Gjafaleikur: Bitz Living

HeilsaHeimilið

Það er komið að virkilega fallegum gjafaleik hjá mér sem ég er búin að vera mjög spennt fyrir að deila með ykkur!

Í haust opnaði BAST – ný lífsstílsverslun á 1. hæð í Kringlunni. BAST er með fjölbreytt úrval af fallegri heimilis- og gjafavöru þar sem skandinavísk hönnun er áberandi. Sjálf hef ég mikinn áhuga á fallegum hlutum fyrir heimilið og er dugleg að safna mér í búið. BAST er strax orðin ein af mínum uppáhaldslífsstílsverslunum og er það einna helst vegna þess að þar fást vörurnar frá Bitz Living. Í samstarfi við BAST langar okkur að gefa einum heppnum lesanda veglegan pakka frá Bitz xx

Ég fór í BAST í vikunni og valdi vörur í gjafaleikinn. Ég hugsaði pakkann þannig að hann henti þeim sem eru að byrja að búa eða safna í búið og því er tvennt af hverjum hlut í stell – þó svo að allir geti að sjálfsögðu tekið þátt sem hafa áhuga á að eignast þessa fallegu hluti! Bitz er hönnun danska næringafræðingsins Christian Bitz og það er skemmtileg hugsun á bakvið alla hlutina í línunni, t.a.m. stærð diska út frá ráðlögðum skammti o.þ.h.


Gjöfin samanstendur af:

  • 2x Bitz diskum
  • 2x Bitz skálum
  • 1x Bitz eldfast mót
  • 2x Bitz göfflum
  • 2x Bitz hnífum
  • 2x Bitz skeiðum
  • Servíettupakka
  • Súkkulaði

Til að taka þátt:

1. Fylgið @bast.kringlan á instagram

2. Deilið þessari færslu

3. Skiljið eftir komment hér að neðan með fullu nafni 

Svo einfalt er það! (Ath. að það þarf að uppfylla öll skilyrðin til að komast í pottinn)


Dregið verður miðvikudaginn 20. desember

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Stofan: Koníakslituð pulla

HEIMILIÐ MITT

Ég er farin að halda að ég secret-i hluti og til mín. Ótrúlegustu hlutir sem ég hef hugsað um hafa komið til mín, eins og þessi pulla. Mig langaði ótrúlega í koníakslitaða pullu sem virtist jafnvel aðeins notuð. Akkurat eins og þessi að neðan. Pulluna fékk ég að gjöf frá BAST í Kringlunni. Ég vel allt af kostgæfni, en áður en ég þáði boðið vildi ég fá að skoða búðina fyrst til að sjá hvort mig raunverulega langaði í samstarf. Það skiptir ótrúlega miklu máli. Það er ekki hægt að segja já við öllu.. en um leið og ég kom í búðina sá ég að þetta samstarf hentaði mér fullkomlega. Ég sýni ykkur aðra færslu með vörum sem mér þóttu skemmtilegar úr búðinni.. en búðin er drekkhlaðin af ýmis konar vörum. Ég fór þrisvar í hana á tveimur dögum og sá alltaf eitthvað nýtt. Ástæðan fyrir því að ég kom svona oft var að ég var mjög óákveðin um hvað mig langaði í, en valið stóð á milli pullunnar, hnífaparasetts, indverskrar luktar, marmarabrettis, skurðarbrettis, salatskálar, pönnu sem gerir Egg Benedict, rúmfata, rúmteppis og svo mætti lengi telja.. haha… ég er ekki að grínast. Stundum er ekki gott að vera Vog.

Takk fyrir mig BAST! ♡
BAST er staðsett á neðri hæð Kringlunnar hjá Hagkaup.


Jólagjafalisti + BOSE afsláttakóði

Laugar SpaLífiðNikeSnyrtivörurTískaWorld Class

Nú er aðeins rúmur mánuður til jóla (!!) og flestir farnir að huga að jólagjöfum. Ég tók saman smá lista sem er blanda af bæði hlutum sem ég á eða mig langar í. Ég vona að þetta gefi einhverjum hugmyndir að gjöfum en hér neðar í færslunni leynast bæði afsláttakóðar og tilboð!

xx

 

1. Kaldi ullarhúfa og ullarlúffur – 66° Norður

Ég eignaðist þetta sett frá 66° fyrr í vetur og finnst það ótrúlega flott, fyrir utan hvað það er hlýtt!

2. Chanel Velvet Boy Bag – Chanel Boutique

Ég er forfallinn Boy aðdáandi og finnst velvet útgáfurnar mjög fallegar og öðruvísi.

3. Maria Black Jewellry – Húrra Reykjavík

Ég rakst á þetta skart á instagram hjá Húrra Reykjavík í vikunni og langar mikið í nokkra lokka úr línunni.

4. Laugar Spa BODY Mist – Laugar Spa

Sweet Amber er minn uppáhaldsilmur og ég baða mig í þessu spreyi alla morgna. Með kóðanum helgiomars fáiði 20% afslátt af öllum Laugar Spa vörunum í vefverslun.

