fbpx

BAST ER 2 ÁRA ♡ AFMÆLISHELGI & AFSLÁTTUR

Fyrir heimiliðSamstarf

Um helgina fagnar verslunin BAST í Kringlunni 2 ára afmæli sínu og heldur upp á það með stæl ♡

Á morgun, laugardag verða í boði léttar veitingar, leikur með óvæntum vinningum frá kl. 13.00 og einnig verður 20% afsláttur af öllum vörum um helgina 2. – 3. nóvember. Í samstarfi við BAST tók ég saman mínar uppáhalds vörur úr versluninni – eitthvað af listanum á ég nú þegar og annað hefur setið lengi á óskalistanum eins og blómavasinn með messing lokinu, ásamt því að ég er spennt fyrir nýju gerviblómunum – sjáið Euacalyptus kransinn, algjört æði! Síðast en ekki síst má ég varla að gleyma að hér býr eitt af mínum uppáhalds merkjum sem ég er að safna, en það er Bitz stellið góða.

Ég mæli svo sannarlega með því að kíkja við í BAST um helgina og nýta þennan góða afslátt. Hér má finna fallegar vörur fyrir alla fagurkera. Til hamingju með afmælið BAST ♡

 

Allar vörurnar hér að ofan eru á 20% afslætti um helgina – ásamt öllum öðrum vörum í verslun.

BAST er staðsett á neðri hæð Kringlunnar / hjá Hagkaup inngangi.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

DÖKKT & DJÚSÍ Í GAMALLI SÚKKULAÐIVERKSMIÐJU

Skrifa Innlegg