Hárvörur fyrir krullurnar mínar

Ég Mæli MeðHárLífið Mitt

Ég lofaði umfjöllun um hárvörurnar sem ég fékk mér fyrir nýkrullaða hárið mitt. Þær eru nokkuð margar en ég ákvað þó að gera færsluna frekar lengri en styttri bara til að útskýra vel hvernig ég nota þær…

hárvörurkrullur

Fyrsta hárráðið sem ég fékk var að nota gott rakasjampó. Permanentið þurrkar víst upp hárið og það þarf raka en ef það verður of þungt þá geta krullurnar lekið úr. Annað sem ég fékk að heyra var að það væri ekki ráð að nota djúpnæringu í hárið í einhverjar vikur eftir að permanentið er sett í svo hárið verði ekki of þungt.

hárvörurkrullur2

Hárfroður eru ómissandi í krullurnar mínar – það er þvílíkur munur á þeim þegar ég nota froðu og þegar ég gleymi því. Sassoon froðuna nota ég mest – ég fékk að heyra það að hún væri bara langbest og ég fýla hana í botn. Froðan er mjög létt og mjúk (minnir mig á hvíta kremið sem er inní Staur namminu).

hárvörurkrullur4

Ég set smá af froðunni í lófan dreifi á milli handanna og klíp uppí rakt hárið – þegar ég er búin að þurrka það með handklæði og greiða í gegnum það. Ég hef líka prófað að nota salt sprey en mér finnst froðan eiginlega betri – hárið verður alla vega líflegra.

hárvörurkrullur5

Uppáhalds hárolían mín er ómissandi – þessa hef ég ofnotað síðan ég prófaði hana fyrst en þetta er flaska nr. 3 sem ég var að byrja á núna. Hún ilmar svo vel og hárið mitt verður svo fallegt með hana í hárinu – ég hef prófað margar aðrar hárolíur en engin af þeim hefur hentað hárinu mínu. Ég set þessa bara í enda hársins – ég á svo reyndar létt glanssprey af sömu tegund sem ég nota yfir hárið áður en ég fer út að gera eitthvað skemmtilegt.

hárvörurkrullur8

OK… hárið verður miklu flottara þegar ég blæs það svo núna þarf ég að venja mig á að blása það alltaf – þetta er allt að koma hjá mér. Ég átti ansi gamlan hárblásara sem saug inní sig hárið mitt, flækti það inní sig og brenndi það – þett var mjög slæmt ástand og gerði það að verkum að ég nennti ekkert að vera að blása það. En nýji blásarinn er gargandi snilld!!!

hárvörurkrullur9

Annað verkfæri sem er ómissandi fyrir krulluhausa eins og ég er núna er dreifari – þessi græja fer framan á hárblásarann og þegar ég blæs hárið þá legg ég það ofan á hann – venjulega halla ég mér fram og hvolfi hárinu niður og læt það í dreifrarann. Krullurnar mínar fá mjög fallega lyftingu og krullurnar verða meira áberandi.

hárvörurkrullur3

Í ábyggilega fjögur ár höfum við parið nánast bara notað þetta hársprey sem við fáum í H&M í Svíþjóð. Við kaupum venjulega nokkur í einu og svo eru umbúðirnar svo rosalegar að það endist fáránlega lengi. Þetta er rugl gott hársprey og það heldur hárinu virkilega vel – besta við það er hvað það er ódýrt, versta er að það er ekki til hér…

hárvörurkrullur6

Ég dýrka þurrsjampó – besta ráð til að fá lyftingu í hárrótina sem ég get gefið er að nota nóg af þurrsjampói í hársvörðinn og nudda því vel í hann á eftir. Þetta þurrsjampó frá Sebastian skilur ekki eftir sig hvítan lit og ég get seinkað hárþvotti um svona tvo daga með því að nota það – það er heldur ekki mælt með því að það sé notað lengur en það.

hárvörurkrullur7

Hér sjáið þið fína hópmynd af vörunum sem fást allar á hárgreiðslustofum eins og Sjoppunni, reyndar fæst Sassoon froðan ekki á mörgum stofum en t.d. fæst það í Kompaníinu. Hárspreyið fæst svo auðvitað í Svíþjóð;)

krullur!

Þó þetta líti auðvitað út fyrir að vera heljarinnar mál þá venst þetta fljótt og í alvörunni þá er þetta ein besta ákvörðunin sem ég hef tekið sem tengist hárinu mínu. Ef þið eruð að pæla í að fá ykkur permanent gerið það þá!! Hárið mitt er miklu líflegra, miklu meðfærilegra og í alvörunni þá flækist það síður.

