NEW IN: LOÐINNISKÓR

LOOKNEW INTÍSKAUPPÁHALDS

Ég var svo heppin að fá par af nýju loðinniskónum frá merkinu Bocanegra en það er nýtt merki í GS SkómÉg valdi mér svarta einfalda en loðnir inniskór hafa lengi verið á óskalistanum.. Skórnir komu einnig í bleiku, beige & blönduðum lit sem eru mjög sérstakir & flottir! Einnig er hægt að kaupa með þykkari botn en ég valdi mér þynnri. Skórnir eru mjög ódýrir en þeir kosta 6.995 kr. Ég get ekki beðið eftir að klæðast þeim á Spáni í næstu viku… Hlakka til að sýna ykkur myndir frá þeirri ferð – endilega fylgist með mér á Instagram @sigridurr.

xSokkarnir eru frá Lindex..
Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamaggaimg_9863

NEW IN: MOM JEANS

HUGMYNDIRLOOKNEW INTÍSKAUPPÁHALDS

Ég er orðin virkilega hrifin af Mom Jeans við fallegan rúllukragabol eða bara fallegan hvítan stuttermabol & belti við. Ég keypti mér þessar buxur í Topshop fyrir jól & ég er ástfangin af þeim! Við í Topshop erum búin að taka upp meira en sex týpur af Mom Jeans & ég verð alltaf hrifnari & hrifnari af þessu sniði.

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

img_9863

ÚTSÖLUVÖRUR Á ÓSKALISTANUM FRÁ: TOPSHOP

LISTITÍSKAUPPÁHALDSWANT

Útsalan í Topshop er fjölbreytt & skemmtileg en allar vörurnar hjá þeim eru á 50% afslætti nema jakkarnir þeir eru á 40% afslætti. Það er margt sem er á óskalistanum frá Topshop bæði útsölu – & nýjar vörur. En ég mæli eindregið með að kíkja á útsöluna í Topshop þar sem hún er full af fallegum vörum! Ég læt fylgja með verðin fyrir & eftir af flíkunum sem eru á óskalistanum mínum –

//Drape Shift Dress – verð áður 9.390 kr verð núna 4.695 kr. Ruffled Wrap Slip Dress – verð áður 12.490 kr verð núna 6.245 kr. Ruffled Detail Satin Top  verð áður 7.190 kr verð núna 3.595 kr. Black Bardot Top – verð áður 7.190 kr verð núna 3.595 kr. Lace Smock Dress – verð áður 14.490 kr verð núna 7.245 kr. Pleat Trouser – verð áður 8.190 kr verð núna 4.095 kr. Tie Waist Pants – verð áður 9.590 kr verð núna 4.794 kr. Shiny Rust MA1 Bomber – verð áður verð núna. Textured Bomber Jacket – verð áður 14.290 kr verð núna 9.294 kr. Wool Slouch Coat – verð áður 22.790 kr verð núna 13.674 kr. Longline Slouch Coat – verð áður 18.890 kr verð núna 11.334 kr. Longline Slouch Coat – verð áður 17.790 kr verð núna 10.674 kr. Leopard Print Coat – verð áður 20.390 kr verð núna 12.234 kr.

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

img_9863

EDDA X MOSS Í GALLERÍ17:

TÍSKA

img_8240.jpgÍ gær fékk ég að fara ásamt öðrum bloggurum að skoða flíkurnar í EDDA X MOSS línunni. En línan er hönnuð af engri annarri en hæfileikríku Eddu Gunnlaugsdóttir, línan er unnin í samstarfi við MOSS sem er merki hjá NTC. Flíkurnar eru virkilega fallegar & stílhreinar. Það sem heillaði mig mest við línuna er að hún er bæði casual en fín á sama tíma. Einnig er ég mjög heilluð af djúpuhálsmálinu sem er mikið í línunni hjá Eddu.

