FIMM DÖNSK FASJÓNTREND

FASHION WEEKMAGAZINETRENDWORK

17354721_10154568868032568_1469245938_n

Þetta er útsýnið í augnablikinu. Glamour skilaði sér loksins inn um lúguna og í þessum mánuði á ég þrjár síður í blaðinu. Síðurnar tvær á myndinni innihalda fimm dönsk fasjóntrend sem við megum búast við að sjá meira af í haust. Ég er strax byrjuð að taka þátt í mörgum þeirra en hettur og merktir bolir er eitthvað sem við sjáum í verslunum nú þegar.

glamour

Lesið um mína upplifun af tískuvikunni í Kaupmannahöfn – það mátti finna margar hliðstæður hjá hönnuðum sem sýndi mér betur hvað koma skal.

1. RAUTT
Dönsku hönnuðirnir eru sammála um að rautt sé litur haustsins. Rauðir skór voru áberandi og þá mátti sjá rautt frá toppi til táar í klæðaburði. By Malene Birger, Won Hundred, og Ganni sýndu öll stígvél í þessum eldheita rauða lit. Allt eru þetta merki sem sem fást í íslenskum verslunum.

2. STATEMENT T SHIRT
Kannski besti staðurinn til að koma skilaboðum á framfæri? Merktir stuttermabolir voru áberandi og mátti finna frá flestum hönnuðum. Þetta er trend sem einnig má finna í sumarlínum hönnuða og auðvelt er að taka þátt í. Það þarf ekki að kosta mikinn pening og getur verið nóg að gramsa eftir gömlum hljómsveitarbolum í geymslunni.

3. HETTUR
Hettupeysan hefur verið áberandi undanfarið og sú tíska virðist vera að ná hámarki. Hönnuðirnir sýndu okkur peysuna í ólíkum útfærslum á pöllunum en þetta var líka sú flík sem gestir tískuvikunnar klæddust hvað mest.
Klæðum hettupeysuna upp og niður eftir tilefnum, yfir rómantíska kjóla, undir kápuna sem við kaupum í yfirstærð eða eina og sér. Alveg pottþétt vinsælasta flík ársins!

4. VÍÐAR SKÁLMAR
Niðurþröngar skálmar hafa átt langan líftíma en nú fögnum við víðum skálmum og mittissniði. Malene Birger, Henrik Vibskov, Baum Pferdgarten eru dæmi um hönnuði sem sýndu eingöngu þetta snið í sínum línum. Það getur tekið tíma að venja sig við þessa breytingu og því þarf að sýna henni smá þolinmæði.

5. HLÉBARÐAMUNSTUR
Það er komið aftur, fyrr en okkur grunaði. Við bjóðum hlébarðamunstrið velkomið á ný. Við fegnum að sjá það í mismunandi myndum, t.d. í kjólum og yfirhöfnum. Oftast var það parað við látlausari liti. Trend sem mikilvægt er að para rétt saman að mati undiritaðrar.

 

//
I had three pages in the newest Glaomur Magazine in Iceland. I wrote about the main trends I saw on Copenhagen Fashion Week.
The top five fashion trends were:
The color RED, Statement T-shirts, Hoodies, Wide leg jeans and leopard pattern.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DAGSINS: CPHFW

FASHION WEEKLÍFIÐ

Ég ákvað að skella mér einn dag á sýningar hinu megin við landamærin og sé ekki eftir því. Hæ héðan frá tískuvikunni í Kaupmannahöfn.
Dagurinn var mikil keyrsla en ég var í beinni á mínu Instagram story (@elgunnars) og með takeover á  @glamouriceland. Sjáumst þar! .. þangað til að ég sýni ykkur ítarlegar frá deginum mjög fljótlega.

Tískuhjartað er sátt með sitt að sinni. Danirnir kunna þetta!

//

Hi – from Copenhagen Fashion Week. I decided to visit the city for one day. I was active on my Instagram account (@elgunnars) and had a takeover on Glamour Iceland (@glamouriceland). So, check me out there!

