Ég er farin að halda að ég secret-i hluti og til mín. Ótrúlegustu hlutir sem ég hef hugsað um hafa komið til mín, eins og þessi pulla. Mig langaði ótrúlega í koníakslitaða pullu sem virtist jafnvel aðeins notuð. Akkurat eins og þessi að neðan. Pulluna fékk ég að gjöf frá BAST í Kringlunni. Ég vel allt af kostgæfni, en áður en ég þáði boðið vildi ég fá að skoða búðina fyrst til að sjá hvort mig raunverulega langaði í samstarf. Það skiptir ótrúlega miklu máli. Það er ekki hægt að segja já við öllu.. en um leið og ég kom í búðina sá ég að þetta samstarf hentaði mér fullkomlega. Ég sýni ykkur aðra færslu með vörum sem mér þóttu skemmtilegar úr búðinni.. en búðin er drekkhlaðin af ýmis konar vörum. Ég fór þrisvar í hana á tveimur dögum og sá alltaf eitthvað nýtt. Ástæðan fyrir því að ég kom svona oft var að ég var mjög óákveðin um hvað mig langaði í, en valið stóð á milli pullunnar, hnífaparasetts, indverskrar luktar, marmarabrettis, skurðarbrettis, salatskálar, pönnu sem gerir Egg Benedict, rúmfata, rúmteppis og svo mætti lengi telja.. haha… ég er ekki að grínast. Stundum er ekki gott að vera Vog.
Takk fyrir mig BAST! ♡
BAST er staðsett á neðri hæð Kringlunnar hjá Hagkaup.
Skrifa Innlegg