fbpx

GEGGJUÐ HEIMSÓKN Í THE DARLING – KONFEKT FYRIR AUGUN

Hönnun

Á nýliðinni 3 days of design hátíð í Kaupmannahöfn – sem ég mun fara ítarlega yfir í máli og myndum í vikunni – þá heimsótti ég dásamlega fallega hönnunar gestahúsið The Darling sem staðsett er í hjarta borgarinnar. Ég hef fylgst með þeim frá opnun og heillast af glæsilegu umhverfinu þar sem klassísk dönsk hönnun prýðir heimilið ásamt danskri nútímalist og útkoman er ótrúlega falleg. Það var aðeins opið fyrir heimsóknir í einn dag og það hitti þannig á að þegar ég mætti rétt fyrir lokun var enginn í heimsókn og því fékk ég að eyða góðum tíma þar inni með eigandanum sem kynnti mig fyrir sögu The Darling og sýndi mér hvern krók og kima.

Algjör draumur sem stendur svo sannarlega uppúr frá 3 days of design. Sjáið þessa fegurð!

 

IITTALA NIVA KEMUR AFTUR EFTIR 30 ÁRA HLÉ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sigrún Víkings

    24. June 2022

    Ekkert smá fallegt! og heppilegt tímasetning að mæta og fá einkatúr.
    Gaman að sjá þig með á mynd :)