fbpx

Caroline fyrir Bianco

Á ÓskalistanumBianco

Færslan er ekki kostuð á neinn hátt, eingöngu tækifæri til að deila með ykkur fallegum skóm sem eru á mínum óskalista – ekki það að það komi mörgum á óvart að ég sé sífellt með skó á óskalistanum! ;)

Nú hefur uppáhalds skóbúðin mín hafið samstarf við nýjan bloggara hina undursamlega fallegu Caroline Berg Eriksen. Caroline er norskur bloggari og ein sú þekktasta þar í landi, hún starfar sem fyrirsæta, heldur úti gullfallegri heimasíðu og hefur einnig gefið út bók í tengslum við síðuna sína. Hún hefur áður hannað töskur í samstarfi við Adax og nú hannar hún skó fyrir Bianco!

Það er von á tveimur skópörum úr línunni hennar í Bianco hér á landi í næstu viku og ég ætla mér bæði pörin enda hef ég í alvöru verið að búa til pláss fyrir þau síðan ég sá þau fyrst. Já það er kominn tími á að losa eitthvað af pörunum sem eru ekki í notkun og gefa þeim nýtt heimili.

Skórnir sem Camilla Pihl hannaði fyrir Bianco eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég nota pörin eftir hana á hverjum degi. Nú er ekki von á nýrri línu frá henni fyrir Bianco alla vega ekki búið að tilkynna það en ég vona alla vega að það komi kannski seinna því hún er alveg með það þegar kemur að skóhönnun.

Caroline virðist líka vera með góða sýn þegar kemur að skóm eins og þið sjáið hér fyrir neðan…

Bianco-6

Hér eru sannarlega Chanel inspired espadrillur – hefði verið gaman að sjá B framan á þeim, B fyrir Bianco! Virkilega flottir skór sem verður gaman að vera í við fallega bláar gallabuxur þegar snjórinn fer að hverfa af götunum og göngustígum. Ég hlakka til að sjá þessa betur, þeir virðast vera úr leðri sem mun gera þá mjög veglega og fallega.

Bianco-2

Svo eru þessir bara trylltir! Töffaralegir skór sem ganga við hvaða tilefni sem er finnst mér. Ganga einmitt bæði hversdags og við fínni tilefni til að gera dress enn meira töffaralegra. Þessir koma bara í svörtu hingað til lands en Caroline hannaði þá í tveimur litum – hinir eru ljósbrúnir og þið sjáið þá hér fyrir neðan. Þó þeir komi ekki langaði mig samt að leyfa þessari mynd að fljóta með því mér finnst dressið svo flott.

Bianco-5Fallegur sumarlegur kjóll og gróf ökklastígvél við ein góð hugmynd um hvernig er hægt að nota skónna. Ég sá að Elísabet er líka búin að birta verðið á þessum inná Facebook síðu Bianco – HÉR – sem er 24.990kr virkilega gott verð ég átti jafnvel von á því að það yrði hærra.

En mig langaði líka að sýna ykkur hin pörin þó þau komi reyndar ekki – alla vega ekki fyrst um sinn…

Mér finnst sandalarnir alveg æðislegir, hver veit ef ég get snúið nógu mikið uppá hendur vinkonu minnar haha!

En hvernig lýst ykkur á – rata þessi pör inná ykkar óskalista?

knús, 
Erna Hrund

p.s. þið finnið bloggið hennar Caroline HÉR!

Árshátíð 365

Skrifa Innlegg