fbpx

NÝTT FRÁ ROYAL COPENHAGEN Í TILEFNI DROTTNINGARAFMÆLIS : TAKMARKAÐ UPPLAG

FréttirHönnun

Í tilefni af 50 ára drottningarafmæli Margrétar danadrottningar þann 14. janúar nk. kynnir Royal Copenhagen fallega skartgripaskál / Bonbonniere. Þessi fallega krús heitir Daisy sem er uppáhalds blóm hennar hátignar ásamt því að vera hennar persónulega gælunafn. Daisy skálin er skreytt lágmynd af fagurfífli (Daisy). Ógljáða postulínið vekur samstundis athygli og hin margnota Daisy skál er tilvalin gjafavara og fullkomin til að skreyta heimilið og geyma í smáhluti og skartgripi.

Daisy Bonbonniere er aðeins framleidd í takmörkuðu upplagi árið 2022 og hægt er að versla í vefverslun þeirra eða Royal Copenhagen verslunum á meðan birgðir endast. Ef þú ert alvöru safnari – þá er þetta svo sannarlega hlutur til að bæta í safnið.

Að sjálfsögðu vel merkt safnvara eins og sjá má hér að ofan. 

Ég er algjör safnari inn að beini og á alltaf smá erfitt með mig þegar kemur að hlutum í takmörkuðu upplagi, þessi skál þykir mér afar falleg.

TOPP FÆRSLURNAR MÍNAR 2021

Skrifa Innlegg