HOME DETAILS

GRIKKLANDHEIMAINTERIORPERSÓNULEGT

Ég er búin að vera allt of lengi að koma þessaru færslu hérna inn. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er smá, ogguponsu, pínulítið stressuð að ýta á publish. Ég hef aldrei sett inn færslu sem inniheldur myndir af heimilinu mínu! En ég setti könnun í Instagram stories um daginn þar sem ég spurði hvort fólk hefði áhuga á svona færslu og 99% svöruðu já.

Við Arnór erum búin að koma okkur vel fyrir hérna í Grikklandi en við fluttum hingað í júlí. Íbúðin okkar er mjög stór og björt og gæti auðveldlega rúmað miklu fleiri húsgögn og muni, en við höfum allan tímann passað okkur að fylla íbúðina ekki af dóti. Maður veit aldrei hvenær kemur aftur að því að flytja, panta flutningaþjónustu og pakka niður. Svo er ekkert sjálfsagt að við munum búa í jafn stóru húsnæði á næsta áfangastað.

Ég tók bara details myndir í þetta skiptið af hinum ýmsu hlutum heima hjá okkur. Ætla að taka fram hvaðan flestir hlutirnir eru en ef það er eitthvað sem ég gleymi eða þið hafið spurningar um, ekki hika við að skilja eftir comment eða senda mér línu.

Bakki: Zara homeSpegill: HAYPlöntuboxið og pottarnir eru frá Ferm Living. Ég pantaði hér.Uppáhalds hluturinn minn á heimilinu. Perlufíll sem ég fékk í jólagjöf þegar við héldum jólin í Cape Town í Suður Afríku fyrir tveimur árum. Ég verð þar aftur þessi jól og hlakka til að eignast fleiri fallegar minjar þaðan.Stólana keyptum við hérna í Aþenu. Þeir eru frá danska merkinu BoConcept og heita Adelaide. Ég er svo ótrúlega ánægð með þá! Hægt að skoða þá nánar hér. Hef líklega aldrei verið jafn væmin í mér og þegar ég pantaði þetta plakat. Þetta er bara svo fallegt og okkur finnst mjög gaman að rifja upp hvar og hvernig við hittumst fyrst :-) Lampann fékk ég á markaði í Cape Town, vasinn er úr Zara home og kollurinn IKEA. 

Ef þið höfðuð gaman af blogginu endilega smellið á like eða hjartað! Mér þætti mjög vænt um það.

Andrea Röfn

Fylgið mér á Instagram og Snapchat: @andrearofn

DÁSAMLEGT FERM LIVING HEIMILI

Heimili

Ferm Living opnaði nýlega glæsilegt sýningarrými THE HOME í hjarta Kaupmannahafnar sem hefur allt það sem hefðbundið heimili hefur. Markmiðið þeirra er að sýna ekki eingöngu hvaða vörur þau hafa upp á að bjóða heldur leyfa gestum að finna tilfinninguna hvað einkennir gott heimili að þeirra mati. Þarna má jú sjá allar vörurnar þeirra á einum stað og sjá hvernig þær skapa þessa fallegu heild. Þarna er hægt að setjast niður og fletta tímaritum eða jafnvel að leggjast upp í rúm, hingað væri ég til í að kíkja í heimsókn!

Sýningarrýmið eða Ferm Living heimilið er með því fallegra sem ég hef séð og ég er viss um að þessar myndir munu veita ykkur innblástur.

Eins og klippt úr tímariti – algjör draumur!

Eigið góða helgi xx

HAUST & VETUR FRÁ FERM LIVING

Hönnun

Núna flæða inn fallegar haustvörur í verslanir landsins, ég veit ekki með ykkur en þetta er minn uppáhaldstími á árinu. Innhólfið mitt hefur þó ekki aðeins verið að fyllast af fréttum af nýjum haustlínum heldur einnig af væntanlegum jólavörum sem ég er ekki alveg tilbúin í að skoða. Byrjum á haustinu takk! Það verður ekki bara einstaklega gott heldur líka sérstaklega fallegt ef marka má myndirnar sem danska Ferm Living sendi frá sér í gær.

  

Bleiki liturinn heldur áfram að vera áberandi sem gleður mig ó svo mikið, en litirnir eru einnig að verða dekkri – vínrauður og dökkgrænn á veggi gæti ekki verið haustlegra. Ég er mjög hrifin af nokkrum vörum sem eru væntanlegar innan skamms frá Ferm Living en spenntust er ég fyrir kertastjakanum hér að neðan sem vinkona mín Hanna Dís Whitehead hannaði í samstarfi við þau. Algjör bjútí og ekki skemmir fyrir að bæta við safnið nýrri íslenskri hönnun! Íslensk hönnun er jú best í heimi ♡

PÁSKASKREYTINGAR: HANDMÁLUÐ EGG!

