UPPÁHALDS PEYSA

LÍFIÐTÍSKA

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

Vero Moda er ein af mínum uppáhalds verslunum og er 30 ára. Vero Moda ætlar að fagna afmælinu sínu með ótrúlega flottri afmælislínu, köku og allskonar skemmtilegheitum um helgina. Mig langaði að sýna ykkur gullfallegu peysuna mína sem er úr afmælislínunni þeirra. Ég var svo heppin að fá peysuna fyrir nokkrum vikum og er búin að fá margar spurningar um peysuna en hún er loksins komin í Vero Moda.

Öll smáatriði á þessari peysu er svo falleg..

Mér finnst þessi peysa einstaklega fallega og er svo ánægð með að vera í eitthverju öðru en svörtu eða hvítu en ég á það til að festast í þeim litum.

Ég mæli með að kíkja á þessa flottu línu og taka þátt í happdrættinu þeirra en þeir sem versla um helgina gætu unnið 30.000kr gjafabréf xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

SUNDAY FUNDAY

LÍFIÐOOTD

Halló! Það er búið að vera mikið fjör hjá mér um helgina og er ég búin að vera í skvísugallanum alla helgina en núna í dag ætla ég bara að hafa það kósý. Það er mikilvægt að taka einn dag í vikunni þar sem maður slappar af og gerir ekki neitt. Ég elska að mála mig og gera mig til en það er líka æðislegt að vera bara í kósýgallanum og ómálaður.

Ég fór á laugardaginn og kíkti aðeins í Vero Moda en ég hafði séð hjá þeim á instagram svo ótrúlega flottan kósýgalla eða sett. Það eru til nokkrir litir en ég ákvað að kaupa mér grænan og er ekkert smá ánægð með þetta sett. Þetta er fullkomið á svona kósý sunnudögum..

Peysa: VERO MODA 

Buxur: VERO MODA 

Sólgleraugu: High Key frá Quay Australia 

Skór: Nike

 

 

 

 

Vonandi var helgin ykkar æðisleg og að þið njótið sunnudagsins í botn!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

 

Annað dress, kasúal miðvikudagur

Annað DressBiancoLífið MittVero Moda

Síðustu dagar hafa einkennst af miklum hraða, fjöri og nýjum tækifærum en ég byrjaði í nýrri vinnu í lok síðustu viku. Svo ég verð að biðjast afsökunar á fjarveru minni hér síðustu daga en þið kannski kannist mörg hver við svona að þegar maður byrjar í nýju starfi þá hverfur tíminn bara því það er svo mikið nýtt!

En í síðustu viku leið mér svo sannarlega eins og vorið væri að koma þó ég sé mögulega ekki alveg jafn bjartsýn í dag. En mig langaði að deila með ykkur dressi síðasta miðvikudags. Ég tók mig þá til til að fara að skoða nýju skólinuna frá Caroline Berg Eriksen í Bianco og ákvað að dressa mig svona kasúal fínt – þetta dress mun svo líka nýtast mér vel í vinnunni – ekta ég ;)

casualdress5

Peysa: Noisy May frá Vero Moda, peysan er því miður uppseld. Það sem ég elska þessa gersemi, hún er svo þétt í sér svo á fallegum og hlýjum degi þá er hún alveg nóg sem yfirhöfn – svona þegar maður er bara að stökkva útúr bíl inní búð eða Kringlu eins og á þessum degi hjá mér. Þessa hef ég notað mikið og ég mun nota mikið. Ég hef keypt mér nokkrar svona peysu-kápur ef svo má kalla inní Vero Moda og ég hef notað þær allar mikið og sérstaklega bara heima við á kvöldin þegar kuldinn lítur við í heimsókn.

casualdress6samsett

Skyrta: Noisy May frá Vero Moda, þetta er svona ein af þessum klassísku svörtu, gegnsæju blússum sem er svo gott að geta gripið í. Ég er nú enn með barn á brjósti svo mér finnst gott að vera í lausum skyrtum sem er þægilegt að hneppa niður og toga til þegar barnið krefst þess. Stundum líður mér eins og ég sé ókrýnd skyrtudrottning landsins þar sem ég klæðist þeim nánast á hverjum degi og síðasta talning var ansi há… En svona svartar skyrtur eru ómissandi í hvern fataskáp – ég á þrjár… ;)

