Ég kveð í þetta sinn

Lífið Mitt

Á fallegum degi sem þessum er tilvalið að taka sér smá part af deginum og hugsa tilbaka og þakka fyrir allt sem ég hef fengið að upplifa í tengslum við þessa yndislegu síðu mína. Í 5 ár hefur Reykjavík Fashion Journal leikið stórt hlutverk í mínu daglega lífi. Að vera með blogg hefur skapað mér mörg af stærstu tækifærunum sem ég hef fengið, ég hef fengið að kynnast fullt af yndislegu fólki sem ég er svo heppin að geta kallað vini mína. En nú er kominn tími á að feta nýjar slóðir, grípa ný tækifæri og setja sér ný markmið, nú er kominn tími til að kveðja. Ég kveð í þetta sinn og segi sjáumst síðar.

Fyrir stuttu tók ég við nýju starfi, ég þrái stöðugleika fyrir mig og strákana mína og bara það eitt að komast í frí endrum og eins. Í nýju starfi langar mig að gera svo margt og mér þykir mikilvægt að fá ákveðið svigrúm til að takast á við ný markmið og skapa mér ný tækifæri og þess vegna hef ég tekið þessa ákvörðun.

Að fá að hafa verið partur af Trendnet er mikill heiður og ég mun ætíð líta til baka full af ást og kærleik í garð þessa frábæra fólks sem hefur skrifað á síðuna með mér. Að fá að kynnast öllu þessu fólki hefur verið sannur heiður, ég dýrka þau öll og öll höfum við gengið saman í gegnum svo marg og alltaf styrkist vináttan með hverju árinu sem líður. Ég mun líklega sakna þess mest að hitta þessa vini mína og styrkja vináttuna okkar enn frekar.  Þau hafa kennt mér svo marg og ég vona að ég skilji eitthvað eftir mig líka hjá þeim, við höfum hlegið og átt endalaust af góðum stundum saman og ég mun sakna þess að vera svona stór partur af þeirra líif.

_MG_5846

 

Ljósmyndari: Íris Dögg

Mest af öllu mun ég þó sakna ykkar, ykkar allra sem taka part úr deginum til að kíkja hingað inn í heimsókn, til að lesa orðin mín, til að senda mér kveðjur, til að hrósa mér, leiðrétta stafsetningarvillur og gleðjast með mér yfir litlu sigrunum í lífinu. Ég get ekki með nokkru móti líst þakklæti mínu í ykkar garð, ef ég myndi reyna það myndu tárin eflaust fara að flæða niður með andlitinu. Ég held líka bara að ég búi ekki yfir nógu góðum orðaforða til að lýsa þakklæti mínu og tilfinningunum í ykkar garð – án ykkar hefði þetta aldrei verið svona skemmtilegt.

Ég ætlaði alltaf að blogga þangað til mér þætti það ekki gaman lengur, að mér myndi finnast það lýjandi og þreytandi. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri í dag er að blogga, ég elska að blogga, ég dýrka bloggið mitt og það færir mér ómælda gleði á hverjum degi. Ég er svo heppin að ég fæ að hætta þegar mér finnst þetta svo ótrúlega skemmtilegt, ég vil meina að ég sé að hætta á hápunkti ferilsins míns en nú er komin tími á nýtt. Hver veit nema Reykjavík Makeup Journal og Reykjavík Fashion Journal skjóti upp hausnum síðar – ég held því opnu að sjálfsögðu þó það verði ekki á næstunni.

Ég er búin að leyfa lesendum að vera fluga á vegg í lífi mínu undanfarin ár en nú er ég tilbúin til að hverfa í smástund, ætli það hafi ekki verið erfiðast að vera viðfangsefni í neikvæðum samtölum á milli fólks, það gat sært. Ég veit svo sem að ég hef gefið ágætis færi á sjálfri mér en ég vil meina að ég hafi alltaf komið hreint fram og reynt að hafa hreinskilni og einlægni að leiðarljósi. Ég hef lært svo margt á þessum síðustu árum og lærdómurinn sem ég dreg einna helst af undanförnum árum er að bera virðingu fyrir öllum sem í kringum mig eru. Ég ákvað snemma á bloggferlinum að lista niður mín gildi og setja mér ákveðnar siðareglur og ég get stolt sagt að ég hef aldrei brotið þær og alltaf verið samkvæm sjálfri mér. Ég sá alltaf fyrir mér að ég gæti mögulega nýtt bloggið mitt til að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri og ég er mjög stolt af því og vona að ég hafi skilið eitthvað eftir mig með færslunum um fyrirmyndir, fæðingarþunglyndi, fósturlát, slitför og líkamsvirðingu, ef það tókst mun ég skilja mjög sátt við mitt.

