fbpx

Nýja heima: Ýmsar hugleiðingar

HeimiliðLífið

Eftir að ég deildi því með ykkur að ég hefði verið að festa kaup á minni fyrstu íbúð hef ég fengið ótrúlega mikið af skilaboðum þar sem þið eruð spennt að fá að fylgjast með þegar ég kem mér fyrir.

Mér finnst gaman að finna fyrir þessum áhuga þar sem ég er sjálf svo ótrúlega spennt fyrir þessu öllu enda alveg að byrja á byrjun að búa. Það er margt sem þarf að huga að – ég á ekki einusinni rúm! Mig dreymir um ýmsa fallega hluti, húsgögn og muni en það þarf allt að koma með tímanum enda ekki ókeypis að kaupa sér íbúð eða hluti í búið – ég er að reyna að sigta út hverju ég byrja á og hvað bíður betri tíma.

Ég er ekki að stressa mig að flytja þar sem mamma og pabbi vilja helst ekkert að ég flytji að heiman, haha, þannig að ég vil frekar koma mér vel fyrir í rólegheitum. Ég er að byrja á að kaupa mér helstu hlutina; rúm, sófa, borðstofuborð og stóla – en svo er auðvitað margt sem mig langar í og fær að bætast við með tímanum.

Ég hef verið dugleg að deila á snapchat & instagram þegar ég er að skoða og velta fyrir mér hlutum í tengslum við íbúðina en langaði að setja smá update hingað líka. Persónulega finnst mér sjálfri svo gaman að fylgjast með svona hjá öðrum þannig mér datt í hug að gefa aðeins ítarlegri update hér heldur en ég deili í story!


Það sem ég var alveg ákveðin í er að mála alla íbúðina. Heima er herbergið mitt allt málað í dökkum grábrúnum lit sem Rut Kára valdi – bæði veggirnir og loftið. Ég var frekar smeik við að hafa loftið líka litað en núna get ég ekki ímyndað mér annað! Það verður svo fallegt flæði og þessvegna var ég alveg viss um að það fyrsta sem yrði gert væri að mála allt.

Ég fór í Slippfélagið og skoðaði nokkra liti og fékk síðan fullt af prufum með mér heim. Ég dundaði mér svo einn daginn við að mála þessar litaprufur á veggina. Ég deildi þessu öllu í instagram story og setti upp könnun um litina sem yfir 2.000 manns tóku þátt í – ég fékk líka í kjölfarið fullt af skilaboðum frá ýmsum aðilum með skoðunum á litum og einnig myndum af þessum litum á þeirra heimilum sem ég hafði mjög gaman að og hjálpaði mér við valið. Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að mála alrýmið í litnum Sandur, bæði veggi og loft, og síðan svefnherbergið og ganginn í litnum Hekla, líka veggi og loft, en báðir litirnir eru úr Slippfélaginu. Það verður byrjað að mála á fimmtudaginn og ég get ekki beðið.

Ég hef áður skrifað um Bitz vörurnar sem mig dreymir um. Mamma er með bæði Bitz diska og hnífapör heima og er ég ótrúlega hrifin af þessum vörum og hugsuninni á bakvið þær. Ég fór í smá samstarf með lífsstílsversluninni BAST í vetur þar sem við gáfum risa pakka frá Bitz hér á Trendnet og vissi ég því alveg hvert ég ætti að leita núna þegar mig vantaði stell og fleira í búið. Ég kíkti í BAST fyrir helgi og fékk að velja mér nokkrar dásemdir í búið. Diskar og hnífapör frá Bitz, glös frá Lyngby og handklæði frá Södahl var meðal þess sem kom með mér heim. Ég hlakka ótrúlega til að byrja að elda og leggja á borð og geta þá sýnt ykkur þessar fallegu vörur betur.

Ég notaði svo helgina í að raða í eldhússkápana og koma nokkrum vörum fyrir í eldhúsinu sem ég hef sankað að mér síðustu ár.

Ég fór á nokkra staði í leit að gardínum en ég var alveg með það ákveðið í hausnum hvernig gardínur mig langar í. Það eru núþegar hvítar strimlagardínur í íbúðinni þannig ég veit að gardínur ættu kannski ekki að vera svona ofarlega á forgangslistanum í íbúðina en fyrir mér skipta þær miklu máli þar sem þær munu ramma íbúðina svo vel inn og gera mikið þar sem gluggarnir eru mjög stórir. Eftir að íbúðin verður máluð passa hvítu strimlagardínurnar eigilega ekkert við og þessvegna ákvað ég að nýjar gardínur væru á innkaupalistanum núna í byrjun.

