Páskarnir okkar

FallegtLífið MittTinni

Við fjölskyldan áttum alveg frábæra páska sem einkenndust af mikilli heimaveru, tiltekt og leti – fullkomið! Ég var einstaklega dugleg að prófa mig áfram með nýju myndavélina sem ég var að fá í láni frá Nýherja – nú er ég komin með mega græju Canon EOS 100D.

Hér sjáið þið brot af því besta hjá okkur í páskafríinu – varúð það er mikið af barnamyndum framundan ástfangna mamman missti sig aðeins ;)páskar23Á fyrsta degi frísins bjó sonur minn til bangsaland í rúmminu sínu. Hann heimtaði að fá alla bangsana sína inní herbergi og henti þeim svo einum í einu í rúmmið sitt. Svo þegar hann var búinn að ganga úr skugga um að allir bangsarnir væru komnir í heimtaði hann að fara til þeirra og þarna sat hann og las og lék sér allt fríið.páskar22Ég stútfyllti heimilið af lifandi blómum, páskaliljur, greinar og gulir túlípanar einkenndu heimilið um páskana. Mér finnst ekkert fallegra en að hafa lifandi blóm inná heimilinu og ég er mjög dugleg að kaupa mér blóm eða hvetja kallinn til að gefa mér.páskar21Páskagreinar með fallegum eggjum sem tengdó gaf okkur.páskar20Tinni Snær fékk þennan fína hægindastól úr IKEA í páskagjöf frá foreldrum sínum – í staðin fyrir páskaegg. Þessi verður ábyggilega ekki hvítur lengi ef ég þekki minn mann rétt.páskar19Túlípanar eru uppáhalds blómin mín – finnst ekkert fallegra. Ég er harðákveðin í því að þegar ég gifti mig verður blómvöndurinn minn úr hvítum túlípönum.
páskar18 páskar17Það er fátt páskalegra en pastellitir ég fékk þessi flottu kerti frá Duni gefins fyrir páska og fannst upplagt að festa þau ofan á iittala kertastjakana til að breyta smá til.
páskar16Sætilíus :)páskar15Tinni Snær með sápukúlugræjuna sem hann fékk frá ömmu sinni og afa þegar þau komu frá Ameríku.páskar14Á páskadag skelltum við Tinni Snær í dýrindis brunch sonurinn vildi þó gera lítið annað en að borða ost – barnið gæti borðað heilt oststykki án þess að blikka!páskar13Ég er ástfangin af skýjabakkanum sem ég nota hér undir ostinn sem ég fékk í Hrím Eldhús.páskar12Þessum fannst páskaeggið mjög spennandi eins og sést á næstu myndum!páskar11 páskar10 páskar9Lesa málsháttinn:)páskar8Á páskadag fórum við í kalkún til mömmu og pabba – það er fátt betra en góður kalkúnn og allt meðlætið!!!
páskar7Sætar kartöflur – mmm svo gott :)páskar6Tinni Snær og langamma sín :)páskar5Tinni Snær og mamma sín. Sonurinn heldur hér á einni uppáhalds myndinni okkar Frozen sem við erum búin að horfa ansi oft saman á yfir páskana – kærkomin breyting frá Aulanum Ég ;)páskar4Tinni Snær og amma og afi.páskar3Bróðir minn og fallega kærastan hans:)páskar2Aðeins að lita á milli rétta.páskarTinni Snær og Langi sinn :)

Frábærir páskar að baki ég er alveg endurnærð eftir frábært frí. Ég elska páskana þá getur maður alveg farið í frí maður er ekki á fullu að kaupa gjafir eða þrífa og getur bara notið þess að liggja með tærnar uppí lofti!

Vona að þið hafið átt frábæra páska***

EH

Litaður eyeliner við bleikar varir

AuguÉg Mæli MeðEyelinerLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í SnyrtibuddunniSmashboxSS14

Ég er alveg húkkt á Always Sharp eyelinerunum frá Smashbox þessa dagana. Ég nota yfirleitt ekki mikið vax eyelinera helst af því mér finnst svo leiðinlegt að ydda þá, skrúfblýantar eru skárri en þá þarf svo sem líka að ydda. Ég fékk þennan flotta græna lit úr 3D línunni af eyelinerunum sendann frá Smashbox. Í 3D linerunum er smá glimmer og sansering í formúlunni sem skilar sér í fallegri áferð á eyelinernum. En Always Sharp Eyelinerarnir frá Smashbox þarf aldrei að ydda – hann yddar sig sjálfur um leið og maður skrúfar á hann lokið – þetta er snilld ogeyelinerinn er alltaf eins.

