu á hágæða handverk og tímalausa hönnun.

Merkinu var launchað í París á Maison & Objet hönnunarsýningunni og voru viðbrögðin svo góð að stór hluti af línunni er þegar uppseldur en sem betur fer er meira á leiðinni. 101 Copenhagen er væntanlegt á Hverfisgötuna í NORR11 í Nóvember.

Ég fékk þau hjá Norr11 til að segja mér aðeins meira um þessa nýju línu:

“101 Copenhagen er systurmerki NORR11 og mun leggja höfuð áherslu á fylgihluti og ljós og má segja að þetta séu þeir fylgihlutir sem okkur hafi þótt vanta með NORR11. Þó svo að merkið sé danskt og hönnuðirnir danskir sækir fyrsta línan innblástur víða að en annar hönnuðuna er menntaður í Japan og hinn hönnuðurinn sækir mikinn innblástur til Indónesíu. Það sem gerir línuna sérstaka er samspil ýmissa efna og sérstök nálgun á efnisval. Sem dæmi koma vasar úr sérmeðhöndluðu járni, ljós úr oxideruðu áli, ýmsar útgáfur af keramiki, viði, flaueli, leðri og fleira. Þó svo að allt séu þetta fylgihlutir gerðir með einhverjum ákveðnum tilgangi þá minna sumir hlutanna hreinlega á skúlptúr og gefa heimilinu eitthvað sérstakt.”

 

Gunnar Steinn og Magnús Berg –

Þetta ljós er efst á óskalista undiritaðrar –

Fer þessi hönnun mér vel? –

Magnús Berg CEO hjá Norr11. Í hillunni fyrir aftan hann má sjá helstu hluti frá 101 Copenhagen –

Þessir vasar heilluðu mig. Líta út eins og skúlptúr en gegna sínu hlutverki –

Borðlampi –

Fallegt og tímalaust –

Mig langar að drekka kaffi úr þessum bollum á morgnanna –


Svo bara eitt að lokum sem tengist 101 línunni ekki beint. Þessi væntanlegi Norr11 stóll!! Má hann plís verða minn? Bjútífúl!


//
One of my favorites, Norr11, just opened a pop-up shop downtown Copenhagen. We visited the shop last week and got to know their new sister-brand, 101 Copenhagen. It includes accessories for the home, lights and lamps – something that Norr11 was missing.

___

Ég biðst velvirðingar á gæðum myndanna sem eru allar upplýstar vegna þess að myndavélin var vitlaust stillt. Vonandi kemur það ekki að sök.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BIG 50

LÍFIÐ

 

Ég átti stutt stopp á Íslandi í byrjun september. Aðal ástæðan var stórafmæli pabba míns. Þessi flotti kall og frábæra fyrirmynd er orðinn 50 ára og eldist eins og hið besta vín – verður bara betri með árunum sem líða.
Afmælið var haldið á Höfðatorgi þar sem dansað var fram á nótt, ungir sem aldnir. Ég verð að hrósa veisluþjónustunni, Friðrik fimmti, sem sá um veitingarnar. Spænskt þema og grillað á staðnum undir tjaldi á veröndinni – mjög góður matur og frábær og persónuleg þjónusta (og þetta eru ekki spons línur).

Ég gleymdi alveg að taka myndir af dressinu sem birtist nokkrum sinnum á story hjá mér þetta kvöldið. Ég sýndi það þó vel á Smáralindarsnappinu fyrr um daginn og mynd úr mátunarklefanum fær því að fylgja með þessum pósti. Teinótt dragt frá: Vero Moda. Skórnir eru frá Bianco.

//

My father celebrated his 50 years old birthday some weeks ago. He has always been my biggest role model – such a good person with so much energy. 
My outfit was from Vero Moda and shoes from Bianco.

 


Skál !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

L’ORÉAL FÖGNUÐUR:

LÍFIÐLOOKSNYRTIVÖRURTÍSKA

Fyrir helgi fór ég & vinkona mín, Hildur Árnadóttir á L’Oréal fögnuð í tilefni þess að HYDRA GENIUS vörurnar frá L’Oréal eru loksins fáanlegar á Íslandi. Viðburðurinn var haldin við Héðinshús út á Granda og heppnaðist ekkert smá vel. Skreytingarnar voru æðislegar – allt í stíl við vörurnar sem kom skemmtilega út. Þessi viðburður fór líklega ekki fram hjá ykkur á samskiptamiðlum en fólk var almennt duglegt að deila myndum á Instagram.