Buxur: Seven frá Vero Moda, loksins, loksins, loksins! – fengum við ekta bláar gallabuxur úr þykku og þéttu ekta gallaefni. Mikið var ég búin að bíða spennt eftir svona gallabuxum inní VM og þær komu og það sem ég er búin að nota þessar. Ég átti engar ekta bláar gallabuxur – eða engar sem passa lengur alla vega.

casualdress4

Skór: Bianco, hjálpi mér þetta eru þægilegustu skór sem ég hef á ævi minni stigið fæti í! Ég bara bið ykkur vinsamlegast um að fara og skoða þessa skó betur því ég fer ekki úr mínum og kippi þeim alltaf með í vinnuna því þeir eru fullkomnir að hoppa í þegar ég er í ákveðnum verkefnum. Ég greip þessa með mér á Konukvöldið í Smáralind í síðustu viku og skipti í þá þegar líða fór á kvöldið sem var frábært svo mér leið svo vel í löppunum í öllum fráganginum eftir kvöldið – það er ekki alltaf þannig þegar maður er búin að vera á fullu í 6 tíma á gólfinu í Smáralind. Þessir eru á 9990kr og það liggur við að ég fari og kaupi hinn litinn af þeim líka!

casualdresshatt

Hattur: Lindex, mikið er ég búin að leita af svona fínum hatti og augu mín fönguðu þennan einn daginn þegar ég rölti um Kringluna. Ég labbaði beint inní búðina og keypti hann, hann passaði svona fínt og verðið skemmdi ekki fyrir – 3800kr. Svona hattar hafa að sjálgsögðu verið mjög áberandi í götutískunni undanfarið og það má með sanni segja að ég hafi fallið fyrir trendinu og tek nú fagnandi á móti því með þessu fallega höfuðfati!

Ég er voða mikið svona á venjulegum degi, þetta dress er mjög kasúal fyrir mig – gallabuxur, skyrta og peysa yfir. Svo á ég alls konar skyrtur og peysur til að skipta fram og til baka – þetta er dáldið minn stíll.

Erna Hrund

Árshátíð 365

Annað DressLífið MittVero Moda

Við hjónin skelltum okkur á árshátíð í vinnunni hjá kallinum núna um helgina. Það var alveg ótrúlega gaman að komast aðeins út þó það væri nú ekki lengi sem mamman var frá en yngri sonurinn er voða lítill í sér ennþá eftir pest sem hann fékk þó fyrir rúmri viku síðan.

IMG_3340

Með yndislegu vinafólki! Ég og mín besta erum svo heppnar að kallarnir okkar vinna saman svo við getum alltaf treyst á að fá góðan sætisfélaga á viðburðum sem þessum.

Ég skellti mér í nýja lace up kjólinn minn sem kom inní Vero Moda núna fyrir helgi, þetta var svona einn af þessum dögum þar sem ég vissi ekkert í hverju ég ætti að fara. En þó kjóllinn væri plain þá virkaði hann samt svo vel útaf reimunum sem gefa honum smá stíl. Áferðin í efninu er með smá glans sem er mjög fallegur og gerir hann svona meira fínlegri en annars.

12741886_10156605458545074_1014639799771475326_n

Á vörunum var ég með nýjan uppáhalds Long Lasting varalit frá OFRA í litnum Mocha sem ég verð að segja ykkur betur frá síðar meir en ég fékk hann sem gjöf. Hann er alveg mattur svakalega flottur á litinn og endist allan daginn og allt kvöldið – svakalega ánægð með endinguna. Liturinn fæst HÉR inná fotia.is fyrir áhugasamar en hann fær sína eigin færslu síðar meir.

Bara eitt örsnöggt á fallegum mánudegi sem er upphafið að nýrri og mjög spennandi vinnuviku!