Eitt að lokum, eitt svona síðasta ráðið frá mér – ráð sem ég gef reglulega því það nýtist mér á hverjum degi. Hrósið á hverjum degi, hvort sem það er að hrósa ykkur sjálfum eða fólkinu í kringum ykkur. Hrós færa lífinu svo mikla gleði, kærleik og ást – nýtið ykkur þau til að gera lífið og hvern dag betri.

Mig langar að segja takk fyrir mig, takk fyrir allt þessi síðustu 5 ár þið og ykkar þáttaka í þessu ævintýri mínu er mér ómetanleg***

Ykkar einlæg – alltaf,

Erna Hrund Hermannsdóttir
Reykjavík Fashion Journal
Reykjavík Makeup Journal

Toppurinn að fá að velja sér sjáfur skó

MömmubloggTinni & Tumi

Skónna fengum við Tinni að gjöf, færslan er skrifuð af einlægni og hreinskilni eins og allt annað sem ég skrifa.

Við Tinni fórum saman í skóleiðangur um daginn, tilefnið var opnun nýrrar skóverslunar í Kringlunni, Skechers og í fyrsta sinn fékk Tinni Snær alveg sjálfur að velja sína eigin skó. Það sem hann var lukkulegur með þessa áskorun og mamman fylgdist með og í alvöru þá ljómaði barnið! Það eru virkilega flottir barnaskór fáanlegir í versluninni en það sem minn maður var spenntastur fyrir voru þeir sem voru með ljósum. Saman náðum við að velja tvö pör sem okkur leist vel á og svo var það alfarið í hans höndum að velja á milli.

Videoið hér fyrir neðan segir allt sem segja þarf um tilfinningar Tinna Snæs til skónna og þessarar búðarferðar – hann var í skýjunum!

Svona var hann – hann hljóp um allt alsæll og svo ánægður með skóbúnaðinn sem hann hefur ekki viljað fara úr síðan þá og fyrstu nóttina átti ég allt eins von á að hann myndi biðja um að fá að sofa í þeim. Þetta eru alveg svakalegir blikkskór. Þetta er ekkert eins og þeir sem voru til þegar ég var lítil það er bókstaflega diskótek undir sólunum á skónnum – okkur finnst þetta báðum æði!

Það er svo hægt að slökkva á ljósunum en mér þykir ólíklegt að það verði nokkurn tíman gert. Okkur mömmunum þykir ómetanlegt að sjá þegar börnin okkar eru brosandi og hamingjusöm og það sem þessir gera fyrir svipinn á mínum dreng er hrikalega krúttlegt.

skechers4

Sonur minn labbar ekki í skónnum sínum hann hoppar og skoppar!

skechers

Í skónnum er Memory Foam, sem er þéttur svampur ef svo má kalla sem aðlagar sig að fætinum og veitir þannig góðan stuðning. Mér finnst þetta sjálfri mjög þægilegt og hef aðeins verið að prófa skónna sem ég valdi mér. Því miður er ekki mikið tækifæri til þess þar sem veðrið er ekki alveg farið að bjóða uppá það en ég hlakka til að geta farið útað labba og leika með strákunum í sumar!

skechers2

Þó veðrið sé ekki alveg búið að vera uppá það besta þá tók ég samt smá test á skónnum. Tinni Snær hjálpaði mér líka að velja skó fyrir mig. Ég fann tvö pör sem mér leist vel á og hann sagði mér svo hverjir honum fannst flottastir. Bláu reimarnar heilluðu hann meira og ég er bara alveg sammála honum.

skechers3

Ég fékk smá svona nostalgíu fíling þegar ég sá þessa skó – þetta fannst manni svo ótrúlega spennandi á þessum aldri. Skórnir eru líka bara mjög flottir. Ég viðurkenni samt alveg jú þetta eru svakalegir skór en það er svona framtíðarfílingur í þeim.