Dagskrá kvöldsins innihélt uppistand, ís frá Valdís, blöðrur, bað (þið lásuð rétt!) & að sjálfsögðu Photobooth sem stóð upp úr þetta kvöldið.. DJ Dóra Júlía hélt liðinu hressu með skemmtilegri tónlist enda er hún æðislegur plötusnúður ..mæli með x

Ég segi bara takk æðislega fyrir mig L’Oréal.. þessu partýi verður seint gleymt!

Myndirnar tók Sigurjón – en ég editaði með VSCO appinu.. svona í samræmi við partýið!

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamaggaimg_9863

ANDREA BOUTIQUE OPNAR Í 101

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

Góðan daginn!  Þetta er útsýnið mitt með morgunbollanum. Falleg forsíða Trendnet tók á móti mér umvafinn nýrri auglýsingu frá íslenska fatahönnuðinum Andreu Magnúsdóttir.

16838074_10154500313857568_2073970623_n

AndreA Boutique hefur hingað til aðeins verið í Hafnafirði en opnar dyrnar á Laugavegi 72 í dag, laugardaginn 18 febrúar – spennandi! Af því tilefni býður verslunin í boð milli klukkan 14 – 17. Ef ég væri ekki hinu megin við hafið þá væri svo sannarlega mætt til að skála við fatahönnuðinn og dugnaðarforkin hana Andreu og hennar teymi. Lesið meira um málið: HÉR

16707561_10154864553300520_6919307013297870735_o 16722441_10154864561275520_7771719307011404689_o

AndreA by AndreA SS17 – myndað af Aldísi Pálsdóttir

Það er margt fallegt í boði í sumarlínu verslunarinnar að þessu sinni. Ég þarf að kíkja í heimsókn eins fljótt og möguleiki er á.

Ertu á leiðinni út í kvöld? Verður helgardressið íslenskt? Gleðilegan laugardag!
Til hamingju með nýju búðina AndreA by AndreA

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

KÁTT Á KLAMBRA

SMÁFÓLKIÐ

Á morgun, sunnudag, verður kátt á Klambratúni fyrir smáfólkið okkar. Ég var beðin um að deila því með ykkur og finnst það hið sjálfsagðasta mál. Dagskráin hefst klukkan 14:00 og stendur til 17:00.

Á svæðinu verða ýmsar uppákomur: Listasmiðjur – Andlitsmálning – Húllafjör – Tattoo bás – Ljósmyndabás – Tombólumarkaður – Kósýtjald með barnanudd kynningu, sögustund og margt fleira. Barnayoga í boði Lóu Ingvarsdóttur, Frikki Dór tekur lagið & Margrét Erla Maack mun standa fyrir barnadisco.

Líklega stærsta barnapartý sumarsins? Æðislegt framtak –

13697007_10153652981158639_2816641085643114581_n

 

Veitingar verða til sölu á svæðinu og á kaffihúsinu Kjarvalstöðum verður hægt að fá sér köku og kakó á sérstöku tilboði í tilefni dagsins. Það er laumukaffihúsið mitt – heimsæki húsið reglulega fyrir einn bolla og góðan anda.

Fjölskyldur sameinist á Klamratúni í stuði, sjáumst þar!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÚTSKRIFTASÝNING LHÍ

FÓLKÍSLENSK HÖNNUN

Góðan daginn – fyrsta sumardag ársins. Það er blessuð blíðan …

12959985_615107475308719_1368364943_n

Hæ héðan …

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við hönnunar og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands fer fram í Listasafni Reykjavíkur í dag. Ein af mínum bestu vinkonum, Guðrún Helga Kristjánsdóttir, er meðal nemanda og því vildi ég svoo mikið geta mætt!! Húsið er opið öllum og því mæli ég með að þið gerið ykkur ferð í Hafnarhúsið og berið fatalínur framtíðarfatahönnuða okkar augum. Sýningar hefjast klukkan 17:00.