My fashion heart is warm after a good day!

img_1944img_1808img_1879 img_1943 img_1856

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

MY NEW BABY

HönnunPersónulegt

Ég eignaðist fyrir nokkrum dögum síðan draumahúsgagnið mitt en það er afmælisútgáfan af Sjöunni, bleik og gordjöss. Í tilefni af 60 ára afmæli Sjöunnar voru gefnar út tvær viðhafnarútgáfur í takmörkuðu upplagi, annars vegar bleik og kvenleg Sjöa með gullhúðuðum fótum ásamt dökkblárri og töffaralegri með möttum dökkum fótum, það þarf varla að spurja að því hvorn ég vildi. Frá því að ég sá þennan stól í fyrsta sinn þá varð ég algjörlega ástfangin og hef margoft skrifað um hann ásamt því að setja hann á alla mögulega óskalista. Vinkonur mínar slógu síðan saman í tilefni af þrítugsafmælinu mínu og gáfu mér pening svo ég gæti loksins keypt mér stólinn og ég get hreinlega ekki hætt að horfa á hann.

Screen Shot 2016-07-04 at 11.22.48

Mynd via Instagram @svana_

Fyrir áhugasama þá vil ég benda á að stóllinn er hættur í framleiðslu og aðeins til það sem eftir er í nokkrum verslunum, þar af aðeins tvö stykki í Epal. P.s. ég þarf að mynda stólinn betur við betra tækifæri, á þessari mynd var ég bæði að dáðst að syni mínum sem er svo duglegur að teikna ásamt bleika tjúllaða tryllitækinu þarna á bakvið;)

60th-Anniversary-Series-7-Chair-Yellowtrace-03Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

GJAFALEIKUR : BANG & OLUFSEN A2 HÁTALARI

HönnunKlassík

***BÚIÐ ER AÐ DRAGA ÚT VINNINGSHAFA***

Þegar ég fékk það tækifæri að vinna með einu af mínum uppáhalds vörumerkjum, Bang & Olufsen þá þurfti ég svo sannarlega ekki að hugsa mig tvisvar um, enda ekki hægt að finna betri gæði eða fallegri hönnun þegar kemur að raftækjum. Í dag á ég bæði A2 þráðlausa hátalarann og H8 heyrnatólin og það er óhætt að segja að betri hljóm hef ég ekki heyrt, ég hreinlega elska þessar vörur.

Þessvegna gleður það mig mikið að fá að gefa einn A2 hátalara frá Bang & Olufsen.

Fyrir stuttu síðan þá skrifaði ég um sögu Bang & Olufsen sem sjá má hér, en í stuttu máli fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Bang & Olufsen danskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir einstaklega falleg raftæki og er það þekktast fyrir frábært hljóð í hljómflutningstækjum, mjög skýra mynd í sjónvörpum og fyrir einstök gæði. Bang & Olufsen hefur rækilega fest sig í sessi á undanförnum áratugum en það var stofnað árið 1925 í Danmörku.

BeoPlay-A2-06

Hátalarann er auðveldlega hægt að ferðast með og það er mjög auðvelt að tengja hann við Spotify eða aðrar græjur. Minn hátalari ferðast daglega á milli eldhúss og svefnherbergis og ég tek hann líka með þegar ég fer í bað… mjög huggulegt, en þegar sumarið mætir á svæðið þá fær hátalarinn að koma með út í garð:)

BeoPlay-A2-03

BeoPlay-A2-04

BeoPlay-A2-07

Í tilefni þess að fermingartímabilið stendur sem hæst um þessar mundir og fjölmargir enn í leit af hinni fullkomnu fermingargjöf þá er þessi hátalari klárlega fermingargjöf ársins?:)

BeoPlay-A2-05

BeoPlay-A2-09

BeoPlay-A2-10

// Gjafaleikurinn er í samstarfi við Bang & Olufsen á Íslandi sem gefur hátalarann. 

Leikurinn er opinn öllum en til þess að eiga möguleika á því að vinna þennan glæsilega hátalara þá þarft þú að:

1. Skilja eftir athugasemd með fullu nafni og segðu mér afhverju þú átt að vinna hátalarann. Leikurinn var upphaflega aðeins hugsaður fyrir fermingarbörn en vegna gífurlegra margra fyrirspurna þá ákvað ég að leyfa öllum að taka þátt!

2. Deila færslunni. 

3. Extra karma stig eru gefin þeim sem líka við Bang & Olufsen, og Svart á hvítu á facebook.

// Dregið verður úr athugasemdum eftir páska, þann 29.mars.

