fbpx

DRESS: OSLO

DRESSLÍFIÐ

Hæ frá Norge!
H&M bauð mér í afterwork á þaksvölunum hér í miðbæ Osló í tilefni þess að showroom þeirra hefur flutt sig um set á algjöra drauma staðsetningu. Veðrið var ekki að vinna með okkur í gærkvöldi en hér voru allir með sól í hjarta, og það er auðvitað það sem mestu máli skiptir ;)

Ég fékk töluvert af spurningum um “skyrtuna” sem ég klæddist en að sjálfsögðu valdi ég það að klæðast H&M frá toppi til táar að þessu sinni, flíkurnar keypti ég sjálf rétt áður en ég flaug frá Danmörku.

Spöngin er Zara og ég bloggaði um hana hér á dögunum.

Dagurinn í dag er svo búinn að vera vinna frá morgni til kvölds, fyrst í smá myndatöku fyrir samstarf mitt með STUDIO línu H&M sem væntanleg er í sölu í byrjun september (líka á Íslandi, að sjálfsögðu) og síðan á markaðsfundi þar sem ég kynnti Trendnet miðilinn og almennt hvernig íslenski markaðurinn virkar að mínu mati. Það má því segja að hlutverkin og verkefnin séu margskonar hverju sinni en mér finnst bæði ótrúlega skemmtilegt.

Núna sit ég í flugi á leið heim til fjölskyldunnar aftur eftir mjög stutta og “busy” Noregsferð – fylgist endilega með mér á Instagram @elgunnars fyrir meira stuð.

Góða helgi úr háloftunum.

xx,-EG-.

HAUSTFLÍK Í RÉTTRI LITAPALLETTU

Skrifa Innlegg