 

12985479_1089904441055081_1415432628323124817_n13023447_10154409958855995_672249835_n13081679_10154409959880995_435428485_n

Ég hef fengið smá sneak peek af því sem Guðrún er að gera og það lofar virkilega góðu !! Eiginlega alltof góðu … efnin eru tryllt og ég veit hvað hún er hæfileikarík svo þetta verður eitthvað ….
Það sem er svo skemmtilegt við þessar útskriftasýningar er fjölbreytnin sem boðið er uppá. Ég hlakka virkilega mikið til að sjá myndir frá kvöldinu.

Góða skemmtun og skilið kveðju frá Þýskalandi.

Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SKÖPUM RÝMI FYRIR MARGBREYTILEIKA

FÓLKINSPIRATION

Ég elska þessa auglýsingaherferð – enda er einn uppáhalds vinur minn, hann Gísli Björnsson, eitt af andlitum herferðarinnar.
Þessar myndir lýsir Gísla vel – því hann er algjör töffari og kann að njóta lífsins. Ég stal smá lýsingu af honum í grein sem birtist á Tabu.is.

“Ég heiti Gísli, er 30 ára og bý í Reykjavík. Ég er fatlaður, bý heima hjá mér og er með notendastýrða persónulega aðstoð allan sólahringinn. Það er gott að búa á mínu eigin heimili því þá get ég ráðið sjálfur hvað ég geri. Mér finnst gaman að hlusta á tónlist, horfa á sjónvarpið, elda góðan mat og býð gjarnan vinum og vandamönnum í heimsókn. Þegar ég hlusta á útvarpið eða tónlist vel ég sjálfur hvað ég hlusta á eins og td. Rás 1. og íslenska tónlist. Þegar ég horfi á sjónvarpið fæ ég aðstoð við að skoða dagskránna og velja sjónvarpsefni í Sarpinum sem mig langar til að horfa á. Mér finnst líka gaman að horfa á íþróttaleiki og fá mér einn bjór með. Það er skemmtilegt að elda sér góðan mat eins og heimatilbúinn hamborgara eða svínakjöt. Stundum baka ég og býð fjölskyldufólki eða vinum í kaffi. Ég fer oft í tölvuna og hlusta á messu eða fer á Youtube – þá fæ ég aðstoð við að finna það sem mig langar til að horfa eða hlusta á. Stundum er ég þreyttur og langar til að vera í friði og þá er líka gott að getað verið það.”

12593863_10208580674412735_2636586935728550106_o25661-776x749

Það er Helga Dögg Ólafsdóttir, útskriftarnemi í Listaháskóla Íslands, sem stendur fyrir verkefninu. Þetta er útskriftarverkefni hennar og snýr að því að benda á fordóma gegn fötluðum í auglýsingabransanum. Hún fékk fólk með ýmsar skerðingar til að sitja fyrir á þessum frábæru myndum sem Saga Sig tók.

Helga mun halda fyrirlestur um málefnið undir heitinu “Fyrirlestur um staðalmyndir fatlaðs fólks”. Hann fer fram þann 14. apríl í Listasafni Reykjavíkur og hefst klukkan 18.
12985521_10153344203391213_8003928650661928187_n12976700_10156750531545640_1472153467488733685_o
Ég las viðtal við Helgu Dögg í Fréttatímanum og það vakti mig til umhugsunar:

“Fatlað fólk er aldrei sýnt í auglýsingum nema sem einhverskonar hræðsluáróður eða til vorkunnar sem er fáránlegt því það er hluti af samfélaginu. Mig langar að sýna fram á að það sé auðvelt að búa til kúl auglýsingar sem eru líka fjölbreyttar.”

Ég hvet alla til að mæta og kynna sér málið. Áfram allskonar!

//

Gisli is one of my favorite friends and he is the face of a new campaign. He has been disabled all his life but that doesn’t stop him from doing everything he likes and loves.

The campaign is made to point out the prejudice against disabled people in the advertising business.

Great initiativ from Helga Dogg, the woman behind the campaign. She will give a lecture about the subject the 14th of April (18:00) at Listasafn Reykjavikur.