 

Þá er ég búin að draga út einn ofur heppinn vinningshafa úr Bang & Olufsen gjafaleiknum. Takk fyrir frábæra þátttöku og takk Bang & Olufsen á Íslandi fyrir að gefa vinninginn.
Sú heppna sem var að sjálfsögðu dregin af handahófi heitir Sigríður Erla (SiggaErla) og skyldi hún eftir þetta skemmtilega komment:
“Þetta er draumahátalarinn minn, fyrir utan hljómgæðin þá er hann náttúrlega ótrúlega fallegur eins og allar vörur frá B&O. Þar sem ég hlusta á tónlist á nánast hverri einustu mínútu sólarhringsins þá myndi hann nýtast vel og njóta sín enn betur á mínu heimili.

 

 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

VÆNTANLEGT FRÁ FERM LIVING F/W 15

Hönnun

Danska hönnunarmerkið Ferm Living var að senda frá sér myndir af nýjum og spennandi vörum úr haust og vetrarlínunni þeirra. Það sem er helst í fréttum af þeim er það að í fyrsta sinn munu þeir bjóða upp á húsgögn en þar má m.a. nefna sófa, hliðarborð, legubekk og afar smart plöntustand. Ég tók saman nokkra hluti sem ég er hvað spenntust fyrir. Hér má sjá alla línuna eins og hún leggur sig.

Untitled-1-620x465

Elkeland veggskrautið hefur setið í dálítinn tíma á óskalistanum mínum svo það gladdi mig mikið að sjá að Ferm Living hæfi núna framleiðslu á þeim enda hefur listakonan ekki haft undan pöntunum, púðarnir eru líka sérstaklega smart og eiga mögulega eftir að eignast stað á mínu heimili. Legubekkir hafa notið ótrúlegra vinsælda undanfarið þrátt fyrir það að vera ekki beint praktíkasta húsgagnið. Svo er ég ánægð að sjá hvað fyrirtækin eru að taka vel í plöntutrendið sem hefur varla farið framhjá ykkur, allskyns fínar mublur sérstaklega hannaðar undir grænu vini okkar!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

HÖNNUNARKLASSÍK: BANG & OLUFSEN

HönnunKlassík

Bang og Olufsen þarf vart að kynna en það er danskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir einstaklega falleg raftæki og er það þekktast fyrir frábært hljóð í hljómflutningstækjum, mjög skýra mynd í sjónvörpum og fyrir einstök gæði. Bang & Olufsen hefur rækilega fest sig í sessi á undanförnum áratugum en það var stofnað árið 1925 í Struer í suðurhluta Danmörku af verkfræðingunum Peter Bang og Svend Olufsen. Það var á háalofti Olufsen fjölskyldunnar sem þeir hófu litla framleiðslu á útvörpum en 90 árum síðar er Bang & Olufsen merkið orðið alþjóðlegt hönnunartákn fyrir framúrskarandi hönnun og gæði í raftækjum.

Til að ná fram þessum miklu gæðum þurfa tækin að gangast undir ströng gæðapróf en ég rakst á mjög áhugaverða klausu á vefsíðu þeirra um The torture room en þar eru tækin prófuð á ótrúlegan hátt, þar eru hátalarar t.d. lokaðir í litlu rými í heilt ár í reyk sem jafngildir um 20 sígarettum á dag, einnig eru 103 tommu sjónvörp látin falla úr meters hæð úr krana allt til að kanna hvort gæðin séu nógu góð. Jahérna verð ég nú að segja… en útkoman er líka sú að vörurnar endast þegar heim er komið, enda er dagleg notkun, hlaupandi börn, skítugir fingur og annað sem gerist innan veggja heimilisins það sem reynir mest á græjurnar okkar. Og þegar keyptar eru svona dýrar græjur þá gerum við eðlilega þá kröfu að þær endist og endist og endist sem þær gera.

Í dag eru 15 vörur frá B&O partur af varanlegu safni MoMa safnsins í New York en það er ein æðsta viðurkenningin sem hægt er að hljóta í hönnunarheiminum, enda eru þeir alveg með puttann á púlsinum þegar kemur að hönnun flottra raftækja.

Beolit15-14JS-Lo24BVi11-Spotify-13BO-Lo01LAC-15RD-Lo05BG-13XX-01 A8-14JS-Lo01 A9Black-14JS-Lo02

1902893_10152342985116607_3638131843978413576_n7582_10152342985236607_1990708741708332581_nLAC-15RD-Lo06

Fallegt fyrir augu og eyru, ég er alveg heilluð af þessum tækjum hér að ofan. Það er gaman að fá að segja frá því að á morgun, föstudaginn 7. ágúst mun Bang & Olufsen opna aftur verslun á Íslandi, hjá Ormsson í Lágmúla 8 Reykjavík.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

NÝTT FRÁ KAY BOJESEN: SEBRAHESTURINN

HönnunKlassíkÓskalistinn

Viðardýrin eftir Kay Bojesen þekkjum við öll en apinn, söngfuglarnir og öll hin dýrin eiga sér mjög marga aðdáendur.

