fbpx

TRENDNÝTT

FATASALA DAGSINS: HVERFIS BÁS

KYNNING

BÁS Loftslagsmarkaður og Þakbar verður aftur á sínum stað í dag, 27. júlí. 


Að þessu sinni verður fatamarkaður á efstu hæð bílastæðahússins við Hverfisgötu 20.

Fjöldi fólks úr tísku- og listaheiminum mum mæta á svæðið, hreinsa úr fataskápunum og gefa gömlum flíkum nýtt líf. Í boði verður úrval af merkjavöru, skóm, skarti og fylgihlutum á góðu verði.

Hluti af ágóða seljenda rennur beint til Votlendissjóðs sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Seljendur eru: Alvia Rán, Anna Clausen, Elísa Mjöll, Emily Reise, Gunnhildur Melsted, Hildur Helga , Irena Sveins, Jakob Filippus, Jessica Bowe, Karin Sveins, Kristín Mjöll, Kristjana Sæunn, Kristrún, Linda Jóns, Melkorka Katrín , Rebekka Rafnsdóttir, Svala Gríms , Þórdís Björg, Þormar Melsted.

Einnig verður aðstaða á svæðinu fyrir áhugasama krakka sem vilja mæta með gamalt dót og selja á tombólu til styrktar Votlendissjóðs. 

Dagskráin á svæðinu verður fjölbreytt. Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Þorsteinn Eyfjörð þeytir skífum og listakonan Íris María Leifsdóttir verður með sína geysivinsælu vatnslitakennslu. Einnig verður endurvinnslu skúlptúrsmiðja i boði fyrir þá sem vilja spreyta sig á að smíða skemmtileg listaverk úr gömlum efnivið.

10 sopar standa síðan vaktina á glæsilegum þakbar  þar sem má svala þorsta sínum og Kvörn kaffibrennsla selur dýrindis kaffi.

Tilgangurinn með BÁS verkefninu er að vekja athygli á þeim áhrifum sem óhóflegar neysluvenjur hafa á umhverfið og búa til lifandi og skemmtilegan vettfang fyrir umræður um loftslagsmál.  Markaðurinn verður opinn annan hvern laugardag í sumar fram að menningarnótt en þá verða stórtónleikar og ýmsar uppákomur á svæðinu. 

TRENDNET mælir með!
Meira: HÉR

HVERJIR VORU HVAR: HUGARFAR Í NORR11

Skrifa Innlegg