Let’s get a little variety in our life!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

Y.A.S. & Selected W2014 Showroom

Á ÓskalistanumFashionLífið MittMakeup ArtistMitt MakeupNýjungar í SnyrtivöruheiminumSmashbox

Á föstudaginn var var ég stödd inní Vero Moda í Smáralind þar sem var búið að setja upp showroom fyrir vetrarlínuna frá merkinu Y.A.S. en einnig eru fullt af nýjum og fallegum flíkum frá þessu undirmerki Vero Moda mætt í verslunina. Ég var að sjálfsögðu vopnuð nýju myndavélinni sem ég er með í láni – Canon EOS 100 D – til að mynda það sem fram fór.

Ég er enn að læra á hana – hvenær á að nota flass og hvenær ekki svo myndirnar verða betri með tímanum vonandi;)

Ein af línunum sem ég er einna mest spennt fyrir er sportfatalínan frá Y.A.S. Einn toppur greip athygli mína strax og ég varð bara að smella af myndum beint uppúr lookbookinu til að sýna ykkur…

yas10

Ofboðslega fallegt bakið á honum – upplagt að vera í íþróttatoppi í áberandi lit sem nýtur sín vel.

Það sama var uppá teningnum hjá Selected en þar var meðal annars til sýnis undursamlega fallegi pelsinn minn sem kemur í haust. Ég er nú þegar kominn niðrá lista fyrir einum í stærð 38 en ég er bókstaflega búin að hugsa um hann síðan ég sá hann fyrst þegar ég fékk að kíkja með í innkaupaferð fyrir búðina í janúar í Kaupmannahöfn.

Ég sá um förðunina á þessum fallegu fyrirsætum með vörum úr sumarlínu Smashbox sem nefnist Santigold. Litir eru alls ráðandi í línunni og það kemur virkilega vel út að blanda þeim saman eins og þið sjáið á myndunum hér fyrir neðan…

yas35 yas34 yas33 yas32 yas31 yas30 yas16 yas22

Æðislegur dagur með frábæru fólki frá Vero Moda og Smashbox – takk fyrir mig eins og alltaf:**

EH

 

Selected Femme vetur 2014

Á ÓskalistanumÉg Mæli MeðFashion

Þegar ég fór út til Kaupmannahafnar í byrjun ársins fékk ég að kíkja með í innkaupaferð fyrir VILA eins og þið vitið nú en ég fékk líka að kíkja á það sem var pantað inn fyrir haustið í Selected.

Selected er ein af mínum uppáhalds verslunum og þar kaupi ég nánast öll sparifötin mín, það eru alltaf svo fallegir kjólar til. Ég var alveg að missa mig yfir haustvörunum og þar er t.d. ein pelskápa sem verður mín ásamt helling fleira. En vá kjálkinn datt niðrí gólf þegar ég sá lookbækurnar fyrir vörurnar sem koma í vetur. Það er magnað hvernig maður finnur bókstaflega veskið tæmast marga mánuði fyrirfram – og hér sjáið þið ástæðuna fyrir því….

Screen Shot 2014-05-01 at 9.36.02 PM Screen Shot 2014-05-01 at 9.35.54 PM

Flott stílisering – kápa yfir frakka;)

Screen Shot 2014-05-01 at 9.34.37 PM Screen Shot 2014-05-01 at 9.33.24 PM Screen Shot 2014-05-01 at 9.35.10 PM

Æðisleg rúllukragapeysa!

Screen Shot 2014-05-01 at 9.35.34 PM Screen Shot 2014-05-01 at 9.30.39 PM

Svo bætast við skór í úrvalið í dömudeildina – jeijj!!

Screen Shot 2014-05-01 at 9.33.40 PM Screen Shot 2014-05-01 at 9.32.40 PM

Þetta dress verður mitt – Ef það passar ekki saman þá virkar það ekki með öðru – mitt mottó varðandi fatainnkaup!!

Screen Shot 2014-05-01 at 9.29.04 PM

Æðislegur kjóll:)

Screen Shot 2014-05-01 at 9.30.26 PMScreen Shot 2014-05-01 at 9.34.11 PM Screen Shot 2014-05-01 at 9.33.49 PM Screen Shot 2014-05-01 at 9.35.23 PM

Aftur mjög skemmtileg stílisering sem hentar okkur á Íslandi vel – layers!