Liturinn finnst mér fara mínum brúnu augum vel um daginn skellti ég í þessa einföldu augnförðun með græna litnum og fannst upplagt að setja bleikan gloss sem ég fékk í goodiebag við förðunina.

grænneyeliner6

Litrík og sumarleg förðun sem er fullkomin fyrir morgundaginn!

grænneyeliner2

Vörurnar sem eru í aðahlutverki:

Gloss: Lip Enhancing Gloss frá Smashbox í litnum Pop
Eyeliner: Always Sharp Eyeliner frá Smasbox í litnum Pacific

grænneyeliner

Oddurinn á eyelinernum verður alltaf svona eftir að þið hafið skrúfað tappann á hann. Ég geri ráð fyrir því að það sem hann yddar af sitji eftir efst í tappanum – án þess að vita það 100% – gæti líka verið að hann þrýstist bara niður svo ekker fari til spillis.

grænneyeliner5

Að nota svona bartan eyeliner undir augun gerir það að verkum að það birtir svo sannarlega yfir þeim. Til að stækka augnsvæðið enn meira gætuð þið svo notað flatan förðunarbursta og dregið línuna aðeins útmeð auganu og sett þannig smá spíss á hana – gæti komið vel út með þessum eylinerum þar sem þeir eru mjúkir og einfalt að vinna með þá:)

EH

Vikan mín í naglalökkum

& Other StoriesDiorLífið MittmaybellineneglurOPISnyrtibuddan mín

Fyrir stuttu síðan deildi ég mynd af naglalakkaskúffunni minni á Instagram – ég á nokkur stykki og ég er rosalega dugleg að skipta um liti. Litirnir sem ég vel eru mikið tengdir skapinu sem ég er í, viðburðinum sem ég er að fara á eiginlega skiptir mig engu máli hvort lakkið passi við dressið mitt. Naglalökk eru í mínum huga ómissandi fylgihlutur og mér líður eiginlega bara eins og hendurnar mínar séu naktar ef ég er með hreinar neglur. En ef ég er ekki með neinn lit þá er ég yfirleitt með einhvers konar næringu eða styrkingu á nöglunum.

IMG_6344

Mér datt í hug í gærkvöldi að setja saman vikuna mína sem er framundan í nöglum og sjá hvernig útkoman yrði:)

Þriðjudagur:

vikanínaglalökkum7

Ég er ekki mikill aðdáandi þriðjudaga bara alls ekki. Mánudaga get ég alveg þá tek ég daginn með trompi og hef vinnuvikuna af miklum krafti. Þrátt fyrir að þessi þriðjudagur sé eiginlega eins og mánudagur er ekkert að hjálpa mér ég bara einfaldlega get ekki þriðjudaga. Því ákvað ég að hrista aðeins upp í hlutunum og vera með lökk úr nýju Stipped Nudes naglalakkalínunni frá Maybelline – grunnliturinn er Bare it all nr. 225 og glimmeryfirlakkið heitir Undress to Impress nr. 230. Mér finnst þetta bara koma nokkuð vel út og ég sit hér ánægð með fínar neglur og skrifa þessa færslu.

Miðvikudagur:

vikanínaglalökkum2

Á morgun er ég að fara í þrítugsafmæli hjá einni af mínum bestu en þessi litur minnir mig bara svo mikið á hana og því ætla ég að skarta honum í veislunni sem er annað kvöld. Ég hef hins vegar ekki hugmynd um hverju ég ætla að klæðast það er seinni tíma vandamál – naglalakkið er komið! Þetta er liturinn Suizis Hungary Again úr Evrópu línunni frá OPI sem kom í sölu síðasta sumar. Virkilega flottur litur en það er svipaður í sumarlínu þessa árs Brazil.

Fimmtudagur:

vikanínaglalökkum4

Ég er óð í pastelliti! Þetta er eitt af lökkunum sem mamma mín kom heim með fyrir mig frá USA. Essie er eitt af mínum uppáahalds naglalakkamerkjum – litirnir finnast mér alltaf svo fallegir. Þetta lakk er reyndar pastelgrænt en það virðist aðeims of blátt á myndinni – á hópmyndinni neðst í færslunni sjáið þið betur hvernig það er á litin. Mér finnst þetta lakk fullkomið fyrir sumardaginn fyrsta!