Erna Hrund

Bakvið tjöldin… breytingar í VMS

Lífið MittVero Moda

Þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt eingöngu smá innsýn inní mitt líf og starf :)

Það hefur vonandi ekki farið framhjá ykkur en Vero Moda Smáralind fékk smá anditsupplyftingu og ég eyddi gærdeginum ásamt fleiri snillingum í að fullkomna útlit hennar! Ég fæ mjög oft spurningar um hvað ég geri sem merchandiser inní Vero Moda og mig langaði að nýta tækifærið og segja ykkur aðeins betur frá því um leið og þið fáið að sjá smá það sem gerðist á bakvið tjöldin…

vms16

Hér er dagurinn rétt að byrja – þegar þessi mynd var tekin voru 10 tímar eftir… ;)

En Vero Moda Smáralind fékk mjög þarfa andlitsupplyftingu, veggirnir voru málaðir, það komu fleiri mátunarklefar, fylgihlutaveggir voru færðir til, glugginn lagaður, nýjar gínur, búið að bera á allan við inní búðinni, ný uppstilling á búðinni, öll ljós voru löguð og sjúklega flottir speglaveggir settir upp!

vms17

Það er dáldið gaman að tæma búðina alveg og geta bara byrjað frá grunni… Alla vega skemmtum við okkur mjög vel og ég hef sjaldan séð búðina jafn fallega!

Það sem við gerum er að við stillum upp innréttingum á tómu súlurnar sem þið sjáið þarna. Það koma að sjálfsögðu svona leiðbeiningar að utan með nokkrum reglum sem þarf að fara eftir útfrá uppstillingum en heildarlúkkið er í okkar höndum. Í raun er maður í smá fataleik, para saman flíkur sem passa vel saman, gefa þannig viðskiptavinum innblástur fyrir því hvað passar saman og kannski gefa þeim hugmyndir um hvernig er hægt að nota flíkur og para saman.

vms15

Sunna – my partner in crime!

vms8

Held þetta sé eitt uppáhalds hornið mitt í búðinni!! – Svo bjart og fallegt.

vms5 vms6 vms7

Ég elska þegar borðin eru svona fín – fullkomnir bunkar! Þarna fyrir ofan vantar svo stóran spegil og á honum stendur We love Iceland :)

vms14

Fallegar yfirhafnir…

vms18

Speglaveggurinn í bígerð. Þessi veggur er alveg nýr af nálinni og er ekki í neinni annarri Vero Moda verslun. Þetta er hugmynd sem kemur frá eiganda VM hér á Íslandi henni Mörtu og því ekkert smá gaman að fá að prófa þessa uppsetningu í Smáralindinni – þetta er sjúklega flott!

vms13 vms9 vms12

Sjáið hvað þetta kemur vel út!

vms11

Love it!

vms4 vms3

Ótrúlega clean og fallegt :)

vms vms2

Svo komu þessi fallegu ljós líka upp inní Basic horni – ég hefði persónulega ekkert á móti því að eignast þessi fyrir mitt heimili.

Ég mæli svo sannarlega með heimsókn en það eru fullt af æðislegum opnunartilboðum, kynningum og já svo er búðin sjálf algjört augnakonfekt og full af nýjum vörum! – tók þrjár með mér heim ;)

Erna Hrund

Annað dress: denim on denim

Annað DressBiancoInnblásturNýtt í FataskápnumVero Moda

Fyrir helgi tók ég denim og denim á þetta, ég er að fýla þetta combo í tætlur meirað segja svo mikið að ég tók tvo daga í röð í því – já ég hef sem betur fer gleymt gömlum siðum – þið sem hafið lesið í einhvern tíma skiljið mig ;)

Dressið er allt úr Vero Moda, fyrir utan skónna – en ég tók þetta alla leið á föstudaginn og setti vélina uppá þrífót fyrir utan heima og stimplaði mig alveg inn sem undarlegasta nágrannan hér í hverfinu, alla vega sjálfumglaðasta íbúa götunnar! En fyrstu myndirnar birtust inná Instagrammi Vero Moda hér á Íslandi þar sem ég var með svona instagram takaover sem ég ætla að sýna ykkur betur í næstu viku.denim6

Buxur: Seven frá Vero Moda, við erum lengi búnar að bíða eftir flottum týpískum gallabuxum í fallegum bláum lit og þær komu loks núna fyrir helgi. Ég er búin að vera í mínum alla helgina en þetta snið er virkilega þægilegt og buxurnar sitja fallega á líkamanum og þær sitjá hátt uppi. Ég elska litinn á þeim þetta er svona ekta gallabuxnalitur. En það er um að gera að taka þessar þröngar – því þær gefa eftir!

