fbpx

ÓSKALISTINN // OKTÓBER

Óskalistinn

Óskalistinn að þessu sinni er í smá haustþema og eru brúnir, hvítir og gylltir litir sem einkenna þessa fallegu hluti sem hér má sjá. Mjúkt teppi, ilmkerti og lampi fyrir kósýkvöldin ásamt nokkrum öðrum vel völdum hlutum sem eru ‘must have’ að mínu mati fyrir haustið….

// Vanilla Black ilmstráin frá Areon eru æðisleg – ég heyrði þau oft auglýst í útvarpinu áður en ég keypti mér fyrst. Þau uppfylltu alveg væntingarnar:) Ég keypti mín hjá Ramba store og fást þau víða.

// Fallegasta skál sem ég veit um er frá Royal Copenhagen, Blue Mega á háum fæti. Royal Copenhagen fæst í Epal.

// Vuelta lampinn frá Ferm Living er æðislegur – Epal. 

// Hlébarðateppi úr nýju línunni Oiva Toikka frá Iittala – fæst í ibúðinni.

// Flottir vetrarskór úr skóbúðinni hennar Andreu.

// Kertatíminn er svo sannarlega kominn – ég elska þennan jólailm frá Skandinavisk – Epal.

// Jólastjarnan í ár er Watt & Weke frá Dimm. Þær eru algjört æði – sjáðu úrvalið hér.

// Gyllt hnífapör – það er kominn tími á mín nokkrum árum seinna (þar sem ég þvæ mín alltaf með uppþvottavél. Fórnarkostnaður til að eiga GULLfalleg hnífapör.) Ég er með augun á þessum frá Amefa, þau eru á góðu verði og eru 16stk í pakka. Fást í Bast.is og að ég held Fjarðarkaupum amk:) (20% afsláttur á Kringlukasti.)

// Ég elska rúmfötin frá Midnatt og þessi brúni litur er æðislegur. Fæst hjá Dimm.

// Teema skálar frá Iittala í hvítu – ég hef verið að safna þeim í bleiku en vil bæta við nokkrum hvítum. Fyrir áhugasama þá er allur iittala borðbúnaður á 20% afslætti út mánudaginn 11. október í ibúðinni Kringlunni:)

// Klassískt og hlýlegt ljós fyrir svefnherbergið, þetta er Ellipse frá Watt & Weke úr Dimm.

// Síðast en ekki síst… pizzaofn! Þessi hefur verið í marga mánuði á óskalistanum mínum en við fjölskyldan prófuðum svona ofn í sumar í garðveislu og vá það sló aldeilis í gegn. Sé fyrir mér þvílík gúrme pizzakvöld hér heima og í bústaðnum. En það er víst lítið mál að flytja þá á milli staða… þessi fæst hjá Pizzaofnar.is.

Það má svo sannarlega leyfa sér að dreyma – ég vona að þessi listi komi ykkur að góðum notum og veiti hugmyndir hvort sem það er til að gleðja þig sjálfa/n eða aðra ♡

HERBERGIÐ HENNAR BIRTU KATRÍNAR

Skrifa Innlegg