fbpx

FERM LIVING & VILLA COPENHAGEN

Hönnun

Villa Copenhagen er eitt glæsilegasta hótelið sem ég hef heimsótt, staðsett í sögulegri byggingu frá árinu 1912 í hjarta Kaupmannahafnar við hliðina á Tívolí þar sem áður mátti finna pósthús borgarinnar. Byggingin var endurhugsuð með tilliti til nútímans og var gerð upp á einstakan hátt þar sem upprunalegum smáatriðum var vel viðhaldið,  en hér eru um 390 herbergi, veitingastaður, bar, gymsauna og sundlaug ásamt ráðstefnu & veislusal. Ég mæli alveg innilega með heimsókn hingað ef þú átt leið til borgarinnar. Nú á dögunum kynntu þau glæsilega nýja íbúðarsvítu þar sem lúxusferðalangar geta haft það einstaklega ljúft í rúmgóðri íbúð og auk þess verið umkringd fallegri hönnun frá Ferm Living. Kíkjum í heimsókn,

   

Villa Copenhagen er eitt af mínum uppáhalds hótelum og ég gæti ekki mælt meira með.

ROYAL COPENHAGEN Í NÝJUM LIT - CORAL!

Skrifa Innlegg