denim5

Skyrta: frá Only fæst í Vero Moda. Þessi kom líka fyrir helgi og þetta var klárlega ást við fyrstu sýn. Ég kolféll fyrir henni þegar ég sá hana komna uppá vegg, þetta er mjög klassísk gallaskyrta úr mjúku efni sem er með smellum – mjög þægilegt og fljótlegt fyrir mjólkandi mömmu – þessi verður mikið notuð!

denim7

Skór: Bianco, þessir skór eru svo fáránlega þægilegir ég get ekki lagt meiri áherslu á það. Ég er mjög óvön því að vera í hælum, ég er enn að venjast því aftur bara eftir meðgönguna. Þó þetta séu ekki miklir hælar þá eru þeir mjög háir fyrir mig að vera í daglega miðað við hvað ég hef verið óörugg með mig útaf grindinni sem mér finnst ennþá alltof laus í sér. En mér líður svakalega vel í þessum og mæli vel með þeim, eins og ég tönnslast á þá er sylgjan alveg fullkomin og poppar skemmtilega uppá skónna.

DENIM ON DENIM INSPIRATION

Ég get sko lofað því að þetta dress verður notað mikið næstu daga og vikur, sjúklega einfalt og þægilegt, ég þarf endilega að næla mér svo í gott belti við gallabuxurnar. Svona svo ég get girt skyrtuna fallega ofan í buxurnar. Svo er bara að skella yfir sig góðri peysu sérstaklega þegar það er svona kalt úti eins og núna.

Gleðilegan sunnudag! Dagurinn einkennist af tiltekt fyrir smá bjútíhitting núna í vikunni – gott að vera snemma að hlutunum og svo er ég að vinna í næstu stafrófsfærslu – B fyrir Bronzer! Hlakka mikið til að deila henni með ykkur***

Erna Hrund

Annað dress: All Black

Annað DressVero Moda

Suma daga er maður bara í þannig skapi að alklæðnaðurinn verður svartur… Ég átti þannig móment í morgun þegar ég vaknaði eldsnemma til að taka mig til fyrir förðunarfyrirlestur inní Versló. Mig langaði endilega að deila með ykkur dressi dagsins sem kemur svona vel út í fallega vetrarumhverfinu í 104.

black

Skyrta: Vero Moda, já skyrtuóða manneskjan hefur bætt nýrri við í safnið. Þessi er nú svo klassísk að það er ekkert hægt að vera of mikið á móti því. Svo er hún líka á svo góðu verði og var þess vegna valin sem vara vikunnar hjá Vero Moda. Þessa verður auðvelt að dressa, flott við buxur og þá í hlýrabol innanundir, ég gæti líka séð fyrir mér að fara í rúllukragabol innan undir svo væri hægt að vera í undirkjól og skella á hann belti til að móta aðeins lögun hans – já það eru hellings möguleikar og ég er rosalega góð að réttlæta kaup eins og þið getið lesið á skrifum mínum…

Buxur: Seven Coated frá Vero Moda, virkilega fallegar buxur með fallegri glansáferð. Seven er ákveðið snið af buxum frá Vero Moda og er svakalega þægilegt. Þetta eru fyrstu Seven buxurnar mínar og ég er að fýla þær vel, þær sitja vel á líkamanum og áferðin er alveg æðislega flott. Það sem þarf þó að passa með þessar er að taka þær nógu þröngar því þær gefa vel eftir en það gildir svo sem um flestar svona buxur. Þessar klárast alltaf mjög hratt hjá okkur svo ég ákvað nú að ég yrði að fara að prófa þær til að skilja vinsældirnar – ég skildi vinsældirnar um leið og ég fór í buxurnar…!

Skór: Bianco, áttuð þið von á einhverju öðru… ;) Skórnir sjást því miður ekki nógu vel og ég gleymdi að plata Aðalstein til að taka nærmynd… En þetta eru þeir sömu og ég sýndi ykkur HÉR og ég skellti mér að sjálfsögðu í glimmersokka innanundir!

black3

Jakki: Vero Moda, þessi fíni og fallegi PU jakki er búinn að vera stjarnan í fataskápnum mínum síðan í september! Hann er svo fallegur og snilld að klæðast yfir svona léttar skyrtur en hann er nú ekki hlýr en samt alveg þannig að ég get nú verið svona útí búð að vinna í honum og svo hendi ég mér bara í úlpu yfir eða pels þegar ég fer út. Hann er nefninlega það þunnur að það er ekkert mál. En ég fæ mikið af spurningum um jakkann og hann er nú kominn aftur inní Vero Moda og það er enn eitthvað til af honum :) Jakkann sjáið þið líka HÉR.