Línan kom í verslanir í dag & mæli ég eindregið með að þið kíkið við & skoðið þessa fallega flíkur eftir Eddu.

x

img_8241.jpgimg_8234.jpg img_8236.jpgEndilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

NÝTT FRÁ IITTALA: AARRE VEGGHANKAR

HönnunKlassík

Ég kíkti fyrr í kvöld á opnun á nýrri verslun í Kringlunni, það var nefnilega að opna fyrsta sérhæfða Iittala verslunin á Íslandi en hún bætist þá í hóp fjölmargra Iittala söluaðila sem þegar eru á markaðnum og munu halda áfram að selja vörurnar svo það sé á hreinu:) Þar gat ég dáðst að öllu fíneríinu ásamt góðum vinkonum en toppurinn var þó að fá “goodie bag” með fallegum Kastehelmi kertastjaka. Ég átti engan fyrir þrátt fyrir að hafa safnað allskyns Iittala vörum í mörg ár og er því ægilega lukkuleg með nýja stjakann. Það væri skemmtilegt ef Iittala söluaðilar myndu taka upp á svona 3 fyrir 2 eða álíka tilboð með Kivi og Kastehelmi stjakana því þeir njóta sín oftast betur nokkrir saman og mér heyrist að sé oft í gangi í nágrannalöndum. – Góð hugmynd sem kannski ratar á réttan stað;)

Ég fékk þessa mynd að neðan í láni af Pinterest síðunni hennar Hafdísar Hilmarsdóttur en myndina tók hún sjálf á heimili sínu sem er afar fallegt, sjá hér.  Mér finnst þetta mjög falleg blanda af Kivi og Kastehelmi stjökum og litirnir eru alveg minn tebolli.

172c3bca442e11e589f4ba107834f44d-1

Tilgangur færslunnar var þó annar en að monta mig af nýjum kertastjaka, ég vildi nefnilega sýna ykkur nýjung frá Iittala sem ég rakst á í kvöld en það er greinilega svo nýtt að það er ekkert efni um það komið á netið. Það voru vegghankar sem heita Aarre og eru hannaðir af Aalto+Aalto, Salo og Penttinen. Hankarnir eða veggskartið eins og stóð á blaðinu hjá þeim eru bæði til skrauts eins og listaverk en eru einnig hentugir til að hengja á þá persónulega muni. Hankarnir eru munnblásnir og dálítið í anda glerfuglanna frægu og verða því líklega nokkuð dýrir en vá hvað mér þóttu þeir vera fallegir. Þeir voru/eru líka framleiddir undir eftirliti Oiva Toikka sem er einn af gömlu meisturunum hjá Iittala og skapara Toikka fuglanna fögru, og eru hankarnir einskonar óður til Oiva Toikka og hans þekkingar á glerlist. Þessir tveir neðstu skora mjög hátt hjá mér, en myndin er ekki alveg að fanga fegurð þeirra nægilega vel.

20150408_200519_resized

Þar sem að ekkert er komið á netið um þessa fallegu Aarre hanka þá fær þessi símamynd að duga í bili.

Þessi færsla er ekki kostuð, hún er eingöngu til gamans gerð:)

x Svana

HRÍM OPNAR Í KRINGLUNNI

Búðir

Það er eflaust eftir að gleðja mörg hönnunarhjörtu að heyra það að Hrím opni nýja verslun á næstu dögum í Kringlunni, nánar tiltekið þann 12.mars sem er einnig dagurinn sem HönnunarMars hefst. Ég heyrði aðeins í Tinnu sem á ótrúlega stuttum tíma er að opna sína þriðju verslun í Reykjavík frá árinu 2012, en fjórðu verslunina sína ef með er talin Hrím sem hóf upphaflega rekstur sinn á Akureyri vorið 2010.

