fbpx

ÓVÆNT ÁNÆGJA FRÁ NOTES DU NORD

DRESS
Peysan var gjöf

Æ en óvænt ánægja, pakkinn sem beið mín á tröppunum í morgun. Um er að ræða gjöf frá Notes du nord sem er orðið eitt af mínum uppáhalds merkjum og þið eruð mörg farin að þekkja það líka. Merkið setti sína fyrstu línu í sölu sumarið 2018 og hefur vaxið hratt síðan þá. Það hefur verið í sölu á Íslandi frá fyrsta seasoni þegar AndreA okkar tók eftir því á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Hún pantaði það strax í verslun sína í Hafnarfirði þar sem því hefur verið vel tekið.

Þessi peysa kallaði á mig á tískuvikunni í ágúst í fyrra (!) – já maður þarf að bíða eftir hlutum sem maður sé þar. Ég bað Andreu að panta hana inn því ég hélt að hún gæti verið góð flík fyrir íslensku vini mína. Þær hjá Notes du nord hafa munað eftir áhuga mínum og ákveðið að senda mér hana heim – það er svo sannarlega ekki sjálfsagt mál. TAKK.

Ég hef varla klætt mig síðustu vikurnar en “píndi” í föt í dag – langaði svo að nota hana strax.Annars var kaffi kallinn minn með á flestum myndunum sem Alba tók í dag –

Jújú, þömbum þetta Sjöstrand kaffi bara ..

Peysa: Notes du Nord/AndreA, Buxur: Vintage, Skór: H&M STUDIO

Gunni: Bolur: COS, Buxur: SamsøSamsø , Skór: Adidas Yung1/Húrra Reykjavik

xx,-EG-.

ED, VINUR MINN

Skrifa Innlegg