Hálsmen: Petit, þetta dásamlega fallega hálsmen er ég með á hverjum degi, þetta hálsmen er með tveimur T-um á sem stendur að sjálfsögðu fyrir Tinni og Tumi. Synir mínir gáfu mér það í jólagjöf og mér þykir svo óendanlega vænt um það og gaman að eiga svona klassískt hálsmen sem gengur við allt sem er manni svona kært. Sérstaklega þegar maður er eins og ég sem þoli ekki að vera með of mikið glingur á mér.

Screen Shot 2016-02-03 at 3.13.19 PM

Í morgun fékk ég að farða þessa fallegu snót með vörum frá Maybelline og Real Techniques burstunum. Eins og þið kannist kannski við þá fer ég inní Verzlunarskóla Íslands á hverju ári og er með smá förðunarsýnikennslu. Í ár var engin undantekning og hátt í 300 stelpur sóttu fyrirlesturinn ef svo má kalla. Svo í lokinn gladdi ég nokkrar heppnar með glaðning og restina með góðum díl á spennandi vörum. Alveg svakalega skemmtilegt!

Myndin hér að ofan birtist inná Instagrami Vero Moda á Íslandi í morgun en ég sé um aðganginn þessa dagana og deili þar myndum úr lífi og starfi og að sjálfsögðu fullt af dressmyndum. Endilega fylgist með á @veromodaiceland.

black2

Í morgun þegar ég var að fara út þá var ég með smá samviskubit yfir því hvað ég var eitthvað dökkklædd en svo ákvað ég bara að hrista það af mér. Stundum þarf maður ekkert að vera litaglaður – svartur alklæðnaður er bara ansi töffaralegur í þessu veðri ;)

Erna Hrund

Gjafmildi framar öllu öðru

Lífið MittVero Moda

10. apríl á þessu ári er dagur sem líður seint úr minni mínu. Ég fæ enn gæsahúð og tár í augun þegar ég hugsa til gjafmildu viðskiptavinanna sem flykktust í verslanir Besteseller þennan dag en allt sem seldist fyrir þennan dag fór beint til góðgerðamála, ekki einhver prósenta ekki bara ágóðinn – ALLT!

Ég var ólétt af Tuma á þessum tíma en ég setti mér nú samt það markmið að vera í vinnunni allan daginn, ég mætti klukkan 9 og ég fór ekki heim fyr en um 11 leitið. Ég hef aldrei skemmt mér jafn vel og ég hef aldrei brosað jafn mikið allan daginn, það liggur við að ólétta mamman hafi bara verið með tárin í augunum þegar hún sá yndislegu viðskiptavinina streyma inn í búðina til sín og taka svo vel í þetta einstaka málefni. Þetta er í fyrsta sinn sem svona hefur verið gert, eitt fyrirtæki gefur alla söluna sína til góðgerðarmála í einn heilan dag.

Í undirbúningi fyrir daginn og á daginn sjálfan eltu snillingarnir frá Silent okkur og fönguðu þessa dásamlegu stemmingu sem myndaðist á myndband. Nú er videoið til og málefnið sem við á Íslandi ákváðum að styrkja er búið að ná nýta til að gera frábæra hluti hjá Krabbameinsfélaginu.

Screen Shot 2015-11-27 at 12.23.28 AM

Bið bumbulingur tilbúin í daginn um morguninn, sjúklega spennt og reddí í slaginn :)

Screen Shot 2015-11-27 at 12.27.07 AM

Ég og Eva Birna mín sem er verslunarstjórinn í Vero Moda Smáralind – við eyddum öllum deginum saman og það var alveg frábært og þessi er snillingur bara svona á milli mín og ykkar – um að gera að kíkja í heimsókn til hennar!

Screen Shot 2015-11-27 at 12.27.23 AM

Ósk á FM957, Friðrik Dór og ég með stóra og fína Bestseller hjartanu <3

Screen Shot 2015-11-27 at 12.23.37 AM

Yndislega skemmtilega fólkið sem hóf daginn í Smáralindinni í gleðikasti!

