fbpx

KÓSÝ & MJÚK JÓLANÁTTFÖT

SAMSTARFTÍSKA
*Færslan er í samstarfi við Vero Moda 

Halló! Ég er ekki búin að vera jafn virk hérna eins og ég hefði viljað hér í desember en þessi próf fara alveg að klárast eða það er akkúrat vika (avúhú!). Ég hlakka ótrúlega mikið til að komast í jólafrí og geta loksins deilt meiru með ykkur.

Mig langaði svo að deila með ykkur fallegum pakka sem ég fékk í seinustu viku frá Vero Moda. Í pakkanum voru falleg jólanáttföt, þau eru svo mjúk og notanleg. Það er líka einn mjög góður kostur við að vera í prófum en það er að ég get verið á náttfötunum allan daginn og er ég ekki búin að fara úr þessum! Mér finnst þessi náttföt svo falleg og klassísk. Þau eru hvít með röndum, jólasleikjó og rauðum laufum. Ég fékk bol og buxur en það er líka til náttfatagalli í sama munstri. Þessi náttföt gera mig einstaklega glaða! Þegar ég var lítil fékk ég oft náttföt í jólagjöf og er ekkert jafn kósý og að fara í ný og fín náttföt á aðfangadag.

VERO MODA býður einnig uppá þennan fallega kassa ásamt merkimiða sem stendur “The Joy of Giving” með hverri seldri flík. Þetta er einstaklega þægilegt og þarf maður ekki að pakka inn eða kaupa kort. Síðan eru þetta svo flottir kassar að maður getur endurnýtt þá en ég var einmitt alin upp við það að henda aldrei gjafapappír eða kössum. Mamma endurnýtir allt og er mætt með straujárnið ef pappírinn krumpast, haha, mæli með!

 

Það eru einstaklega falleg smáatriði á þessum náttfötum

 

Síðan eru þessi líka ótrúlega krúttleg!

Hérna eru gjafakassarnir og merkimiðarnir. Það er mjög flott að bæta við kannski smá grænu og þá lítur þetta mjög metnaðarfullt út haha ;-)

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HÁTÍÐARFÖRÐUN: GYLLT AUGNLOK OG LJÓMANDI HÚÐ

Skrifa Innlegg