fbpx

Farðanirnar á Óskarnum

Fræga Fólkiðmakeup

Rauði dregillinn var stjörnum prýddur á Óskarsverðlaunahátíðinni. Eins og á hverju ári er ómissandi að fá að tjá sig aðeins um farðanirnar sem við sáum á rauða dreglinum. Reyndar ekki ég þar sem ég steinsofnaði og það sem betur fer því það var smá brölt á sonum mínum í nótt.

Á hverju ári finnst mér ómissandi að fara yfir farðanir stjarnanna en kjólarnir eru nú þegar komnir inn hjá henni Andreu minni þið sjáið hennar uppáhalds HÉR – mæli með!

En snúum okkur að aðalmáli kvöldsins, augabrúnirnar voru fullkomnar, húðin ljómandi og lýtalaus og sanseringin í hámarki. Hér eru farðanir kvöldsins…

e491db174cdd2c4a_GettyImages-512879164f6WXVU.xxxlarge

Sophie Turner

GOT stjarnan geislar með fallegu rauðu lokkana sína og fallegu grátóna jarðlitirnir í kringum augun hennar gefa þeim svo fallegt yfirbragð – ég fæ gæsahúð!

3980a0c0fcedb1be_GettyImages-512919484Sw7oU6.xxxlarge

Emily Blunt

Vá hvað ég elska þessa fallegu kopar ryðtóna í kringum augun hennar. Emily er ein af stjörnum kvöldsins sem spilaði förðunina ekki of örugga.

a9d608db8c198a02_GettyImages-512920488QmFBxM.xxxlarge

Amy Poehler

Fyrst eigum við eithvað að ræða þennan hárlit – mér finnst hann alla vega fara henni mjög vel og skemmtileg tilbreyting, ég var í sekúndubrot bara hmmm… hver er þetta! Augun eru mjög fallega gerð og ég kann að meta hvernig umgjörð þeirra er mótuð þannig að þau haldi stærð sinni. Amy er með mjög smágerð augu og ef þau hefðu verið einnig römmuð þétt inn meðfram neðri augnhárum hefðu augun hennar horfið.

5856fe09b200d5e1_GettyImages-512916158lHg1t4.xxxlarge

Olivia Munn

Ég elska hvernig förðunin er frískleg yfir andlitið hennar, appelsínuguli liturinn fer svo vel með hennar sterku kontröstum.

1dfdc1e3f38f2f7e_GettyImages-512916978jadpfZ.xxxlarge

Margot Robbie

Meðetta… Hún er bara meðetta – alltaf! ****

c77583c6b8e0628f_GettyImages-512918282tcnq9q.xxxlarge

Julianne Moore

Svo falleg alltaf, ég elska húðlitinn hennar svo ofboðslega fínleg og elegant. Eina sem ég hefði viljað sjá öðruvísi ég hefði viljað sjá sterkari lit á vörunum hennar.

08d7c7451475c83e_GettyImages-512877782K6XBBl.xxxlarge

Saoirse Ronan

Elska augun hennar! Við fallega ljósa hárið og grænu eyrnalokkana er fíngert dökkt smoky alveg fullkomið – ég elska þetta!

d3fc0688d6f644a7_GettyImages-512920202MeqSl1.xxxlarge

Kate Winslet

Fáguð, elegant og glæsileg. Mér finnst fallegi ljóminn á húðinni hennar alveg dásamlegur, augun eru fíngerð og augnhárin sem er bætt við gera yfirbragð þeirra enn fínlegra.

d846686adb804115_GettyImages-51291651899LmAm.xxxlarge

Rooney Mara

Ofboðslega falleg förðun. Ég elska sérstaklega varirnar, þær eru toppurinn á lúkkinu – smáatriðið sem fullkomnar heildarútlitið og gerir það minnisstætt.

b6693df56ef6a1be_GettyImages-512916668eOwUJ1.xxxlarge

Brie Larson

Þessi dama hefur verið að koma mér á óvart, þessi varalitur einn sá allra fallegasti sem ég hef séð og liggur við að ég sé bara að stökkva beint útí búð og kaupa mér hann. Fer svakalega fallega við bláa litinn í kjólnum hennar.