Á fyrsta degi eftir hárþvott þá eru krullurnar mjög flottar og greinilegar á næsta degi eru þær aðeins minna greinilegri en ég er með milka lyftingu í hárinu – ég reyndar er líka bara með spreybrúsa með vatni við vaskinn og bleyti stundum hárið aðeins til að laga til krullurnar.

EH

Mín förðun: SS14 hjá AndreA Boutique

FallegtFashionÍslensk HönnunLífið MittlorealMakeup ArtistMitt Makeup

Fyrir stuttu síðan farðaði ég fyrir lookbook myndatöku fyrir hina yndislegu Andreu Magnúsdóttur, fatahönnuð og eiganda verslunarinnar Andrea Boutique. Ég hef nú nokkrum sinnum fengið að vera með í myndatökum hjá henni og þá aðallega verið að dást að fötunum og taka baksviðsmyndir en nú var komið að mér að sjá um förðunina.

Hér sjáið þið nokkrar myndir úr myndatökunni….

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir
Stílisti og hönnuður: Andrea Magnúsdóttir
Fyrirsætur: Ágústa Ósk og Magdalena Sara
Förðun og hár: ég – með vörum frá L’Oreal
Föt og skart: AndreA Boutique
Sokkar & Sokkabuxur: Oroblu

1013593_10152358315600520_7659069469157517507_n10154067_10152346937840520_8801034078252083069_n 10252143_10152346937855520_7489141100441263242_n 1237860_10152346936725520_2053755463955333774_n 10157166_10152349103650520_6612618421741888389_nMér finnst þessir krosssniðnu bolir ótrúlega flottir. Þeir eru til í nokkrum mismuandi litum og printum.10259336_10152357896480520_6783943206890752407_n 1897793_10152357896100520_6947636385944620796_n 10155178_10152349111340520_8861550492627446263_n 10177890_10152346933350520_7763442215311450236_nÓli maðurinn hennar Andreu gerði þetta print sem þið sjáið á samfestingnum sem Ágústa er í. Óli er grafískur hönnuður og setur upp öll printin fyrir hana Andreu – þau eru algjört power couple þessi tvö!1964826_10152346932175520_8243085294092902305_n 10007001_10152346931905520_5506511089813010363_n 10003384_10152346935245520_7173442714188781948_n-1Ég er ennþá að reyna að átta mig á því hvernig mér tókst að gera þessa fínu fléttu í Magdalenu – það tók tvær tilraunir en þetta gekk upp á endanum með smá þolinmæði.10247232_10152346934005520_7339037701576115416_nÉg á kögurjakkann í svörtu og ég dýrka hann – hann er væntanlegur í búðina innan skamms.
1558439_10152346932735520_1038336628358129212_n 10150561_10152346936370520_4330718858906853781_nMér finnst þessi þvottur á mínu uppáhalds sniði frá LEE – Scarlett – alveg ótrúlega flottur og sumarlegur.923561_10152346936965520_3589676687737156337_nÓli hennar Andreu hannaði líka þetta print – sjálf á ég þennan kimono en ég keypti hann fyrir nokkru síðan. Mér finnst hann ótrúlega fallegur og fullkomin flík til að vera í yfir plain kjól og gera hann fínni. Smell passar líka inní kimono tískuna sem er allsráðandi núna :)

Ég var alltof löt að taka baksviðsmyndir í þetta sinn en hér eru þó fjórar sem mér fannst skemmtilegar af þeim fáu sem ég tók…

baksviðsandrea baksviðsandrea2 baksviðsandrea3 baksviðsandrea4

Frábært teymi og aðdáun mín á Andreu og Aldísi er svo mikil og ég hreinlega dýrka að vinna með svona hæfileikaríkum konum – þær tvær eru algjörir gullmolar! Ég var eiginlega að fá að stela þessari mynd sem ég tók einmitt af þeim vinkonunum í smá ljósatesti – það er líka gaman að leika sér smá í myndatökum:)1975123_10152320572734555_6378253996995248889_nÞessar eru yndislegar og ég er svo þakklát fyrir að eiga þær að og að fá að vinna svona oft með þeim:)

Hvet ykkur til að gera ykkur leið í Hafnafjörðinn í AndreA Boutique til að skoða úrvalið af fallegum flíkum betur. Það getur þó verið hættulegt fyrir veskið – alla vega hef ég aldrei farið tómhent þaðan út.

EH

Uppáhalds maskarinn í augnablikinu!