Við skoðuðum vel alla skónna inní Skechers búðinni þegar við kíktum í heimsókn og það sem ég tók eftir er að í fyrsta lagi er mjög gott úrval og svo er verðið sanngjarnt. Það verður mjög gamana að sjá hvernig búðinni verður tekið hér á landi og ég fagna komu hennar til landsins. Þarna er verið að fókusera á gæði, þægindi og svona ákveðin street style trend eins og með strigaskónna sem ég valdi mér.

Mig langar endilega að skrifa það að ég meina hvert orð sem kemur fram í textanum og þetta er frábær búð og við fengum svo góða þjónustu. Á morgun (fimmtudag) fer formleg opnun fram og klukkan 17:00 er smá hóf í búðinni sem staðsett í Kringlunni við hliðiná Söstrene Grene. Það er 20% afsláttur af öllum vörum og lukkuhjól þar sem fullt af skópörum eru í vinning, DJ og blöðrur. Endilega skoðið betur eventinn hér fyrir neðan:

Opnun Skechers verslunar í Kringlunni!

Að lokum vil ég þakka innilega fyrir okkur mæðginin við förum alsæl inní vorið með æðislega strigaskó***

Erna Hrund & Tinni Snær

Annað dress, kasúal miðvikudagur

Annað DressBiancoLífið MittVero Moda

Síðustu dagar hafa einkennst af miklum hraða, fjöri og nýjum tækifærum en ég byrjaði í nýrri vinnu í lok síðustu viku. Svo ég verð að biðjast afsökunar á fjarveru minni hér síðustu daga en þið kannski kannist mörg hver við svona að þegar maður byrjar í nýju starfi þá hverfur tíminn bara því það er svo mikið nýtt!

En í síðustu viku leið mér svo sannarlega eins og vorið væri að koma þó ég sé mögulega ekki alveg jafn bjartsýn í dag. En mig langaði að deila með ykkur dressi síðasta miðvikudags. Ég tók mig þá til til að fara að skoða nýju skólinuna frá Caroline Berg Eriksen í Bianco og ákvað að dressa mig svona kasúal fínt – þetta dress mun svo líka nýtast mér vel í vinnunni – ekta ég ;)

casualdress5

Peysa: Noisy May frá Vero Moda, peysan er því miður uppseld. Það sem ég elska þessa gersemi, hún er svo þétt í sér svo á fallegum og hlýjum degi þá er hún alveg nóg sem yfirhöfn – svona þegar maður er bara að stökkva útúr bíl inní búð eða Kringlu eins og á þessum degi hjá mér. Þessa hef ég notað mikið og ég mun nota mikið. Ég hef keypt mér nokkrar svona peysu-kápur ef svo má kalla inní Vero Moda og ég hef notað þær allar mikið og sérstaklega bara heima við á kvöldin þegar kuldinn lítur við í heimsókn.

casualdress6samsett

Skyrta: Noisy May frá Vero Moda, þetta er svona ein af þessum klassísku svörtu, gegnsæju blússum sem er svo gott að geta gripið í. Ég er nú enn með barn á brjósti svo mér finnst gott að vera í lausum skyrtum sem er þægilegt að hneppa niður og toga til þegar barnið krefst þess. Stundum líður mér eins og ég sé ókrýnd skyrtudrottning landsins þar sem ég klæðist þeim nánast á hverjum degi og síðasta talning var ansi há… En svona svartar skyrtur eru ómissandi í hvern fataskáp – ég á þrjár… ;)

Buxur: Seven frá Vero Moda, loksins, loksins, loksins! – fengum við ekta bláar gallabuxur úr þykku og þéttu ekta gallaefni. Mikið var ég búin að bíða spennt eftir svona gallabuxum inní VM og þær komu og það sem ég er búin að nota þessar. Ég átti engar ekta bláar gallabuxur – eða engar sem passa lengur alla vega.

casualdress4

Skór: Bianco, hjálpi mér þetta eru þægilegustu skór sem ég hef á ævi minni stigið fæti í! Ég bara bið ykkur vinsamlegast um að fara og skoða þessa skó betur því ég fer ekki úr mínum og kippi þeim alltaf með í vinnuna því þeir eru fullkomnir að hoppa í þegar ég er í ákveðnum verkefnum. Ég greip þessa með mér á Konukvöldið í Smáralind í síðustu viku og skipti í þá þegar líða fór á kvöldið sem var frábært svo mér leið svo vel í löppunum í öllum fráganginum eftir kvöldið – það er ekki alltaf þannig þegar maður er búin að vera á fullu í 6 tíma á gólfinu í Smáralind. Þessir eru á 9990kr og það liggur við að ég fari og kaupi hinn litinn af þeim líka!