Þrátt fyrir að Kay Bojesen hafi látist árið 1958 þá hefur Rosendahl sem eiga í dag réttinn á hönnuninni verið duglegir að setja á markað nýjungar, eða réttara sagt hefja endurframleiðslu á gömlum gullmolum. Frá árinu 2012 hafa þeir reyndar verið sérstaklega duglegir en á þeim tíma hafa komið á markað, lundinn, söngfuglarnir, turtildúfurnar, jólasveinninn og núna í haust kom apinn út í miðstærð.

Núna í febrúar er að koma mjög spennandi nýjung í safnið en það er sebrahesturinn sem upphaflega var hannaður árið 1935.

Large

Ég er mjög spennt fyrir þessum og ætla svo sannarlega að næla mér í eintak og bæta honum í safnið mitt.

Screenshot_2015-02-15-10-31-11 Screenshot_2015-02-15-10-30-32

Myndirnar hér að ofan eru teknar á Ambiente sýningunni í Frankfurt…þar sem ég hefði átt að vera stödd í dag, en ég átti einmitt flugmiða þangað út í morgun sem ég þurfti að hætta við á síðustu stundu (fyrir helgi) þar sem að Bjartur náði ekki í tæka tíð að taka pela. Í staðinn fylgist ég með sýningunni m.a. á Instagram þar sem fjölmargir gestir á sýningunni deila myndunum sínum. Það hefði verið ljúft að komast úr kuldanum hér heima í nokkra daga, en núna er það bara að krossa fingur að ég fái aftur svona gott boð að ári liðnu en sýningin úti býður alltaf nokkrum blaðamönnum og bloggurum og því hef ég farið síðustu tvö ár. Skemmtileg sýning en alveg gífurlega stór, mig langar alltaf að opna verslun eftir að hafa farið þangað. -Kannski einn daginn;)

Vonandi var helgin ykkar góð!

-Svana

KVRL ♥ KRISTINA KROGH

HönnunÍslensk hönnun

Ég rakst á áhugaverða síðu á facebook nýlega, á síðunni eru seld verk undir nafninu KVRL Design, í fyrstu varð ég hissa að síðan væri á íslensku því mér sýndust þetta vera verk eftir hina dönsku Kristinu Krogh. Ég er mikill aðdáandi verka hennar og hef einnig tekið viðtal við hana. Það næsta á dagskrá var í rauninni að eignast mitt verk eftir hana. En það vill þannig til að við erum mörg hver einstaklega áhrifagjörn. Það er hægt að skipta okkur upp í þrjá hópa, sá fyrsti sér fallega hönnun og kaupir hana, sá næsti ákveður einfaldlega að búa hana til handa sjálfum sér, en sá þriðji ákveður að taka hönnunina/vöruna, búa hana til og selja svo handa öðrum.

1461806_441700355939889_153178676_n1441182_442872359156022_1082972583_n

Myndirnar hér að ofan tók ég af facebook síðu KVRL Design og fæst efsta myndin í rammanum í Mýrinni.

375093_512702832116593_39725350_n

424959_446958742024336_955229944_n

998321_597182087002000_1235788099_n

1235146_580277585359117_866154967_n

Myndirnar hér að ofan eru hinsvegar verk Kristinu Krogh. Kristina er grafískur hönnuður búsett í Kaupmannahöfn, hún hefur hlotið mikla athygli á undanförnu ári fyrir geómetrísk verk sín þar sem hún blandar saman ýmsum efnum og áferðum. Hún hefur einnig hannað línu í samstarfi við Ferm Living og er hún einnig mjög dugleg að koma með nýjungar. Ég verð alltaf jafn svekkt þegar ég rekst á svona ófrumlegheit, og hún varð það svo sannarlega líka þegar ég ræddi við hana í dag.

Hvað finnst ykkur um þetta?

SVART Á HVÍTU ♥ ARNE JACOBSEN

Hönnun

Kæru lesendur, það er loksins komið að aðalvinningnum í 4 ára afmælisleik bloggsins. Núna langar mig að gefa hönnun eftir einn besta hönnuð sem uppi hefur verið og einn af mínum uppáhalds, -sjálfan Arne Jacobsen.

