Sunday stroll

LífiðNike

Ég átti virkilega notalegan sunnudag í gær – sá fyrsti í langan tíma þar sem ég var alveg í fríi og ég naut þess svo sannarlega.

xx

Dagurinn byrjaði á brunch á Hverfisgötu 12 ásamt Jennifer og Linneu en okkur í Trendnet var boðið að koma og prófa. Staðurinn er ótrúlega kósý og áttum við mjög nice brunch-stund. Biðin eftir matnum var frekar löng en algjörlega þess virði! Við pöntuðum okkur nokkra rétti af brunchseðlinum til að deila og þeir voru hver öðrum betri.

Eftir brunchinn hitti ég Jórunni vinkonu mína á Laugaveginum og við eyddum deginum í að rölta á milli búða. Það var mjög frískandi að rölta í bænum en veðrið var mjög milt og fallegt. Eftir bæjarröltið hittum við vinkonuhópinn á pizzastaðnum Flatey en þar eru ekta ítalskar, gómsætar súrdeigspizzur. Ég viðurkenni að ég var að fara þangað í annað skipti í vikunni svo ég get ekki annað en mælt með staðnum!

Þessi ljúfi sunnudagur endaði svo að sjálfsögðu á ísbíltúr með vinkonunum.

Úlpa: Drangajökull / 66° North

Skór: Nike Air Force Upstep

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

VEGG VERK

DRESSLÍFIÐ

English Version Below

Ég er komin til borgarinnar og átti vel heppnaðan vinnudag í gær sem endaði með rölti um miðbæinn okkar fallega. Ég elska listaverkin sem prýða stóra veggi í 101 Reykjavik. Hér er ég úti á landi, inni í borg.

Þið eruð allar að spyrja út í hárið á mér en ég (Rósa) ýkti krullurnar mínar. Ég þarf að kaupa mér krullujárn. Með hverju mælið þið?

H&M peysa, buxur og sólgleraugu, skór frá Calvin Klein og hatturinn er frá Spútnik en þið spurjið alltaf margar út í hann á story hjá mér.

 

 

 

//

..Back in the city! Yesterday I had a very productive day that ended up with a walk in beautiful Reykjavik downtown. I love these works of art that make the city even more interesting.

I was wearing H&M sweater, jeans and sunglasses.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Hverfisbarinn – Grand Opening

Finally a new hot place to hang and have a drink or why not test 14 different types of bear with a German pretzel on the side?

Tonight (1.mars) from 20:00 – 01:00 is the Grand opening of Hverfisbarinn !

Hverfisbarinn has the perfect balanced atmosphere and bar menu for sophisticated drinking with friends, this will defiantly be my new Hot Spot !

img_3158 img_3165 img_3156 img_2744 img_3154 img_3150

img_3157

img_2746

photo credit: Anna Jacobsen

See you tonight

love,

L

 

 

DRESS: NORSE PROJECTS

DRESSLÍFIÐSHOPUncategorized

English Version Below

26751_105da8f28d-nw55-00329999-4-bigimg_8304

Æ þessi bláa rúllukragapeysa má líka verða mín? … @elgunnars

Loksins heimsótti ég Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Ég hafði gert mér miklar væntingar til verslunarinnar sem stóðst þær svo sannarlega. Merkjavalið er hin fullkomna blanda sem tískuunnendur sækjast eftir – minimalísk skvísa hittir hipsterinn sem býr í okkur öllum? Hvernig hljómar sú myndlíking? haha
Ég hafði svosem fylgst vel með netversluninni og þekkti því eitthvað af vöruúrvalinu sem lendir svo oft í “Frá toppi til táar” hjá mér. En að mæta á staðinn var einhvernveginn betra … ekki skemmdi fyrir hversu sætar starfsstúlkurnar voru. ;)

Ég fór ekki tómhent út … því þessi dásamlega vetrarkápa kom með mér. Flík sem verður langlíf í mínum fataskáp er ég alveg viss um. Frá Norse Project – merki sem ég er að kynnast uppá nýtt þessa dagana.

