fbpx

Bestseller heillaði með fögrum flíkum

FASHION WEEKHEIMSÓKNSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við Bestseller á Íslandi

Ég fékk þann heiður að fá að heimsækja höfuðstöðvar Bestseller í Kaupmannahöfn. Yfirleitt gef ég mér ekki tíma í heimsóknir af þessu tagi á tískuvikum (reyni að velja aðra daga á árinu í svoleiðis gigg) en að þessu sinni hentaði það fullkomlega. Höfuðstöðvarnar eru staðsettar í gullfallegu dönsku húsi þar sem er hátt til lofts, skreytt með rósettum í hverju horni – algjör draumur. Ég mátaði með þeim mínar uppáhalds flíkur sem eru væntanlegar í verslanir fyrir jólin – tímabilið á fötunum hér að neðan er ágúst – desember svo biðin er ekki löng.

Fyrir ykkur sem ekki þekkið til fyrirtækisins þá er Bestseller danskt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað í Danmörku árið 1975 með yfir 3000 verslanirnar í 38 löndum. Fyrsta Bestseller verslunin opnaði á Íslandi árið 1993 og í dag eru þær 10 talsins – Selected, Jack & Jones, Name it, Vero Moda og VILA.

Ég hefði getað mátað föt í heila viku því úrvalið var svo mikið en við ákváðum að einbeita okkur að VILA og merkinu Y.A.S sem er í sölu hjá Selected Femme. Hér að neðan er minn topp 10 listi – njótið <3

VILA

Þessi við grófa sneakers er algjörlega málið! Má bjóða þér bláan eða viltu frekar í hvítu? Bæði í boði því tveir litir verða í verslunum VILA í haust. Ekki til þægilegra lúkk að vinna með ..

VILA

Gallasamfestingur sem kallaði á mig. Ég á einn svipaðan sem ég hef átt í mörg ár og nota enn.

Y.A.S / SELECTED

Ég klæddist þessum bláa kjól á Instagram og þið voruð allar jafn sjúkar í hann og ég. Frá merkinu Y.A.S og er væntanlegur í Selected fyrir jólin.

Y.A.S / SELECTED

Eru ekki allir bara afslappaðir á tánum í svona heimsóknum? Andrúmsloftið inanndyra var svo gott að við leyfðum okkur að vinna þetta á léttu nótunum – þessi kjóll er æði og hægt að dressa upp og niður (eins og í þessu tilfelli) eftir tilefnum.

Y.A.S / SELECTED

Dragt drauma minna! Sniðið, efnið og liturinn – þessi er komin á óskalista!

VILA

Vila kjóll sem kemur í þessum fallega föl bleika lit – en líka í svörtu og bláu fyrir okkur Íslendingana sem veljum það gjarnan.

VILA

Ganni? Neei bara Vila og ég er in love. Þessi jakki er sú flík sem ég labbaði fyrst að í sýningarherberginu. Ég sé fyrir mér að nota hann sem yfirhöfn á sumrin en klæðast honum við leðurbuxur og hæla sem fínni flík í vetur. Þið megið herma ;)

VILA

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að kjólar eru trend sem er ekki að hverfa í bráð. Ég mæli með að þið notið sumarkjólana áfram inn í veturinn en dressið þá við þykkar góðar peysur, eins og þessa hér að ofan.

VILA

Æ svo er viðeigandi að enda mátunina á einum sem ég veðja á að verði bestseller í búðunum (föttuðuð þið þennan ;) haha…) !

Ég elska að finna flíkur sem eru trendý en samt þannig að Gunna út í bæ myndi líka vilja klæðast henni – eitthvað fyrir breiðan hóp. Þessi svarti satín samfestingur er einmitt þannig flík.

____

Takk kærlega fyrir mig Bestseller HQ – hlýju móttökurnar sem þið gáfuð mér láta mig langa að koma sem oftast í heimsókn. Kíkið endilega á heimsóknina á Trendnet story í highlights HÉR ef þið viljið sjá flíkurnar meira lifandi.

Hér í Danmörku finnið þið þessi merki ekki eingöngu í merktum Bestseller verslunum heldur eru þau seld í útvöldum verslunum og hanga þar á slám í bland við önnur virt tískumerki. Það heillar mig – þessar minni concept verslanir velja þá sínar uppáhalds flíkur en ekki heilu línurnar.

xx,-EG-.

TÍSKUVIKU KVEÐJUR

Skrifa Innlegg