5. Inika Organics varalitur – Lyf og heilsa

Persónulega nota ég sjaldan varaliti en ég eignaðist Nude Pink frá Inika í haust og hef notað hann óspart. Fullkominn nude litur og formúla sem heldur raka á vörunum. Ekki skemmir fyrir að vörurnar eru lífrænar.

6. Bose Soundlink Revolve Bluetooth ferðahátalari – Nýherji

Ég fékk Bose Soundlink ferðahátalara að gjöf frá Nýherja fyrir nokkrum mánuðum og hef notað hann alla daga síðan. Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að kveikja á honum og alltaf þegar ég er að koma mér í gírinn fyrir æfingu. Hljóðið er 360° og stærðin á honum er fullkomin til að ferðast með – bæði á milli herbergja heima sem og erlendis. Ég tók hátalarann bæði með mér til Miami og Kína svo hann hefur reynst mjög vel! Hátalarinn er einnig vatnsvarinn – tilvalinn í jólapakkann!

Afslátturinn er ekki lengur gildur: Kóðinn Birgitta gefur ykkur 15% afslátt af hátalaranum í netverslun Nýherja www.netverslun.is. Fyrr í haust var ég með afsláttarkóða af Bose SoundSport æfingaheyrnatólunum og vegna fjölda skilaboða um þau fékk ég þá í Nýherja til að virkja afsláttinn af þeim aftur! Sami kóði: Birgitta og hann færir ykkur 15% afslátt.

7. Gucci Survie Fox Fur Scarf – Gucci

Afar fallegur klútur með silfurref sem hentar vel yfir kaldari tímann.

8. Bitz diskastell og hnífapör – BAST Lífstíll Kringlan

Þrátt fyrir að búa enn heima er ég farin að huga að innbúi þegar ég eignast mína eigin íbúð og er ég dolfallin fyrir allri Bitz línunni. Hugsunin á bakvið hönnunina er skemmtileg og allir hlutirnir virkilega fallegir. Mér finnst svarta diskastellið ótrúlega flott og bæði gylltu og svörtu hnífapörin falleg í bland við. Bitz línan fæst í BAST í Kringlunni sem er ný lífstílsbúð á 1. hæð.

9. Nike Air Zoom Pegasus 34 – Nike

Mínir uppáhalds hlaupaskór í augnablikinu eru Pegasus frá Nike. Þeir veita góðan stuðning og eru með loftpúða í hæl og tábergi.

10. Gjafabréf í Betri stofu Lauga

Ég er nýkomin heim úr Laugar Spa þegar ég skrifa þessa færslu og það er alltaf jafn notalegt að fara þangað og slaka vel á. Fyrir jólin er 2 fyrir 1 tilboð á gjafabréfum í Betri stofuna í vefverslun: https://www.worldclass.is/vefverslun/tilbod/betri-stofan-adgangur-fyrir-tvostar/ Hvað er betra en að fá dekur í jólapakkann!

xx

Ég mun deila fleiri svona listum á næstunni og vona að þið getið nýtt ykkur þetta.

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

– FATAMARKAÐUR Á BAST –

ATBURÐIR

Laugardaginn 8. Nóvember ætlum við nokkrar stelpur að selja af okkur spjarirnar á Bast! Við ætlum að vera með allskonar föt, skó og aukahluti til sölu, bæði notað og lítið eða ekkert notað á góðu verði! Tilvalið að kíkja á fatamarkað og kíkja svo á Airwaves um kvöldið –

Við erum:

Þura Stína
Irena Sveinsdóttir
Matthildur Matthiasdóttir
Ásdís María Viðarsdóttir
Erla Franklín Gunnarsdóttir
Vigdís Birna Sæmundsdóttir
Gígja Hilmarsdóttir
Karin Sveinsdóttir
Rósa María Árnadóttir
Helga Dögg Ólafsdóttir

Kl. 14:00-18:00 // Meira HÉR

Bast er staðsett við hliðiná Bar 11 á Hverfisgötunni. Hlökkum til að sjá ykkur! !

//Sveinsdætur

BJÚTÍFÚL Í BAST

EDITORIAL

Þessi danski myndaþáttur heillar. Elska lúkkin öll fyrir eitt stíliseruð af Sarah Bojesen fyrir Bast-Magazine.

L O V E I T (!)

1463522_624681487574042_1702202178_n-1 1476517_624681490907375_2055892839_n 1426618_624681677574023_438154292_n 1471172_624681660907358_1961508687_n 1460972_624681614240696_960988939_n 1467397_624681604240697_222832035_n 560125_624681594240698_26930487_n 945808_624681554240702_923946317_n 1469814_624681544240703_2141046743_n 1460960_624681537574037_2134590625_n 1461585_624681527574038_1171945064_n 1469940_624681494240708_1328028314_n

Rúllukraga og leður er smart og mjög save.

Myndir: Gitte Post
Módel: Ulrikke Toft Simonsen
Makeup: Malene Kirkegaard
Stílisering: Sarah Bojesen

Meira: HÉR

xx,-EG-.