Við Manu á Leifsstöð –

img_8560img_8520 img_8559

Moi
Hattur: Spútnik, Kápa: Norse Projects/Húrra Reykjavik, Skór: New Balance/gamlir
Manuel
Húfa: My Alpaca/Baldursbrá, Peysa: My Alpaca/Baldursbrá, Buxur: Name It, Skór: Nike/Petit.is

 

//

Finally I visited Húrra Reykvavík at Hverfisgata in Iceland. This store is one of my favorite with a perfect bland of Scandinavian labels. I couldn’t leave empty handed so this beautiful coat went home with me. From Norse Projects – a label I am getting to know all over again.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

OPNUN HÚRRA REYKJAVÍK

ANDREA RÖFNHÚRRA REYKJAVÍKPERSÓNULEGT

Á fimmtudaginn, þann 18.08 ’16, opnar kvenfataverslunin Húrra Reykjavík. Að baki er mikill og langur undirbúningur og ég get sagt það með sönnu að útkoman er stórglæsileg. Við höfum ráðið til liðs við okkur þrjár frábærar stelpur sem munu vinna með mér í versluninni og hlakka ég mikið til samstarfsins.

Mér og Húrra Reykjavík genginu þætti ótrúlega vænt um að sjá ykkur sem flest í opnuninni!

Húrra Reykjavík

Húrra Reykjavík 2

Svo verð ég með TRENDNET snapchat-ið á morgun og sýni frá undirbúningnum, endilega fylgist með á trendnetis

xx

Andrea Röfn

instagram: @andrearofn
snapchat: andrearofn

NÝTT: SKUGGI ITALIAN BISTRO

ÍslandMaturNýtt

Hafa ekki allir gaman að því að heyra af nýjum, góðum og spennandi veitingastöðum ?

Skuggi Italian bistro opnar á föstudaginn á Skugga hótel á Hverfisgötunni í Reykjavík. Sá sem sér um eldhúsið/matseðilinn er hann Gunnar Már mágur minn sem þið þekkið örugglega mörg sem forsprakka LKL og HABS hér á landi. Hann er að sjálfsögðu metsölu-rithöfundur og kann sko aldeilis að gera góðan mat – eins og bækurnar hans hafa sýnt okkur í gegnum árin. Ég held því að margir hafi beðið eftir að hann myndi opna sinn eigin veitingastað og nú er það loks að verða að veruleika :-)

Frá og með föstudeginum getið þið kíkt til hans í súrdeigspizzu, fisk dagsins, salat, carbonara, já eða bara í klúbbsamloku – og drykk/apperitivo eftir vinnu.

 

12140144_1669335886646267_3125201621620283960_o12030308_1669335746646281_7368258821905204600_o12188089_1676331145946741_4554561408413990047_o12240328_1676330985946757_4673839054180257920_o 12265884_1679455242300998_7228819071431931380_o

12525415_533776773448296_2515084757953150110_o

 

 Matseðilinn samanstendur af casual ítölskum mat með bistro ívafi þannig allir ættu að geta fundið sér eitthvað mjög ljúffengt og gott.

Svo er umhverfið og stemningin líka svo smart og skemmtileg !

Sjáumst þar…

CIAO

ÍBÚÐIRNAR MÍNAR Í RVK

FerðalögHeimiliHönnunÍslandMyndirNýtt

Ég má til með að pósta hér smá innliti í eina af íbúðunum okkar Emils í miðborg Reykjavíkur. Hægt verður að leigja íbúðirnar, sem eru glænýjar og á jarðhæð, til skamms tíma. Á næstu dögum verður hægt að fá frekari upplýsingar um þær á heimasíðunni www.homeaway.com. Íbúðirnar, sem eru innréttaðar nánast alveg eins, taka max fjóra fullorðna ( hægt að bæta við barnarúmi) en þær eru samliggjandi þannig átta manns gætu deilt íbúðunum sín á milli. Ef þið eruð að fá gesti erlendis frá og vantar gistingu, þá getið þið haft okkur í huga :-)

Undanfarnar vikur hef ég grandskoðað heimasíður íslenskra húsgagnafyrirtækja og í huganum skapaði ég ákveðna stemningu sem ég vil að gestirnir finni. Þetta er útkoman sem ég er mjög ánægð með og ég vona að það muni fara vel um gestina okkar í þessu umhverfi.

Ég valdi að hafa húgögnin frekar einföld en það sem mér þykir setja punktinn yfir i-ið eru myndirnar á veggjunum. Ég fékk hana Áslaugu Þorgeirsdóttur ( Fóu Feykirófu) til að setja upp fyrir mig texta sem ég hafði ákveðið og er útkoman svona góð. Í stofunum er textabrot úr einu af uppáhaldslögum föðurs Emils, hans Fredda, sem nú er látinn. Lagið heitir Live Like You Were Dying eftir Tim Mc.Graw og í svefnherbergjunum er brot úr laginu Love me Tender eftir Elvis Presley. Myndirnar voru prentaðar í Pixel og límdar á einhverskonar foamplötu þannig hægt var að hafa rammann djúpan, sem er svo fallegt. Þar sem myndirnar eru svo risastórar ákváð ég ásamt Innrömmun Hafnarfjarðar að hafa ekkert gler á myndunum. Af gefnu tilefni fá öll þessi fyrirtæki mín bestu meðmæli !