Ég Mæli MeðLífið MittlorealmakeupMakeup ArtistMaskararMyndböndNýjungar í Makeup-iNýtt í SnyrtibuddunniSnyrtibuddan mín

Nú er komið að næstu videoumfjöllun og enn og aftur er maskari á ferðinni. Ég held að öllum snyrtivörum sem eru til í heiminum þá sé til mest af týpum af möskurum… ;)

Sem gerir eflaust það að verkum að við erum alltaf að leita okkur að hinum fullkomna maskara og finnum alltaf eitthvað að hinum og þessum maskara. Auðvitað eru ekki allir maskarar fullkomnir og ég nota ekki alla maskara ég reyni helst að horfa á sölupunkta hvers maskara þegar ég prófa þá og reyni að sannreyna þá – ef þeir standast punktana þá fá þeir stig frá mér.

Maskarinn sem ég tek fyrir núna er frá L’Oreal og heitir So Couture og er í Million Lashes fjölskyldunni hjá L’Oreal. Ég ýki ekki þegar ég segji að þetta sé uppáhalds maskarinn minn þessa stundina og hann er búinn að vera það síðan ég prófaði hann fyrst. Héðan í frá mun ég bera alla maskara saman við þennan maskara og það verður erfitt að skora hærra en þessi. Augnhárin mín verða nákvæmlega eins og ég vil hafa þau með So Coture en mér finnst best að lýsa honum þannig að hann ýkir náttúrulegt útlit minna augnhára.
socouture Veljið endilega að horfa á videoið í HD upplausn – miklu betra þannig ;)

socouture2

Ég mæli svo eindregið með þessum maskara – ég get ekki lýst því nógu vel hversu heit ást mín er á þessum maskara – ég dýrka hann útaf lífinu. Ekki bara vegna þess að hann gerir augnhárin mín falleg heldur líka vegna þess að hann hefur aldrei hrunið eða smitast undir augun hjá mér og samt er þetta þykkingarmaskari – það er sjaldgæft. Ég er alla vega búin að nota þennan síðan í byrjun febrúar og það hefur aldrei komið fyrir hjá mér.

Svo er ég bara spennt að sjá hvort fleiri séu sammála mér með ágæti þessa maskara – en ég fylgist annars bara grannt með umræðunni um mig á Bland.is – smá grín, maður verður að hafa húmor fyrir sjálfum sér ;)

Ef ykkur langar að prófa þennan maskara þá langar mig að gefa þremur lesendum hann í páskaglaðning (ég lofa þó ekki að hann verði kominn fyrir páska enn ég skal reyna). Það eina sem þið þurfið að gera til að eiga kost á því að fá hann er að setja Like á þessa færslu og skilja eftir athugasemd með fullu nafni og fylgjast vel með síðunni minni á fimmtudaginn þegar ég kynni sigurvegara.

EH

p.s. þessi fæst á öllum sölustöðum L’Oreal t.d. í Hagkaupum, Lyfju og Lyf og Heilsu – ef þið eruð í kaupstuði núna getið þið fengið hann HÉR.

Mig dreymir um Páskaskreytingar

Fyrir HeimiliðHeimaföndurInnblásturLífið Mitt

Ég lá í gær yfir alls konar páskaskreytingum á Pinterest. Ég var í einhverju nostalgíu kasti að rifja upp þá tíma þegar ég var lítil og föndraði með frændsystkinum mínum páskaskraut hjá ömmu okkar á hverju einasta ári. Heima hjá mér er lítið páskaskreytt enda jafnvel bæði mikil peninga- og tímaeyðsla fyrir aðallega bara fimm daga.

Ég keypti reyndar greinar sem mér finnst ómissandi um páskana og boðar í mínum huga komu vorsins (reyndar þegar ég skrifa þetta er snjókoma fyrir utan gluggann í vinnunni). Í gær skreytti ég svo greinarnar með páskaeggjum og dáðist að einu horni í íbúðinni minni sem var undirlagt páskaþemanu á meðan stríðsástand var á restinni af heimilinu mínu.

Ég er nú ekki trúuð manneskja svo páskarnir eru bara tími til að njóta þess að vera með mínu fólki, borða góðan mat og innihald páskaeggsins. En einhver tíman í framtíðinni þegar ég hef nægan tíma ætla ég að vera manneskjan sem páskaskreytir heima hjá mér – með fallegum skreyttum eggjum, páskaliljum, túllípönum og pastellitum…42432c3db73cbff4412508eb5f69921b 2c0df4561b59e72130a30d75354f1ef4 9ed500f72b2b5c3d5f3b50215009840097b1c70283a57b683b48a62bc412276f3dfb6510f8518f9e8958c3e966de6222 6bb319ea2364fd652a2ee268b2c4a9dd0993548c06db29d40be3fdb13cfea222ca32f5595ca31c26f2445dc60e97f711 6c609e1fb94eb793447a4a333ca995d6 74e1dd4c4fc447500655d60432226071378e5286abd06f2a45ce473b7407b728 4e5a4cca7a5630b8a784e47c512b247437c2b565b4e4e56f811d06368d304d3c 05704f823d32b70400bdc15acdebf6ef 8cb330440f2116656bf09515f463cbd7 c801bc045eae9b6492a93b3d635e7c83 cd4cf5b993f33a5f3cba2b289c603d61 17c5a3f5d421f32d2d27e8f68358a441 734c3043c8d7329eed8cbb669d3a3a5f 9dfbf1ccf6454628c6ecd9407bcde9a6 efde9b870ff9897577d632f30fd13d5f ec6a6d4600e0308252e2d45188b6be67 29d4180ffde08381702f6e1124dca921

