fbpx

HAUSTFLÍK Í RÉTTRI LITAPALLETTU

HOMELÍFIÐSAMSTARFSHOP
Kápan er gjöf frá Notes Du Nord

Halló fallega nýja haustflík –  þú ferð stofunni minni svo vel!

Það er smá synd að hitatölurnar hækkuðu sama dag og þessi barst í hús. Ég verð því að bíða örlítið með að nota hana … en sjáið þið hvað þessi camel kápa passar vel í litapallettuna heima hjá mér? Ég leyfi henni að hanga hér þangað til ég get klæðst henni á næstu vikum.

Aftur voru það elskulegu Notes du Nord sem komu mér á óvart og sendu mér hana að gjöf … AndreA klæddist henni í síðustu bloggfærslunni sinni – hér.

Ég hef stundum verið beðin um að sýna meira frá heimilinu mínu á blogginu, er áhugi fyrir því?

Notes Du Nord fæst í AndreA í Hafnarfriði. Púðinn sem sést glitta í á myndinni er brúðkaupsgjöf frá hæfileikaríkri frænku að norðan, fæst hér. Okkur þykir svo vænt um hann.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LÍFIÐ: KAFFESMEDEN

Skrifa Innlegg