Screen Shot 2015-05-17 at 10.11.31

Screen Shot 2015-05-17 at 10.18.21

Screen Shot 2015-05-17 at 10.16.53

Screen Shot 2015-05-17 at 10.12.43

10989414_10153297065194793_8146841709774206109_n

 Klikkið á myndirnar til að stækka

Ruggustóllinn, rúmteppið, skordýramyndin og eldhússtólarnir, lamparnir og kollurinn er allt frá ILVA. Borðstofuborðið er frá Fritz Hansen. Ljósakrónan sem heitir caravaggio pendant lamp er keypt  ì Epal og sömuleiðis snagarnir í svefnherberginu. Grái stóllinn er frá Línunni í Kópavogi og sófaborðin frá Sostrenen Grene í Kringlunni.

HAUSTKLÆÐI JÖR LOFA GÓÐU

ÍSLENSK HÖNNUNLOOKBOOK

jor0a

Ég fæ þann heiður að frumsýna nýtt og glæsilegt lookbook frá Jör by Guðmundur Jörundsson. Dömulúkk fyrir haustið sem við höfum margar beðið eftir (!)

Allar vörurnar hér fyrir neðan eru nú þegar komnar í sölu og bíða eftir okkur á Laugavegi 89. Loksins alvöru úrval af kvenfatnaði innan um fallegu herrafötin.  LACAUSA er nýtt merki í versluninni sem er vel stíliserað saman við íslensku hönnun JÖR. Hattarnir eru síðan punkturinn yfir i-ið frá Janessa Leone.

Freistingar … F A L L E G T.

jor16 jor14 jor13a jor13 jor8 jor6 jor4 jor15 jor11 jor12 jor10a jor10 jor9 jor7 jor5 jor3 jor2 jor1

Saga Sig tók myndirnar af fallegri Eydísi Evensen. Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir stíliseraði, Harpa Káradóttir sá um förðun og Steinunn Ósk um hár.

Efst á óskalista hjá mér er teinótta dragtin, rúllukragapeysan og að sjálfsögðu eitt stk hattur (!) takk fyrir – hann er musthave.

Spennandi tímar framundan hjá JÖR verslun. Hlakka til að koma í heimsókn og berja þessi notalegu haustklæði augum!

xx,-EG-.

HAUSTGLEÐI HJÁ SUIT

SHOP

Fyrir ykkur sem verðið á flandri í 101 Reykjavík í dag þá veit ég af haustfagnaði í verslun SUIT á Skólavörðustíg. Verslunin er full af nýjum vörum sem þau ætla að bjóða með 20% afslætti í dag.
Afþví að afslátturinn er bara þennan eina dag, þá ákvað ég að láta ykkur vita af því.

Þessar mættu rata í minn poka –

 10610511_592288444216828_8447706580942951945_n10620674_592323687546637_1918101574573424502_n 10659166_592323580879981_3671625322560208450_n  10710564_593112400801099_8368901279102606802_n 10616014_592288407550165_445840488300295848_n1907437_592324434213229_7057925118224844380_n

Heyrst hefur að Sísí Ey ætli að spila nokkur lög.

Happy shopping!

xx,-EG-.

OUTFIT

101 REYKJAVÍKANDREA RÖFNOUTFIT

Góð mæðgnastund hjá okkur mömmu samanstendur yfirleitt af bæjarrölti og kaffibolla. Svo bætist stundum outfit myndataka við rútínuna en mamma er að verða orðin nokkuð góð í þeim málunum. Þetta outfit er frá síðustu helgi – örlítið underdressed miðað við veðrið en gangan heldur nú yfirleitt á manni hita.

IMG_2823

IMG_2824

IMG_2836

IMG_2862

IMG_2863

Bolur: Ég fékk þennan bol í uppáhalds búðinni okkar Gulla í Nijmegen. Hún heitir 24/7 og selur mjög töff skate og street fatnað, að vísu á stráka. Ég hafði haft augastað með bolnum lengi og ákvað svo að splæsa rétt fyrir jól. Merkinu er ég ekki alveg klár á.

Kápa: MONKI – er með hana að láni frá vinkonu en hún er ofarlega á mínum óskalista enda mjög falleg og hentar við svo margt.

Buxur: H&M

Skór: Eldgömul boots frá H&M

Töskuna fékk ég í jólagjöf og ætla að sýna ykkur betur fljótlega.

xx

Andrea Röfn