Föstudagur:

vikanínaglalökkum

Ég kíkti aðeins á veðurspánna og veðrið er nú ekkert sérstakt hér á föstudeginum, rigning og skýjað… Mér fannst ég þurfa þá að taka það á mig að vera með bjartan lit til að lýsa upp leiðindaveðrið og valdi því naglalakkið Birrus Rust frá & Other Stories til að lífga uppá daginn. Þetta er mjög skemmtilegt appelsínugult lakk með sanseraðri áferð. Þetta keypti ég þegar ég fór til Kaupmannahafnar í byrjun ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem ég nota lakkið en ég var alveg búin að gleyma því þangað til ég fór að taka til í skúffunum mínum.

Laugardagur:

vikanínaglalökkum3

Ég elska þennan lit úr vorlínunni frá Dior. Ég elska naglalökkin frá þessu merki að mínu mati er burstinn í Dior lökkunum sá allra besti sem finnst. Hann er flatur og kúptur og án gríns þá er þetta eina lakkið sem þekur í einni stroku. Ég er með þennan lit á nöglunum í nýjustu sýnikennsluvideounum en margar ykkar hafa tekið eftir honum og spurt mig útí hann. Ef þið rýnið vel á glasið þá sjáið þið að hann er mikið notaður. Liturinn heitir Porcelaine og er nr. 204.

Sunnudagur:

vikanínaglalökkum5

Þetta naglalakk er eitt af mínum uppáhalds! Það var hluti af haustlínunni frá Dior og seldist hratt upp og því miður þá er það ekki í föstu úrvali en það voru að koma fullt af nýjum litum hjá Dior sem ég segi ykkur betur frá á næstu dögum. Mér finnst þessi litur alltaf eiga vel við og það er smá sunnudagsfílingur í honum. Liturinn heitir Destin og er nr. 382.

vikanínaglalökkum8

Hér sjáið þið svo öll lökkin í röð á nýja fína snyrtiborðinu mínu sem ég eyddi páskunum í að raða á og flokka allt dótið mitt. Ég sýni ykkur betri myndir af því á morgun!

Nú er best að ég fari að skella á mig lakkinu fyrir morgundaginn ;)

EH

Karl Lagerfield Coffee Table Book

Ég Mæli MeðFyrir HeimiliðIlmirLífið MittNýjungar í Makeup-i

Fyrir nokkrum vikum fór ég á kynningu í tilefni þess að nýju ilmvötnin hans Karl Lagerfelds væru að koma í sölu á Íslandi. Þetta var ótrúlega flott kynning og í lok hennar fengum við sem vorum boðin glas af ilmvatninu – ég fékk dömuilminn og prufu af herrailminum og þessa skemmtilegu bók sem heitir The World According to Karl. Bókin er ótrúlega skemmtileg og ekta svona Coffee Table Book eða svona bók sem maður vill hafa til sýnis á heimilinu – mín er það alla vega.

Bókin er að sjálfsögðu skrifuð af Karl Lagerfeld sjálfum og er mjög flott en hún inniheldur svona quotes frá meistaranum – mörg eru skemmtileg en önnur eru dáldið sérstök.
karlbók8

Ég smellti svo af nokkrum myndum af bókinni sjálfri til að gefa ykkur tilfinningu fyrir því hvernig hún væri. Ég ákvað að tékka á því hvort bókin væri fáanleg á almennum markaði og komst að því að það er hægt að fá hana á Amazon auðvitað – fæst HÉR.

En svo ég komi mér nú líka að nýju ilmunum frá Karl Lagerfeld. Þá komu í sölu núna nýlega nýr dömu- og herrailmur frá Karl Lagerfeld. Báðir ilmirnir eru mjög góðir – dömuilmurinn er blómkenndur og ferskur en herra er mjög kryddaður. Stundum hef ég pælt mikið í því að prófa að nota herrailmi sem mér finnast góðir. Herrailmir geta oft hentað vel sem kvöldilmir sérstaklega ef þeir eru kryddaðir og djúpir. Ég byrjaði einmitt að pæla í þessu þegar ég fann herrailminn frá Karl Lagerfeld en ég er eiginlega hrifnari af herrailminum en dömu – já hann er svona góður!

Það eru auðvitað engar reglur þegar kemur að því hvað er fyrir konur og hvað er fyrir karla maður ætti einmitt bara að finna ilmvatn sem hentar manni vel og manni líkar vel við.