En til allra þeirra sem lögðu okkur lið á þessum dásamlega degi þá mæli ég með þessu mynbandi sem sýnir brot af þessum skemmtilega degi, undirbúningnum og hér koma svo upplýsingar um það sem safnaðist og í hvað það nýttist. Eitt af því sem mér fannst alveg ótrúlegt var að fyrir peninginn sem kostaði að kaupa 5 pör af svörtum sokkum var hægt að næra barn í Indlandi í heilt ár, ég seldi mörg sokkapör þennan dag, það get ég sko sagt ykkur :)

Takk aftur fyrir frábærar viðtökur, þetta var svo æðislegt! Ég fæ gæsahúð og tár í augun þegar ég horfi á þetta video og endurupplifi tilfinningarnar og þakklætið sem var mér efst í huga þann 10. apríl.

Það hefur verið alveg ofboðslega gaman að taka þátt í mörgum frábærum verkefnum í ár, auk Give a Day var það svo Bleika Boðið fyrir Krabbameinsfélag Íslands og nú næst eru það Geðveik Jól þar sem við söfnum fyrir Líf Styrktarfélag sem er málefni sem stendur mér mjög nærri. Mynbandið er tilbúið og verður frumsýnt eftir viku og ég iða af spenningi því þetta er svoooo flott og ég vil meina að ég eigi mikinn leiksigur ;)

Erna Hrund

Ekki missa af vestinu mínu!

Annað DressFallegtFW15Lífið MittShopVero Moda

Fyrr á þessu ári suðaði ég ásamt henni Evu Birnu verslunarstjóra Vero Moda í Smáralind um alveg svakalega glæsilegt vesti! Suðið borgaði sig og hún Aubí okkar keypti vestið inn í búðirnar. Ég gat bókstaflega ekki hætt að tala um blessaða vestið, það ásótti drauma mína og ég bara gat ekki beðið eftir að það yrði mitt. Svo þegar við vorum að undibúa Bleika Boðið fyrir Bleika Október þá kom sýnishornið af vestinu til landsins og ég stóð bara og starði á þessa gersemi sem varð svo mín og ég er svo yfir mig ástfangin af þessu fallega vesti, búin að nota það óspart síðan þá. Ég nota það yfir jakka og ég nota það líka bara yfir skyrtur og blússur það gerir heildarlúkkið svo flott.

Ég hef fengið mjög margar spurningar um vestið og get nú sagt að það er væntanlegt inní Vero Moda í dag og það komu ekki mörg! Svo ef ykkur líst vel á vesið mitt – grípið það áður en það verður of seint. Væri líka gaman að heyra hvað ykkur finnst um það svo ég geti nú kannski sýnt fram á það að ég hafi einstaklega góðan smekk – eða ég og Eva Birna ;)

vestið3

Vestið er blanda af Fake Fur og Pleather og ég hef alla vega ekki séð neitt líkt því. Ég klæðist því bara dags daglega og svo fór ég í því yfir basic svartan samfesting á árshátíð Beseller um daginn og það gerði samfestinginn einhvern vegin svo fínan.

vestið2

Eitt sem ég get ekki með svona vesti er þegar það eru ekki vasar – ég vil geta verið með síma, veski og bíllykla á mér og það eru vasar á þessu!!

vestið

Ég dýrka þetta vesti af öllum lífs og sálarkröftum! Þegar ég fór fyrst í það fékk ég svona ókei ég get alveg verið skvísa þó ég sé orðin tveggja barna móðir – og ég þurfti á því að halda á því augnabliki ;)

Erna Hrund

Annað dress og nýtt hár!

Annað DressBiancoFW15Nýtt í FataskápnumVero Moda

Ég er að dýrka allar haustvörurnar sem eru að fylla uppáhalds búðirnar mínar í augnablikinu. Allir fallegu dökku, mjúku litirnir kalla á nafn mitt og ég get ekki staðist þá. Ég fór í smá Smáralindarferð um daginn og keypti nokkrar auka flíkur í fataskápinn ekki það að mig hafi vantað uppfyllingar í hann en æjj þið bara vitið….

