fbpx

LYKKE LI Á ÍSLANDI

FÓLK

Það hefur verið ótrúlega ánægjulegt að fá að fylgjast með með sænsku söngkonunni Lykke Li síðustu 10 árin eða svo. Ég skrifaði fyrst um hana á blogginu hjá mér árið 2012 þar sem ég titlaði hana fashionistu vikunnar (gamall flokkur á blogginu). Ég birti svo aftur færslu um hana árið 2014 þegar hún fór í samstarf með &Otherstories. Mér finnst ég því knúin til tala um hana í dag þar sem hún mun stíga á svið í Hörpu fyrir aðra íslenska aðdáendur á morgun (4. júlí) – svooo mikil synd að ég fái ekki að njóta hennar með ykkur.

Ég elska lögin hennar, bæði gömlu og klassísku og líka þau nýju. Þó hún hafi þroskast og tónlistin breyst örlítið með árunum þá heldur hún í notalegheitin sem ég kann svo vel að meta, svo er röddin hennar bara svo einstök!! Ég hvet ykkur til að mæta á morgun – þið munuð ekki sjá eftir því!

Það sem er svo heillandi við Lykke er að hún er ekki bara góður tónlistamaður heldur heillar hún líka sem manneskja, þannig heldur hún fast í mann. Hún er afslöppuð, svöl og fashionista með eigin stíl og virðist hafa lítið fyrir því, enginn rembingur. Vogue og öll helstu og stærstu tískutímarit hafa notað hana í tískuþáttum og tekið hana í ófá viðtöl sem þið finnið örugglega ef þið “googlið” nafnið hennar.

Ef þið viljið kynnast henni betur þá mæli ég með að lesa viðtal við hana sem tekið var í haust, stuttu eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Mjög persónulegt og gefur okkur góða mynd af lífinu hjá henni í dag: HÉR

Hér er smá upphitun fyrir morgundaginn:

Góða skemmtun á tónleikunum. Þið finnið ennþá lausa miða: HÉR

 

xx,-EG-.

LAUGARDAGSLÚKK

Skrifa Innlegg