Fyrir heimiliðHugmyndir

Páskarnir eru rétt handan við hornið og sumir eru jafnvel nú þegar komnir í páskafrí. Þá er tilvalið að byrja á því að huga að páskaskreytingum, það er eitthvað svo voðalega huggulegt við það að útbúa smá heimaföndur fyrir páskana bæði til að skreyta greinar með og einnig til að skreyta veisluborðið. Handmáluð egg er algjör klassík en einnig er hægt að teikna á þykkan pappír eða klippa út falleg mynstur, setja í þráð og hengja á greinar sem standa í vasa. Svo getur verið mjög smart að hafa fjaðrir til skrauts, þá í litlum vasa, hengdar á grein eða sem borðskraut. Ég sé fyrir mér að reyna í ár að fá litla gorminn minn og son systur minnar til að skreyta egg aðalega upp á sportið en við reyndum einnig í fyrra þrátt fyrir takmarkaða listræna hæfileika hjá hálfs árs barni:)

Fel1

Hér hafa handmáluðu eggin sett sinn svip á veisluborðið og búið að klippa út marmara egg til að hengja á greinarnar.

fel5 fel6

Það getur verið fallegt að notast við sömu litapallettuna með öll eggin en þó með ólíkum mynstrum.

fel7 fel9

Ferm Living er svo meðetta eins og svo oft áður en allar þessar myndir eru úr þeirra smiðju.

Ég kem ekki til með að halda páskamatarboð með steik og öllu tilheyrandi, en það þýðir þó ekki að ég geti ekki skreytt veisluborð. Það er tilvalið að nýta frídagana og bjóða vinum eða fjölskyldu í páskabröns og hvað er þá betra (fyrir utan félagsskapinn) að vera með smekklega skreytt páskaborð!

Þá vitum við hvað við þurfum að gera á næstu dögum… skreyta egg!

Eigið annars ljúfa helgi x

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

FRÉTTIR: NÝTT FRÁ HOUSE DOCTOR & FERM LIVING

Fyrir heimiliðHönnun

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri í byrjun hvers árs er að skoða allar nýjungarnar sem hönnunarfyrirtækin senda frá sér, sum hver byrja strax í janúar að kynna línurnar sínar á netinu á meðan að önnur bíða mögulega með að kynna vörurnar fyrir stóru hönnunarsýningarnar en þær eru ófáar framundan. Ég er þegar komin með boðsmiða á Ambiente vörusýninguna í Frankfurt sem er í byrjun febrúar og svo styttist líka í HönnunarMarsinn sem ég bíð alltaf spennt eftir á hverju ári. Ég er enn að vinna mig í gegnum tölvupóstinn minn eftir fríið mitt en myndirnar sem ég ætla að sýna ykkur fyrst eru úr 2016 bæklingnum frá House Doctor og einnig frá Ferm Living sem fagnar í ár 10 ára afmæli sínu. Stílistarnir sem vinna fyrir þessi merki eru með þeim betri í bransanum en þeir eru auðvitað að vinna með fallegar vörur sem auðveldar vinnuna vissulega, en að setja þessar vörur upp í raunverulegu umhverfi gerir svo ótrúlega mikið fyrir vörurnar og sýna okkur þær á hátt sem við sjáum þær aldrei í verslunum og sumar sem við myndum mögulega ekki veita neina athygli uppi í hillu. Það eru nokkrar vörur sem ég er komin með augun á, House Doctor er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að innanhússtrendum og finnst mér mjög skemmtilegt að sjá það að núna er hægt að kaupa víragrind frá þeim sem notið hefur svo mikilla vinsælda undanfarið ár sem DIY verkefni, sjá hvernig mér tókst til -hér. Ferm Living kemur hinsvegar sífellt á óvart, hrifnust er ég af barnaherbergjalínunni þeirra ásamt því að veggfóðrið Confetti sem gert var í tilefni afmælisins heillar mig mikið. Veggteppið sem Ferm Living framleiðir í samstarfi við Elkeland bíður mín hinsvegar í Epal en ég lét sérpanta það fyrir jól og ætli það verði ekki mín fyrstu kaup í ár frá Ferm Living sem ég held annars mikið uppá:)

Þetta er bara brot úr bæklingnum en restina má sjá í 2016 bækling House Doctor, en vörurnar munu meðal annars fást í Línunni.  Hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr nýjasta bæklingnum frá Ferm Living, sem fæst í Epal.