“Við erum mjög spennt fyrir því að opna í Kringlunni en í nýju búðinni verður blanda af því besta úr Hrím búðunum okkar á Laugaveginum. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur þannig að við ákváðum að taka þetta skref og stækka við okkur. Við höfum alltaf lagt mikið uppúr hönnun verslana okkar og jákvæðri upplifun viðskiptavina okkar og við vonum innlega að okkur verði vel tekið, við lítum að minnsta kosti svo á að það sé mikið tækifæri fyrir Hrím að opna verslun í Kringlunni. Við flytjum inn nær allar okkar vörur sjálf og flestar þeirra fást ekki í Kringlunni eins og er. Margar þessara vara eru mjög vinsælar, bæði á Laugaveginum en einnig í  vefverslun okkar, www.hrim.is. Við höfum því mikla trú á þessum vörumerkjum okkar og teljum að þau muni standa sig mjög vel, þetta eru merki eins og Ferm Living, Kahler, Studio Arhoj, Chasseur og svona mætti lengi telja. Við munum svo fljótlega kynna ný merki sem munu fást í nýrri verslun okkar í Kringlunni.”

Frábærar fréttir, ég tók saman nokkra hluti sem heilla mig að þessu sinni frá Hrím:)

Nýja Hrím verslunin mun verða staðsett á móti Zöru og Boss búðinni þar sem útivistarverslunin Zo-on var áður og stefna á að opna fimmtudaginn 12. mars nk.

Það er skemmtilegur HönnunarMars framundan!

Kíkið á kósíkvöld í kvöld!

Á ÓskalistanumLífið Mitt

Í dag ætla ég viljandi að hvíla mig vel svo ég geti verið úthvíld og tekið þátt í fjörinu sem verður í Kringlunni í kvöld. Ég ætla að vera inní Vero Moda í Kringlunni og aðstoða viðskiptavini við að skrá sig í glæsilegan vildarklúbb verslunarinnar. Mér finnst þetta virkilega skemmtileg nýjung sem veitir viðskiptavinum aukin fríðindi. Svona klúbbar eru þekkt fyrirbæri erlendis og fríðindin sem fylgja þessum klúbbi eru ótrúlega flott! Frá og með deginum í dag verður hægt að skrá sig í verslunum Vero Moda – í Kringlunni er kósíkvöld og 15% afsláttur af öllum vörum í búðinni (nema af útsöluvörum) og í Smáralind já þar verður nýja sendingin tekin upp en hún er vægast sagt glæsileg og ég mun fara heim úr vinnunni á morgun með nokkra poka af fallegum flíkum.

Það eru þónokkrir kostir við að skrá sig í vildarklúbbinn:

  • Þið fáið send óvænt tilboð í smsi eða tölvupósti.
  • Þið fáið boð á sérstök vildarklúbbskvöld sem meðlimum er eingöngu boðið á þar sem uppákomur, kaupaukar eða jafnvel afslættir verða í boði.
  • Ef þið skráið ykkur í verslunum Vero Moda núna um helgina þá fáið þið stimpilkort. Þið fáið 1 stimpil ef þið verslið í búðinni fyrir 10.000kr eða meira og 2 stimpla ef þið verslið fyrir 20.000kr eða meira – þegar þið klárið að fylla kortið sem tekur 10 stimpla fáið þið virkilega góðan afslátt af næstu kaupum.
  • Vildarklúbbsmeðlimir eiga kost á að skrá afmælisdaginn sinn inná sínu svæði og fá því afmælisgjöf frá Vero Moda.
  • Það sem þið þurfið að skrá er netfang og símanúmer, þið fáið ekki endalaust af póstum þetta er í mesta lagi 1-2 póstur í mánuði og það er minnsta mál að skrá sig úr klúbbnum.

Vero Moda_DAG1_10_147_ISO_Coated_cmyk

Ef þið viljið ganga frá skráningunni núna farið þið inná – my.veromoda.com, fyllið út skráninguna og sendið inn. Það sem þið þurfið þó að passa uppá er að vera með staðsetningu ykkar skráða í símann eða tölvuna svo síðan geti fundið út hvaða Vero Moda verslun er næst ykkur svo þið getið skráð ykkur í réttan klúbb. Þegar þið klárið skráninguna þá fáið þið tölvupóst þar sem þið eruð beðnar um að staðfesta skráningu að því loknu fáið þið fyrsta glaðninginn ykkar sem er snilld!