6fe51c1c4bc73b12_GettyImages-512919344AJWb1U.xxxlarge

Lady Gaga

Glamúr, glys og glimmer!! I LIKE IT!

b1826c26_wildeFvQxm3.xxxlarge

Olivia Wilde

Alltaf ein af mínum uppáhalds – alltaf á mínum topplista, það bregst ekki í þetta sinn. Húðin er fullkomin, linerinn meðfram efri augnhárum rammar inn og undirstrikar augun fullkomlega.

826d4b32fcad8fe3_GettyImages-512923342Rms2i5.xxxlarge

Jennifer Lawrence

Hér fer daman aðra leið en svo oft áður. Þessi glæsilega unga stúlka er með mjög erfiða augnumgjörð en hún er með augnlok sem hverfa algjörlega. Hún hefur ekki oft verið svona stert mótuð í kringum augun eins og nú en það fer henni mjög vel og ég kann að meta þennan örfína spíss sem kemur þarna rétt útí enda. Ég hefði viljað sjá aðeins meiri lit í kinnum kannski en yfir allt svakalega falleg.

6e3c55f4_GettyImages-512918732UtbJVi.xxxlarge

Chrissy Teigen

Vá sjáið þessa ljómandi fallegu verðandi móður, hún geislar. Chrissy er alltaf glæsileg og hamingjan sem ljómar af henni geefur henni enn meiri fegurð og útgeislun.

1afa13d3c80e007b_GettyImages-512915674Qku4i0.xxxlarge

Naomi Watts

Stórglæsileg kona! Elska fallegu línurnar sem fanga áferð andlits hennar, hún geislar og rauðu varaliturinn gefur förðuninni fallegan Hollywood stíl!

52127dec7807d90d_GettyImages-5129191725SqGSV.xxxlarge

Reese Witherspoon

Ofboðslega fáguð og glæsileg kona, fallegur ljómi í kringum augun og varirnar fara hennar litarhafti svo vel. Ég kann að meta sanseringuna um augun þar sem hún dregur sterklega fram lit augna hennar.

Virkilega fallegar konur allt saman, minn topplista sáuð þið svo sem á forsíðunni en þær flottustu að mínu mati eru:

Sophie Turner, Brie Larson, Olivia Wilde og Margot Robbie.

Stjörnurnar eru nú alltaf frekar mikið safe á Óskarnum svo mér datt í hug í ár að poppa aðeins uppá færsluna með nokkrum förðunum sem sáust í eftirpartýum í gærkvöldi! Hér er allt tekið skrefinu lengra, meiri dramatík, sterkari litir og allt mjög áberandi. Svona fyrir þær sem vilja sjá aðeins meira og finnst færslan nú þegar ekki alltof löng ;)

1b3681ba44107cce_GettyImages-512937828_master7L1eRL.xxxlarge

Jessica Alba

Þvílík ofuskutla, hér er dramatíkin í kringum augun í hámarki og ég fýla það!

4b743cf27c884b0d_GettyImages-512931754_masterDv1i7g.xxxlarge

Hailey Baldwin

Mér finnst þetta svo glæsileg förðun – ef ég hefði séð þessa á rauða dreglinum á hátíðinni sjálfri hefði hún trónað á toppnum. Varirnar, augun húðin – allt er pörfekt!

ac72dd50dc2733b2_GettyImages-512934494_masterSBa5vf.xxxlarge

Sarah Hyland

Þessi dama er alltaf ofurskutla og ein af þeim sem mun vera stíl icon næstu ár hjá mörgum ungum dömum það er ég svo sannarlega viss um.

837344702276c31c_GettyImages-512939206_masterFPunke.xxxlarge

Caitlyn Jenner

Ofboðslega falleg, einföld og stílhrein förðun með skemmtilegu twisti þar sem rauðtóna blýanturinn undir augunum dregur fallega fram lit hennar augna.

Ómissandi færsla á hverju ári, ég vona að þið hafið jafn gaman af því að lesa hana eins og ég hef að skrifa***

Erna Hrund

Caroline fyrir Bianco

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Tinna

  29. February 2016

  Hæhæ
  á þetta ekki að vera Jennifer Lawrence en ekki Jennifer Hudson? :)
  Rosa flott blogg hjá þér annars og skemmtilegt <3

  • Reykjavík Fashion Journal

   29. February 2016

   haha jú! Takk elskuleg*** Ég er svo glöð að geta alla vega enn skýlt mér á bakvið brjóstaþoku með svona mistök***