fbpx

Árshátíð 365

Annað DressLífið MittVero Moda

Við hjónin skelltum okkur á árshátíð í vinnunni hjá kallinum núna um helgina. Það var alveg ótrúlega gaman að komast aðeins út þó það væri nú ekki lengi sem mamman var frá en yngri sonurinn er voða lítill í sér ennþá eftir pest sem hann fékk þó fyrir rúmri viku síðan.

IMG_3340

Með yndislegu vinafólki! Ég og mín besta erum svo heppnar að kallarnir okkar vinna saman svo við getum alltaf treyst á að fá góðan sætisfélaga á viðburðum sem þessum.

Ég skellti mér í nýja lace up kjólinn minn sem kom inní Vero Moda núna fyrir helgi, þetta var svona einn af þessum dögum þar sem ég vissi ekkert í hverju ég ætti að fara. En þó kjóllinn væri plain þá virkaði hann samt svo vel útaf reimunum sem gefa honum smá stíl. Áferðin í efninu er með smá glans sem er mjög fallegur og gerir hann svona meira fínlegri en annars.

12741886_10156605458545074_1014639799771475326_n

Á vörunum var ég með nýjan uppáhalds Long Lasting varalit frá OFRA í litnum Mocha sem ég verð að segja ykkur betur frá síðar meir en ég fékk hann sem gjöf. Hann er alveg mattur svakalega flottur á litinn og endist allan daginn og allt kvöldið – svakalega ánægð með endinguna. Liturinn fæst HÉR inná fotia.is fyrir áhugasamar en hann fær sína eigin færslu síðar meir.

Bara eitt örsnöggt á fallegum mánudegi sem er upphafið að nýrri og mjög spennandi vinnuviku!

Erna Hrund

Tumadress

Skrifa Innlegg