Æjj mér finnst þetta voðalega fallegt og ég heiti því að gera þetta einhver tíman. Ég ætla reyndar að taka mér frí yfir páskana og hver veit nema ég taki kannski smá föndurstund ég er nú þegar fallinn fyrir þessum pastellituðu blómakrukkum hér fyrir ofan sem ég væri til í að gera.

Páskaskreytið þið heima hjá ykkur?

EH

Orðabók Makeup Artistans

Makeup ArtistReykjavík Makeup Journal

Í fyrsta tölublað Reykjavík Makeup Journal birtist þessi grein sem er með orðum sem förðunarfræðingar nota mikið og margir aðrir en við átta sig kannski ekki alveg á því sem við erum að segja. Þetta var ein af vinsælustu greinunum og mér datt allt í einu í hug að birta hana hér svona ef einhver missti kannski af henni;)

Förðunarfræðingar og förðunaráhugafólk eiga það til að tala bara í tæknimáli sem margir aðrir skilja ekki. Hér eru útskýringar á nokkrum orðum sem hafa kannski vafist fyrir einhverju ykkar.

Matt: Áferð á snyrtivörum. Í flestum tilvikum innihalda mattar snyrtivörur sterkari litapigment en aðrar.

Sanserað: Áferð á snyrtivörum sem minnir á flauel. Sanseraðir augnskuggar eru sérstaklega einfaldir í notkun og blandast auðveldlega saman. Sanseraðir augnskuggar gefa fallegan glans á augun og gefa augnlokunum þrívíddaráhrif.

Smudge: Oft notað sem sögn að „smudge-a“. Þýðir að dreifa úr litnum svo það verði engin skörp skil sbr. setjið eyeliner meðfram augnhárunum og smudge-ið úr honum.

MUA/MA: Skammstafanir sem eru oft notaðar yfir starfsheitið Makeup Artist.

Cupids Bow: Svæðið í miðju efri varanna.

Augnlok: Svæðið sem er á milli augnhára og globuslínunnar.

Globuslína: Globuslínan myndast undir augnbeininu – bogadregin lína. Oftast er talað um að augnskuggar eigi helst ekki að fara fyrir ofan globuslínuna (það er regla sem á aldrei að taka of hátíðlega!).

Augnhvarmur: Vatnslínan í augunum.

Palletta: Box sem inniheldur t.d. fleiri en einn augnskugga eða varalit.

Varalitur blæðir: Þá er verið að tala um að varaliturinn fari út í fínu línurnar sem umkringja varirnar þegar húðin fer að eldast. Oft er hægt að koma í veg fyrir þetta með því að nota primer í kringum varirnar eða með því að setja varalitablýant undir varalitinn.

BN: Stendur fyrir brand new eða glænýtt

BNIB: Stendur fyrir brand new in box eða glænýtt í umbúðum.

Airbrush: Áferð sem kemur á húðina, létt áferð sem er nánast ósýnileg. Farðar sem eru sagðir skilja eftir sig airbrush áferð skilja eftir sig náttúrulega áferð og

Spíss: Eyeliner með spíss var einn af einkennum förðunar á 4. áratugnum. Endinn á eyelinernum sem nær út á augnlokið er kallaður spíss.

Dewy: Áferð sem kemur á húðina þegar rakamiklar snyrtivörur eru notaðar þannig að það kemur náttúrulegur glans á húðina.

Primer: Snyrtivara sem undirbýr húðina fyrir farða. Í flestum tilvikum fyllir primerinn upp í ör, fínar línur og misfellur svo húðin verður slétt.

Charlotte-Tilbury-ChloeHér sjáið þið einn af frægustu förðunarfræðingunum í dag, Charlotte Tilbury sem nýlega bjó til sitt eigið förðunarvörumerki sem hún nefndi í höfuðið á sjálfri sér – mig langar svo mikið til að prófa vörurnar hennar!!!

Vona að þetta hafi ef til vill hjálpað ykkur eitthvað en ef ykkur vantar útskýringar á einhverju fleiru ekki hika við að senda mér spurningar í athugasemdunum við þessa færslu :)

EH