Ég klæddist því alfarið nýjum flíkum í vinnunni í gær – já ég var í vinnunni í gær að undirbúa sjúklega spennandi verkefni sem er á fimmtudaginn sem ég iða úr spenningi yfir!

annaðdresshár4

Dressið…. græni liturinn í buxunum poppar svo sannarlega uppá dressið og skórnir hennar Camillu minnar eru auðvitað punkturinn yfir i-ið!

annaðdresshár

Skór: Hönnun Camillu Pihl fyrir Bianco, ég elska skónna mína sem ég keypti úr haustlínunni hennar í fyrra sem eru eins og þessir nema bara svartir. En ég er eiginlega hrifnari af þessum brúnu því liturinn og áferðin í leðrinu er bara algjörlega gordjöss! Skórnir eru svo þægilegir og gott að vera í þeim, þeir fegra fótinn og eru fullkominn fylgihlutur til að gera heildarlúkkið fullkomið. Ég hef ekki tölu lengur á öllum hrósunum sem ég hef fengið fyrir þessa fallegu skó þau eru orðin alveg svakalega mörg!

Buxur: Pieces frá VILA, ég er ekki enn komin á þann stað að ég get hneppt gömlu gallabuxunum mínum án þess að þurfa að eiga á hættu á að geta bara ekki andað. Svo ég keypti þessar buxur sem eru með breiðri teygju í mittið og eru því eins og buxna leggings. Þær eru svakalega þægilegar og mjúkar og gott að vera í þeim. Það var samt liturinn sem heillaði mig alveg samstundis en mig grunar að ég sé að fara að eiga í ástfóstri við hermannagrænt núna í vetur… Er það nokkuð verra. Ég er aftur í þeim í dag við einfalda svarta skyrtu úr VILA líka og mér líkar vel! Það er ótrúlega mikið fallegt inní VILA núna, ég keypti þrjár flíkur þar á föstudaginn en mig langaði í miklu fleiri.

annaðdresshár5

Hárið: Fía á Hárhönnun er minn snillingur, ég treysti henni alveg ótrúlega vel fyrir hárinu mínu. Ég bað hana bara að klippa þannig að það væri nógu sítt til að gera fallega uppgreiðslu fyrir brúðkaupið í janúar. Mér líður alveg svakalega vel með þessa sídd, hárið er svo heilbrigt og fallegt og mér finnst ég bara allt í einu komin með gamla góða þykka hárið mitt. Nú er líka allt upplitaða hárið mitt farið og minn eigin hárlitur fær að njóta sín – þar sjáið þið hann :)

annaðdresshár2

Rúllukragabolur: Vero Moda, þessi kom svakalega á óvart, hann ber ekki mikið með sér þessi einfaldi síði rúllukragabolur og hann sést kannski ekki nógu vel á þessari mynd en klaufarnar á hliðunum gera sjúklega mikið fyrir hann og það liggur við að ég fari og kaupi hinn litinn sem er ljós grár. Útaf klaufunum er líka mjög auðvelt að kippa honum upp og gefa brjóst – það eina sem ég pæli í þessa dagana þegar ég kaupi mér föt! Þetta er svona bolur sem passar við svo mikið, hann er ekki of síður svo hann gengur við buxur og klaufarnar gera hann voða töff og kasúal en samt felur hann rassinn svo hann gengur við svona buxnaleggings eins og þessar. Ég er nefninlega ekki alveg viss um að ég gæti verið í þessum buxum með rassinn útí loftið – ekki strax þó ég sé nú alveg með ágætis afturenda ;)

annaðdresshár3

Pleatherjakki: Vero Moda, ég er búin að horfa á þennan alltof lengi, fullkominn jakki til að nota í vinnu því hann er það þunnur að hann gengur alveg til að vera í innandyra en ég er ekki þessi týpa sem getur verið í svona týpískum svörtum aðsniðnum dress jakka dags daglega svo ég veit að þessi verður mikið notaður. En svo er hann nógu þunnur þanig ég get farið í aðra yfihöfn yfir hann. Ég elska waterfall fílinginn sem kemur á hann að framan og hann fer sérstaklega vel með rúllukragaflíkum!

___

Ég er að fýla þessi haustdress í ræmur og ég elska nýja hárið mitt – hvernig lýst ykkur á?

EH