fbpx

TRENDNÝTT

KÁTT Á KLAMBRA Í FJÓRÐA SINN

KYNNING

Setjum smáfólkið okkar í fyrsta sæti …

Barnahátíðin Kátt á Klambra verður haldin í fjórða sinn á Klambratúni þann 28. Júlí. Um er að ræða yndislegustu hátíð Íslands að mati forsvarsmanna … Trendnet er sammála.

Tónlist, dans, leiklist, jóga, föndur, skemmtiatriði, nudd, ungbarnasvæði, hátíðarsvið með glæsilegri dagskrá og margt fleira í boði fyrir fjölskylduna í hjarta borgarinnar síðasta sunnudaginn í júlí.

Markmiðið er að bjóða börnum og fullorðnum upp á skemmtun og fróðleik á grænu svæði í Reykjavík með fjölbreyttum menningar- og listaviðburðum. Svæðið er einnig hannað út frá þörfum barna og ungabarna, en boðið verður upp á skiptiaðstöðu, svæði til brjóstagjafar í næði, kerrusvæði, ungbarnanudd og svo má lengi telja. Hátíðarsvæði er girt af til að tryggja öryggi barna.

Meðal viðburða í ár verður BMX brós, diskótjald, open mic, Bjartar Sveiflur, Herra Hnetusmjör og Huginn, DJ Flugvél og geimskip, vöffluskreytingar, sögukeppni, sápukúlusull, þrautabraut, sólarskoðun, tattoo, föndurtjald, dans af ýmsum toga, andlitsmálning, snákaspil og margt fleira.

Öll afþreying er innifalin í miðaverðinu og kostar hann litlar 1.500 kr. í forsölu, eða fjórir miðar á 5.000 kr. Við inngang bætast 500 kr. við miðaverð. Frítt er fyrir 3ja ára og yngri.

Trendnet mælir með fyrir alla fjölskylduna!


HVAR: Klambratúni
HVENÆR: Sunnudaginn 28.júlí
KLUKKAN HVAÐ: 11-17
MEIRA: HÉR

//TRENDNET

XOXO Gossip Girl

Skrifa Innlegg