fbpx

TRENDNÝTT

 • Flokkar

 • HVERJIR VORU HVAR: HUGARFAR Í NORR11

  FÓLK

  Myndlistarsýningin ’Hugarfar’ eftir Ella Egilsson opnaði í Norr11 síðastliðinn föstudag við frábærar viðtökur. Sýningin samanstendur af 16 nýjum olíumálverkum þar sem ímyndað íslenskt landslag er viðfangsefnið. Elli málaði þessa seríu á töluvert styttri tíma en hann vanalega gerir eða frá því 9.mars og þar til hann lagði lokahönd á síðustu strokurnar þann 29.júní. Alls lagði hann 892 klukkustundir í vinnu við öll 16 verkin.
  Serían er unnin eftir ímynduðum myndformum íslenskrar náttúru, verkin eru máluð á draumkenndan hátt með heimagerðum olíulitum. Engir sérstakir staðir eru hafðir í huga og ekkert myndefni til að styðjast við, aðeins einfaldar skissur, rissaðar upp eftir minni með ímyndunaraflið að verki – virkilega vel heppnað!

  Það var ljósmyndarinn Berglaug sem fangaði stemninguna hér að e

   

  Sýningin ‘Hugarfar’ stendur yfir til 2.ágúst. Trendnet hvetur fólk til þess að fjölmenna á Hverfisgötuna. Meira: HÉRHÉR 

  //
  TRENDNET

  KÁTT Á KLAMBRA Í FJÓRÐA SINN

  Skrifa Innlegg