En á myndinni hér fyrir neðan sjáið þið dömuilminn. Herrailmurinn er í mjög svipaðir flösku nema hún er lengri og hún er svört. Mér fannst líka mjög sérstakt þegar ég sá að það er ekki sama fólkið sem gerir dömu- og herrailminn sem skýrir það hve ólíkir þeir eru en það sem sameinar þá þó er að þeir eru báðir karakterar og endurspegla því Karl sjálfan.

karlbók9

Christine Nagel og Serge Majoullier hönnuðu dömuilminn sem býr yfir andstæðum af ferskum blómum í topp ilmsins. Hann mýkist svo í miðjunni með ferskju og Frangipani blómi en grunurinn samanstendur af sensual musk og svörtum amber viðartónum. Það sem þetta þýðir er að það fyrsta sem þið finnið er angan af blómum, smám saman verður ilmurinn svo mýkri en blómailmir eru oft mjög frísklegir. Þegar þið venjist þeim ilmum finnið þið að smám saman verður ilmurinn dýpri því þá eruð þið farnar að finna viðartónana.

Að lokum set ég með smá tips frá mér hvernig þið eigið að leita ykkur að ilmvatni. Þegar þið spreyið á testspjöldin í verslunum ekki sveifla því við nefið ykkar – leggið það uppvið nefið og dragið andann djúpt að ykkur og finnið alla tónana í einu. Þannig finnið þið hvernig ilmurinn er í raun. Ef þið notið hina aðferðina náið þið ekki að njóta allra tónanna oftast finnum við bara grunntóninn en við eigum að upplifa þá alla í einu ;)

Mæli með að þið kíkið á þessa ilmi ef ykkur eða ykkar heittelskaða vantar nýjan ilm. Eða gera eins og ég að prófa herrailminn og sjá hvernig ykkur líður með hann.

EH

Afsláttur af Sleek fyrir lesendur Reykjavík Fashion Journal

Ég Mæli MeðmakeupMakeup ArtistNýtt í SnyrtibuddunniSnyrtibuddan mínVarir

Vonandi hefur ekki farið framhjá neinum að Sleek snyrtivörurnar fást nú í íslenskri vefverslun – haustfjörð.is . Vinkona mín – förðunarsnillingurinn á Akureyri hún Heiðdís Austfjörð opnaði vefverslun um páskana þar sem hún selur vörur frá merkinu. Það var Heiðdís sem kynnti mig upphaflega fyrir vörunum og á þónokkrar vörur frá því en ég hef alls ekki verið nógu dugleg að nota þær eða fjárfesta í nýjum. Því verður hér með kippt í lag.

Mig langar að sýna ykkur eina af mínum uppáhalds vörum frá merkinu en það er varalitur sem ber nafnið Mulberry og er hrikalega flottur litur og ekta litur fyrir mig og ykkur sem eruð hrifnar af dökkum litum!

mulberry

Ég kíkti inná vefverslunina í gær og kolféll fyrir tveimur vörum sem ég festi kaup á. Þetta eru varalitir eða varagloss sem kallast Matte Me og eins og nafnið gefur til kynna gefa þau mattandi áferð á varirnar. Ég fékk mér þessa liti og ef mér líst vel á þá þá held ég að ég verði að eignast fleiri. Þessi minna mig á Velvetines varaglossin frá Lime Crime sem ég var einmitt að kaupa líka um daginn – hlakka til að bera vörurnar saman – Sleek litirnir eru á mun betra verði:)

96078778-1_1Liturinn heitir Party Pink og fæst HÉR.96078716-1_1Liturinn heitir Fandango Purple og fæst HÉR.

Ég hvet ykkur til þess að kíkja á vefverslunina sem er HÉR og næla ykkur í eitthvað fallegt og fá smá afslátt en lesendur mínir fá 10% afslátt með því að nota kóðann trendsleek – algjör snilld en verði eru reyndar rugl góð en varalitirnir sem ég splæsti í kosta 1490kr og ég fékk fría heimsendingu. Ég hvet ykkur sérstaklega til að skoða I-Divine augnskuggapalletturnar.

au_naturel_96017791Ég er hrifnust af þessari hér fyrir ofan sem heitir Au Naturel og fæst HÉR – útfrá notagildi þá er þessi mjög eiguleg og ég þarf eiginlega að athuga ofan í skúffur hjá mér hvort ég eigi hana nokkuð annars þarf ég að eignast hana. Palletturnar kosta litlar 2390 kr og þær eru mjög veglegar og miðað við gæði þá er þetta verð hlægilegt!

Eins og ég segi þá hef ég sjálf prófað vörurnar og svo hef ég heyrt Heiðdísi lofa þessar vörur hástert síðan ég kynntist henni. Þetta eru mjög flottar og góðar vörur og eru frábær viðbót í flóruna hér á Íslandi.

Munið trendsleek og vefverslunina finnið þið undir haustfjord.is eða HÉR.

Góða skemmtun í verslunarleiðangrinum ;)

EH