Screen Shot 2014-05-01 at 9.31.07 PM Screen Shot 2014-05-01 at 9.31.38 PM Screen Shot 2014-05-01 at 9.32.51 PM Screen Shot 2014-05-01 at 9.32.22 PM Screen Shot 2014-05-01 at 9.35.44 PM

Æðislegt leðurpils – langar svo í eitt svona klassískt:)

Hvernig líst ykkur á…. ?

Þessar vörur verða í showroomi sem verður sett upp í dag í Selected og Vero Moda Smáralind þar sem haustlína Y.A.S. og Selected verða til sýnis. Showroomið er uppi frá 17-19 og ég ætlast til þess að sjá sem flestar. Ég verð með förðunarkynningu – en ekki hvað – með nýju sumarlínunni frá Smashbox, Santigold, sem kemur í verslanir Hagkaupa í Smáralind í dag.

EH

Annað Dress: Y.A.S.

Annað DressÉg Mæli MeðFashionLífið MittLúkkMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumSmashbox

Ég skellti mér í stórafmæli til kærrar vinkonu um daginn. Það er alltaf sama sagan þegar ég er að fara eitthvað svona út þá reyni ég að nýta það sem afsökun til að kaupa mér eitthvað nýtt. En þar sem ástand fataskápsins og magnsins þar inni býður ekki uppá það á ákvað ég að slá til og endurnota einn af mínum uppáhalds kjólum sem ég fékk mér fyrir síðustu áramót.

Kjóllinn er heldur litríkur eins og þið sjáið neðar hér í færslunni svo förðunin var í klassískari kantinum. Ég er svo ánægð með Naked 2 pallettuna mína og ég setti bara mattan brúnan skugga yfir allt augnlokið en bætti smá ljósum sanseruðum í innri augnkrókana. Svo er varaliturinn Please Me frá MAC sem gefur matta áferð ofnotaður í augnablikinu og algjörlega ómissandi í mína snyrtibuddu.

Hér sjáið þið förðunina mína fyrir þetta kvöld – þykkar augabrúnir, ljómandi húð og náttúruleg augu…

yasdress3

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði fyrir förðunina…

yasdress5

Húð:
5 sec Optical Blur frá Garnier – CC krem frá Make Up Store – Wonder Powder frá Make Up Store – Lumi Magique Primer – Josie Maran, Argan Infinity Lip and Cheek Creamy Oil.

Augu:
Urban Decay Naked 2 augnskuggapalletta – Urban Decay Eyeshadow Primer Potion Original – Eyebrow Duo frá Anastasia.

Varir:
Please Me varalitur frá MAC

 

En að kjólnum og dressi kvöldsins…

yasdress

Ég dýrka þennan kjól en hann er frá merki sem heitir Y.A.S. sem er mitt uppáhalds merki í versluninni Vero Moda. Þegar ég keypti reyndar þennan kjól var merkið inní Selected en það er aftur komið á sinn stað:)

Ég elska litina í kjólnum, efnið og sniðið en hann er kannski heldur mikill glamúr fyrir heimapartý. En mér fannst að með því að klæðast svörtu yfir hann, flatbotna skóm og messy bun í hnakkanum þá varð hann mun passlegri og settlegri.

Um daginn fékk ég að skyggnast inní lookbækurnar fyrir haustlínuna frá Y.A.S. sem er tryllt og ég finn strax að það verður ekki mikið til í buddunni minni í haust því að sjálfsögðu verð ég að eignast allt saman. En auk þess að það bætast við falleg föt í úrval verður lína af sportfatnaði frá Y.A.S. fáanlegt í verslunum Vero Moda á Íslandi og flottari íþróttaföt hef ég sjaldan séð – öðruvísi tísku sportföt – I like;)

Haustlína Y.A.S. ásamt sportlínunni verður til sýnis í Vero Moda Smáralind á föstudaginn milli 17:00 og 19:00 – ég verð að sjálfsögðu þarna og dressið á myndinni fyrir neðan verður mitt.

VeroModa bodskort YAS OK

 

Ég ætla reyndar ekki bara að vera þarna til að dást að fötum heldur verð ég með smá kynningu á nýja lúkkinu frá Smashbox sem heitir SANTIGOLD.

Hlakka til að sjá sem flestar!

EH