casualdresshatt

Hattur: Lindex, mikið er ég búin að leita af svona fínum hatti og augu mín fönguðu þennan einn daginn þegar ég rölti um Kringluna. Ég labbaði beint inní búðina og keypti hann, hann passaði svona fínt og verðið skemmdi ekki fyrir – 3800kr. Svona hattar hafa að sjálgsögðu verið mjög áberandi í götutískunni undanfarið og það má með sanni segja að ég hafi fallið fyrir trendinu og tek nú fagnandi á móti því með þessu fallega höfuðfati!

Ég er voða mikið svona á venjulegum degi, þetta dress er mjög kasúal fyrir mig – gallabuxur, skyrta og peysa yfir. Svo á ég alls konar skyrtur og peysur til að skipta fram og til baka – þetta er dáldið minn stíll.

Erna Hrund

Nýir í skóskápnum

BiancoLífið MittNýtt í Fataskápnum

Ást mína á skóm og ást mína á skóm frá Bianco hef aldrei farið leynt með, ég held ég gangi án djóks bara í skóm frá Bianco. Það er samt bara af því hún er uppáhalds og verslar maður ekki alltaf mest í uppáhalds búðunum sínum.

En alla vega í dag komu skór úr nýju samstarfslínu Bianco við norska ofurbloggarann Caroline Berg Eriksen í sölu hér á Íslandi. Ég fékk smá sneak peek í gær þegar Elísabet tók á móti sendingunni og fékk að máta og dást að þessum fallegu skóm og ég fékk líka að taka ykkur með mér inná snappchat – það ætti að vera ennþá inní story.

Það komu tvær týpur úr línunni hennar Caroline til landsins og ég kolféll fyrir þeim báðum. Skórnir koma bara í takmörkuðu upplagi og þetta eru alveg hágæða skór og hrein dásemd að stíga fæti inní þá. Ég var svo undursamlega heppin að fá pörin tvö í gjöf og það sem ég á eftir að nota þessa mikið. Ég hvet ykkur til að fara og kíkja á þessa fallegu skó því ég held þeir muni ekki stoppa lengi.

carolinebianco9

Caroline er einn stærsti bloggarinn í Noregi, bloggið hennar er alveg ofboðslega fallegt og það sem einkennir það eru bjartar og heillandi myndir. Hún er mjög virk og skrifar um móðurhlutverkið, gefur girnilegar mataruppskriftir, sýnir glæsileg dress og gefur lesendum að sjálfsögðu innsýn í sitt líf.

Línan hennar Caroline er mjög kvenleg og elegant, skórnir eru klassískir og stílhreinir og öll pörin eru frekar ólík og ég var lang spenntust yfir þeim tveim sem komu í sölu hér…

carolinebianco8

Allt er svo fallegt fyrir augað, kassarnir eru pakkaðir inn eftir leiðbeiningum að utan, með fallegum peach borða og þessu skemmtilega skilti sem ég ætla að koma fyrir á baðherbergishurðinni – kannski helst því það er ekki hurð á svefnherberginu okkar ;)

carolinebianco5

Sjáið þessa Chanel inspired Espadrilur. Þessar eru úr silkimjúku, fínu leðri og að stíga í skónna er dásemd. Ég sé þessa fyrir mér við flottar uppábrettar gallabuxur í sumar og við fallega sumarkjóla.

carolinebianco4

Með hverju pari fylgir fallegt bréf frá Caroline þar sem hún hvetur okkur til að njóta og dekra okkur sjálfar, taka smá tíma og passa að njóta hvers augnabliks! Svo er allt voðalega sætt og djúsí í línunni svo nokkrir dásamlegir nammimolar fengu að fylgja með.

carolinebianco

En hjálpi mér þessi ökklastígvél – ég bilast! Ég hef bara sjaldan sé jafn fallega skó og jafn stílhreina hönnun sem er jafnframt svo töffaraleg og klæðileg. Mótunin á skónnum sjálfum er fullkomin og þeir eru svo fallegir á fæti. Það kom mér á óvart hve þægilegir þeir eru en það er rennilás aftan á skónnum svo það er auðvelt að smeygja sér í þá. Támjótt hefur komið svo sterkt inn undanfarið og mér finnst skórnir samsettir úr trendum í skóbúnaði sem gerir þá svo einstaka og flotta – I like!