Arne Jacobsen (1902-1971) er þekktur sem áhrifaríkasti móderníski arkitekt og hönnuður sem uppi hefur verið. Hann er þekktur fyrir nálgun sína sem heildar-hönnuður, en þá sá hann ekki aðeins um hönnun bygginga, en einnig húsgögnin ásamt öllum innréttingum og útbúnaði. Meistaraverk hans sem arkitekt eru meðal annars SAS hótelið í Kaupmannahöfn ásamt St Catherine skólanum í London, en það er þó hönnun hans á stólum sem hefur haldið nafni hans á lofti öll þessi ár.

Það kannast flestir við Maurinn sem þekktur er fyrir mínimalíska hönnun sína og formfegurð. Arne Jacobsen hannaði Maurinn upphaflega árið 1952 fyrir kaffiteríu danska lyfjaframleiðandans Novo Nordisk. Hann vildi hanna stól sem væri þægilegur, léttur og staflanlegur allt í senn og er stóllinn aðeins gerður úr tveimur pörtum; setan og bakið er úr formbeygðum krossvið og fæturnir eru úr krómhúðuðu stáli. Í takt við mínimalíska hönnunina vildi hann að stóllinn hefði aðeins þrjár fætur og voru þær hafðar eins mjóar og mögulegt var. Maurinn fór fljótlega í fjöldaframleiðslu hjá Fritz Hansen vegna gífulegra vinsælda. Sagan segir að Arne Jacobsen hafi verið á móti því að láta framleiða stólinn með fjórum fótum, en eftir að hann féll frá þá hóf Fritz Hansen framleiðslu á Maurnum með fjórum fótum sem er í dag vinsælasta útgáfan af stólnum. Stólinn hannaði hann einnig upphaflega í fjórum tegundum af krossvið ásamt svörtum lökkuðum, en eftir að hann féll frá hefur stóllinn verið framleiddur í öllum regnbogans litum.

316-KAISERCOLGANTE-1

Arne Jacobsen er talinn hafa verið mikill fullkomnisti og afar háar væntingar hans til framleiðslufyrirtækja á húsgögnum sínum leiddi hann á fund með Fritz Hansen árið 1934. Sá fundur markaði upphaf af löngu og afar farsælu samstarfi, en enn þann dag í dag sér Fritz Hansen um að framleiða hönnun Arne Jacobsen.

Fritz-Hansen-Chairs1

bb84cda3f830e718321af6e2b21f38a5 cdd3290018942aca3da1ee4cf9f97bef

Vegna vinsælda Maursins, hóf Arne Jacobsen að vinna að fleiri stólum sem einnig voru gerðir úr aðeins tveimur pörtum, stóllinn sem hefur vakið hvað mesta athygli er Sjöan (Series 7), en  þá má einnig nefna Grand Prix, Lily, Tongue og kollinn Dot.

fritz-hansen-serie-8-stapelstuhl-lilie-49_zoom

Sum af hans allra þekktustu húsgögnum í dag er Eggið og Svanurinn sem hannaðir voru fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn árið 1957, og svo eru það stólarnir Sjöan og Maurinn. Þessi húsgögn eru í dag álitin sem táknmynd skandinavískar hönnunar.

Arne-Jacobsen-4-Leg-Ant-Chair-www.swiveluk.com-323

maur

Maurinn valdi ég sem aðalvinninginn, ekki aðeins vegna þess hve fallegur hann er, en einnig vegna þess að mér þykir hann geta staðið mjög vel einn og sér.

Það er verslunin Epal sem gefur lokavinninginn, en það er ein af mínum allra uppáhaldsverslunum:) Fyrir þá sem ekki vita þá er Epal einnig eina verslunin á Íslandi sem selur hönnun frá Fritz Hansen.

Það sem þarf að gera til að eiga möguleika á því að vinna þennan fallega stól er að:

1. Setja like á facebooksíðu  Svart á Hvítu  og Epal

2. Like-a þessa færslu.

3. Skilja eftir athugasemd hér að neðan með nafninu þínu.

Svo megið þið líka endilega segja mér hvar þið sjáið fyrir ykkur að stilla stólnum upp á heimilinu ykkar.

Endilega deilið gleðinni!

Ég mun svo tilkynna vinningshafa þann 1.desember.