fbpx

4 UPPÁHALDS LÚKK FRÁ NÝJU & SPENNANDI VÖRUMERKI

FRÉTTIRSAMSTARFSHOP
Samstarf: Bestseller

JJXX er nýtt vörumerki frá danska Bestseller sem ég frétti af rétt áður en ég kvaddi Danaveldi á dögunum. Vel heppnuð fyrsta fatalína og flottir stílar sem ég féll fljótt fyrir. Hönnuðir JJXX vildu hanna föt fyrir sjálfstæðar og sterkar fyrirmyndir sem þora að vera öðruvísi og nota liti á mjög afgerandi hátt. Merkið hefur vakið mikla athygli í Danmörku og er nú þegar til sölu í mörgum af stærstu netverslunum Norðurlanda sem og innan um þekkt tískuvörumerki í concept verslunum á meginlandinu. Á Íslandi finnið þið merkið í verslunum Vero Moda Smáralind og Kringlu, eins eru allar flíkur fáanlegar: HÉR

JJXX AW21

Ég hef klæðst flíkum úr línunni síðustu vikuna og líkar mjög vel, sönnun þesss efnis er hversu oft ég hef notað hverja flík fyrir sig. Sem dæmi eru brúnu gallabuxurnar algjört uppáhald ásamt satín settunum sem hægt er að nýta saman og í sitthvoru lagi.
Hér að neðan eru fjögur fav lúkk þar sem ég klæðist eingöngu JJXX. Vörulínan er hönnuð með það í huga að hægt sé að para saman mismunandi flíkur úr línunni – þrátt fyrir að mikið sé um sterka liti og óhefðbundin snið þá var einstaklega auðvelt að raða saman í gott lúkk. Litapallettan hitti mig í hjartað og kannski ykkur líka –

Peysa: HÉR, Buxur: HÉR

Skarpir litir og boyfriend snið, eitthvað fyrir undirritaða –


Peysa: HÉR, Buxur: HÉR

Úti á náttfötunum? Reynslan segir mér að þetta efni krumpast ekki, það er mikill kostur.

Blússa: HÉR, Buxur: HÉR

Síðasti bolli dagsins á ókláruðu veröndinni hér heima.

Blazer: HÉR, Buxur: HÉR

Sjón er sögu ríkari og því mæli ég með heimsókn í verslun þar sem þið getið skoðað flíkurnar nánar og fengið tilfinningu fyrir þeim. Áhersla er lögð á gæði framyfir magn og hver vara kemur í takmörkuðu upplagi. Línan í heild sinni HÉR.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram
@veromodareykjavik

 

 

SUNDAYS: NAMASTE

Skrifa Innlegg