carolinebianco3

Ég ætla að klæðast þessum á Konukvöldi K100 og Smáralindar í kvöld og ég vona að þið komið og kíkið á mig. Ég verð fyrir framan Lyfju eins og áður og verð með nýju fínu hreinsimottuna frá Real Techniques og ætla að fræða ykkur um hana og kenna ykkur að nota hana. Það verður fullt af æðislega skemmtilegum atriðum, happdrætti, drykkjum, förðunum, naglalaökkun og afslættir alls staðar. Ég held þetta kvöld verði bara æðislegt í alla staði og ég get ekki beðið eftir að mæta á eftir!

En hvernig líst ykkur á nýju pörin í skóskápnum mínum, ef ykkur líkar þá ættuð þið endilega að kíkja á Elísabetu inní Kringlu í dag og knúsa hana frá mér og skoða skónna endilega betur.

Erna Hrund

p.s. ef einhver sem ræður þarna úti hjá Bianco er að lesa þá er ég alltaf til í að hanna skólínu fyrir ykkur!!!

Gjafaleikur með Varma

MömmubloggTinni & Tumi

Færslan er ekki greidd en Varma gefur vörurnar í leiknum og gaf Tuma þessa fallegu húfu :)

UPPFÆRT!

Ég er nú búin að draga úr leiknum og hér sjáið þið nafnið á sigurvegaranum – endilega hafðu samband við mig á ernahrund(hjá)trendnet.is til að vitja vinningsins :)

Screen Shot 2016-03-08 at 8.57.38 AM

– EH

Okkur mæðginunum var boðið í heimsókn hjá Varma um daginn. Ég hef sjaldan farið í jafn skemmtilega heimsókn en við fengum að sjá verksmiðjuna sjálfa þar sem prjónavélarnar voru á fullu að vefa í vörur fyrir m.a. Varma, Farmers Market og hana Andreu mína.

 Það var svaka gaman að fá að rölta þarna í gegn og sjá hvernig fullt af fallegum flíkum urðu til og ég vona að þið sem fylgdust með á snappinu hafi nú haft gaman af því að fylgjast með þegar ég tók þá með á rúntinn um verksmiðjuna. En í kjölfarið fylgdi svo smá stopp á lagernum þar sem allt var fullt af fallegum vörum frá Varma. Ég stoppaði sjálf við mokkavörurnar fyrir litlu gormana mína og úr varð að lilli litli fékk dásamlega fallega dökkbrúna mokkahúfu í gjöf frá Varma. Mokkavörurnar frá Varma eru framleiddar hér á Íslandi, nánar tiltekið á Akureyri. Þetta er alls ekki algengt og meira að mokkavörur sem fást hér hjá íslenskum merkjum séu framleiddar í öðrum löndum. Húfan er alveg sérstaklega hlý og það skemmir ekki fyrir hvað lilli er sætur og fínn með sína húfu eins og þið sjáið hér…

varma2

What a baby!

En vegna þess hve hrifin ég var af vörunum langar Varma að leyfa mér að gleðja heppinn lesanda með dásamlegum mokkavörum á þau yngstu, hér fyrir neðan sjáið þið vörurnar…

varma

Í verðlaun er húfan fína sem er í stærð medium, Tumi er með þessa húfu og hún er aðeins stór á hann en þannig að ég get auðveldlega bundið hana þétt svo hún haldi vel við eyrun og haldi hita á sæta kollinum hans Tumalings. Með húfunni koma svo skór og vettlingar sem er miðað við að henti til 6 mánaða aldurs.

varmacollage

Við höfum þetta bara alveg sérstaklega einfalt í þetta sinn. En það sem þú þarft að gera til að eiga kost á þessum fallegu mokkavörum frá Varma er að…

1. Smella á like við þessa færslu.

2. Setja athugasemd við þessa færslu (með nafni svo ég eigi auðvelt með að finna þig ef þú vinnur) með hverjum þig langar að gefa þessar fallegu vörur.

Ég dreg svo út úr öllum athugasemdum í lok föstudags!

Líst ykkur ekki vel á þetta, ég er alla vega mjög ánægð með húfuna eða við bæði mæðginin, litli maðurinn er auðvitað sætastur í heimi geimi en mér finnst hann verða ennþá sætari með þessa krúttlegu húfu.

Erna Hrund & Tumi