fbpx

LÚXUSELDHÚSBORÐ FRÁ VIPP // CABIN TABLE

EldhúsHönnun

Hringlaga eldhús & borðstofuborð hafa notið mikilla vinsælda undanfarið og er úrvalið í dag alveg frábært. Vipp Cabin borðið er með því glæsilegra, stór og veglegur viðarfótur með marmaraborðplötu í ljósum eða dökkum lit en einnig er hægt að fá borðið með viðarborðplötu.

Vipp hefur verið að vekja mikla athygli fyrir eldhúshönnun sína, ekki aðeins með húsgögnum og klassískum ruslarfötum heldur einnig eldhúsinnréttingum sem eru algjör lúxus. Það bætist hreinlega bara á Vipp óskalistann minn, ég elska nýja borðlampann þeirra Sculpture lamp og skemilinn sem sjá má á myndinni hér að neðan er eitt fallegasta húsgagn sem ég hef augum litið.

Vipp Cabin borðið er partur af Cabin seríunni sem inniheldur einnig Cabin stólana sem sjá má hér að ofan ásamt Cabin ferhyrndu borði.

& svo tvær myndir af Vipp eldhúsinu í nýjum og fallegum ljósgráum lit –

Myndir : Vipp // Fyrir áhugasama þá er Epal söluaðili Vipp 

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI : SÓLHEIMAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    21. February 2022

    FALLEGT <3