Ég fann loksins efnið sem mig langaði í í Bazaar Hlíðarsmára. Þær eru einsog hör í dökk grábrúnum lit (sjá hér). Fyrir utan að þarna fann ég akkúrat það sem mig langaði í þá fékk ég mjög góða þjónustu og var Jóhanna í Bazaar svo yndisleg að koma til mín niður á Vatnsstíg að mæla áður en hún gaf mér tilboð í efni og uppsetningu.

Ég var heillengi að skipta um skoðun á hvernig ég ætla að raða upp alrýminu og því hefur þetta málband á gólfinu fylgt mér síðustu daga þar sem ég fer á milli húsgagnabúða að mæla húsgögn og svo heim að mæla fyrir þeim.

Það er ótrúlega margt sem ég hef augastað á í Módern enda endalaust úrval af fallegum vörum þar. Það eru nokkrir hlutir þar sem mig langar að kaupa mér seinna meir, einsog barborð, bekkur og fleira sem er ekki í forgangi núna til að byrja með. Eplið fellur ekki langt frá eikinni en einsog með diskastellið þá er fleira heima hjá mömmu sem mig langar sjálfri í. Mamma er með risastóran 110cm spegil heima sem ég er dolfallin fyrir en hann gerir mjög mikið fyrir rými. Mamma er með spegilinn í rosegold en ég fór í Módern og fékk að velja mér spegilinn í black. Mig vantaði líka ílangan whole body spegil á ganginn og sá þennan hjá þeim. Ég sá strax að þessi spegill væri fullkominn inn hjá mér þar sem metal ramminn tónar vel við litapallettuna og ég elska grófa lookið á honum. Speglarnir fara klárlega strax upp þegar það verður búið að mála!

Ég er búin að kaupa mér sófa en ég endaði á að kaupa Barcelona sófa hjá Seimei í dökkbláu flaueli! Sófinn var ekki til á lager og kemur því ekki fyrr en eftir um mánuð og er ég mjög spennt að sjá hvernig hann kemur út í rýminu en mér finnst ég vera mjög djörf að taka bláan sófa – ég er öll í hvítu, brúnu og gráu haha.

Ég var síðan búin að hafa augun á bæði borðstofustólum og barstólum í versluninni Heimili og hugmyndir en allt þar inni er akkúrat í þeim stíl sem ég er að leitast eftir að hafa heima hjá mér. Ég ákvað að byrja á að kaupa fjóra borðstofustóla og tvo barstóla og bæta svo fleirum við seinna. Ég valdi mér svo líka borðstofuborð í Heimili og hugmyndir en ég var ekki lengi að ákveða að mig langaði í kringlótt borðstofuborð. Það er einsog svo margt annað væntanlegt eftir nokkrar vikur og bíð ég spennt.

Mamma og pabbi vilja halda rúminu mínu í herberginu heima þannig ég þurfti að finna mér nýtt. Ég hef alltaf átt rúm úr Svefn&Heilsu og kom því ekkert annað til greina þegar ég fór að skoða og velja mér nýtt rúm. Ég fékk nýtt rúm fyrir u.þ.b. tveimur árum og þá skipti ég yfir í dýnu sem heitir Saga og ég elska! Rúmið mitt heima er 160cm en fyrst ég þarf að kaupa mér nýtt ætla ég að fá mér 180cm dýnu. Ég er með svartan leðurbotn en sá núna dökkgráan botn úr einhverskonar efni sem ég ætla að velja núna. Rúmið kemur um miðja næstu viku og get ég þá vonandi gist fyrstu nóttina á nýja heimilinu.

Mig hefur lengi langað í fallegan rúmgafl og þar sem það passar svo vel í svefnherbergið og rúmið verður uppvið vegg fór ég að skoða rúmgafla líka. Það er mikið úrval af göflum í Svefn&heilsu en gaflarnir í sama gráa lit og efni og botninn ég sem valdi mér finnst mér æðislegir. Ég held ég sé ákveðin í þessum hægra megin!


Spennt flutningakona kveður í bili xx Ef þið viljið fylgjast með “í beinni” þá er ég að deila flestum mínum heimilispælingum og framkvæmdum í story á instagram og snapchat @birgittalif

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Nýja heima

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

    • Birgitta Líf

      28. February 2018

      Takk elsku Elísabet xx