0373db_newsletter_ss16_til_press.jpg

newsletter ss16-kids_ kopi 2

Ég tók einmitt viðtal við stofnanda Ferm Living, Trine Andersen fyrir Glamour þegar hún var stödd hér á landi til að fagna 40 ára afmæli Epal fyrr í vetur, dásamleg kona og með svo góða nærveru að það kemur mér svo sannarlega ekki á óvart hversu langt hún hefur náð í sínu fagi. Það er nefnilega ekki nóg að vera bara klár í sínu fagi, það að koma vel fram við alla og hafa góða nærveru getur komið manni ansi langt í lífinu. Ég fylgist spennt með Ferm Living en þau ætla sér mjög stóra hluti!:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

FERM LIVING & AFMÆLI Í EPAL

HönnunÓskalistinn

Það hefur eflaust ekki farið framhjá ykkur að Epal fagnar í ár 40 ára afmæli sínu, og afmælishátíðin nær hámarki sínu í dag.

Á eftir á milli kl.17-19 verður sérstök afmælishátíð í versluninni í Skeifunni þar sem svipt verður hulunni af tveimur innsetningum sem listamennirnir Eske Kath og Haraldur Jónsson hafa unnið sérstaklega fyrir þetta tilefni. Ég er búin að vera með annan fótinn í versluninni í vikunni og hef fylgst með uppsetningunni hjá listamönnunum tveimur og verð að segja að þær koma mér skemmtilega á óvart. Vinnan sem búið er að leggja í þetta afmæli er ótrúlega mikil, því ásamt innsetningunum verða einnig kynnt sérstök Epal rúmföt sem Ingibjörg Hanna gerði í samstarfi við Epal, Vaðfuglinn í Epal litnum verður áritaður af Sigurjóni Pálssyni ásamt fleiri skemmtilegum uppákomum. Einnig eiga eftir að líta dagsins ljós nokkrar fleiri vörur sem gerðar eru sérstaklega fyrir afmæli Epal sem ég er mjög spennt fyrir.

Í tilefni afmælisins komu til landsins fulltrúar eða jafnvel stofnendur helstu fyrirtækja sem Epal er með í verslun sinni, og ég er búin að ræða við nokkra þeirra í dag en þar má meðal annars nefna Trine Andersen stofnanda og eiganda Ferm Living. Ótrúlega hlý og skemmtileg kona sem ég hafði virkilega gaman af að ræða við um hönnun í dag, mikilvægi bloggara fyrir hönnunarmerki og annað áhugavert. Ég leyfi ykkur að lesa viðtalið innan skamms:) Í því tilefni tók ég saman nokkrar vörur frá Ferm Living sem eru á óskalistanum mínum og vildi deila með ykkur.

FermLiving

1. Innskotsborðin eru úr nýju húsgagnalínunni þeirra sem kemur í fyrsta sinn út í haust og ég er afar heit fyrir. 2. Púðarnir eru meðal vinsælustu vara frá merkinu og þennan bleika gæti ég vel hugsað mér að eiga. 3. Veggfóðrin eru upphaf merkisins og ástæða þess að Trine stofnaði Ferm Living. 4. Rúmteppin þeirra eru æðislega flott og einn daginn þegar ég nenni að búa um rúmið á hverjum degi þá mun ég eignast þetta rúmteppi. 5. Elkeland veggteppið er ég þegar búin að láta panta fyrir mig en það er með því flottara af haustlínu merkisins. 6. Spegill á leðuról… bara af því að það er svo töff:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

VÆNTANLEGT FRÁ FERM LIVING F/W 15

Hönnun

Danska hönnunarmerkið Ferm Living var að senda frá sér myndir af nýjum og spennandi vörum úr haust og vetrarlínunni þeirra. Það sem er helst í fréttum af þeim er það að í fyrsta sinn munu þeir bjóða upp á húsgögn en þar má m.a. nefna sófa, hliðarborð, legubekk og afar smart plöntustand. Ég tók saman nokkra hluti sem ég er hvað spenntust fyrir. Hér má sjá alla línuna eins og hún leggur sig.

Untitled-1-620x465

Elkeland veggskrautið hefur setið í dálítinn tíma á óskalistanum mínum svo það gladdi mig mikið að sjá að Ferm Living hæfi núna framleiðslu á þeim enda hefur listakonan ekki haft undan pöntunum, púðarnir eru líka sérstaklega smart og eiga mögulega eftir að eignast stað á mínu heimili. Legubekkir hafa notið ótrúlegra vinsælda undanfarið þrátt fyrir það að vera ekki beint praktíkasta húsgagnið. Svo er ég ánægð að sjá hvað fyrirtækin eru að taka vel í plöntutrendið sem hefur varla farið framhjá ykkur, allskyns fínar mublur sérstaklega hannaðar undir grænu vini okkar!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

LANGAR

HOMESHOP

Mig langar svo í þennan kertastjaka frá Ferm Living.
Skoðaði hann og kom við hann um helgina.
Kúlurnar geta bæði verið festar saman sem hringur eins og á myndunum en líka sem lengja.
Af hverju tók ég hann ekki með mér heim !?

Kaupi hann kannski fyrir næstu jól og hef hann sem aðventu”krans”. Mig vantar jú aðventukrans. ;)
Mig langar í lituðu kúlurnar.

xx,-EG-.