Hér sjáið þið svo brot af sendingunni sem ég er svo spennt fyrir – hlakka svo til að mæta inní Smáralind á morgun og stilla þessum fallegu vörum upp. Sendingin er væntanleg inní Smáralind í dag, vörurnar koma smám saman inní hús svo endilega fylgist vel með og munið að skrá ykkur í vildarklúbbinn!

Annars hlakka ég mikið til að sjá ykkur í Vero Moda Kringlunni í kvöld og aðstoða ykkur við að skrá ykkur í klúbbinn. Þið getið bæði skráð ykkur í iPad sem við verðum með í búðinni eða á blöð og við græjum þá skráninguna.

EH

Nýir eigendur BonBon ilmvatnsins!

Ilmir

Þið hafið vafalaust heyrt af Miðnætursprengjunni í Kringlunni í dag en þangað geta einmitt nýir eigendur BonBon ilmvatnsins komið og náð í vinninginn sinn. Mér fannst alveg ótrúlega gaman að sjá hve margar ykkar tóku þátt og það var mjög gaman að renna yfir allar athugasemdirnar – takk kærlega fyrir frábæra þáttöku og það styttist strax í annan leik ;)

viktor-rolf-bonbon

Það er fullt af frábærum tilboðum og skemmtilegum atriðum í Kringlunni í kvöld. Svo fyrir snyrtivörufíkla þá eru nokkrar jólalínur mættar í búðir t.d. frá Bobbi Brown og OPI en þær eru báðar bara í Lyf og Heilsu.

En hér sjáið þið nöfn sigurvegaranna…

Screen Shot 2014-11-05 at 9.32.17 PM Screen Shot 2014-11-05 at 9.31.46 PM

Til hamingju Svava og Steinunn! Ég verð að kynna ilminn fyrir framan Hagkaup á 2. hæð í Kringlunni eftir klukkan 19:00 svo komið endilega og hittið á mig svo ég geti afhent ykkur ilmina:)

Sjáumst í Kringlunni!

EH

DRESS

DRESSLÍFIÐ

Ég lét mig ekki vanta í opnunarteiti glæsilegrar Lindex undirfataverslunar í Kringlunni í gærkvöldi.
Ég á tvær flíkur úr versluninni – þessar hér að neðan:

10635696_732954506770488_5421887614960262855_n-1

10678713_732958730103399_7545901923665772576_n
Þetta var dress kvöldsins:

DSCF4579 DSCF4580 DSCF4581 DSCF4586

Bolur: Lindex Homewear
Buxur: Vintage Levis
Skór: GS skór
Brjóstarhaldari í hönd: Orðinn minn.

Hvaða miskilningur er það að bolurinn flokkist undir heimaföt? Þennan má nýta í allavega tilefni.

xx,-EG-.

Topp 10: Opnun Vero Moda í Kringlunni

Ég Mæli MeðFashionLífið MittNýtt í FataskápnumShop

Í kvöld fékk ég ásamt fleirum að sjá nýju Vero Moda búðina í Kringlunni og þjófstarta aðeins á að fá að kaupa falleg föt á frábæru verði! Búðin er vægast sagt sjúkt flott og mér leið bara eins og ég væri í glæsilegri nýrri verslun á Strikinu. Þegar ég labbaði inní búðina seinni partinn í dag féllust mér hendur og ég varð eiginlega bara orðlaus svo glæsileg er hún!

En í tilefni opnunarinnar tók ég saman smá topplista yfir það sem mér fannst bera af af klæðum í búðinni og ég mæli með fyrir ykkur sem deilið mínum smekk á fötum.

veromodaopnar5

Appelsínuguli liturinn í Y.A.S. sportlínunni er bara sjúkur ég laðaðist svo að honum en fjólublái liturinn var ekki til – veit ekki hvort hann sé væntanlegur. Mig langar mikið í þennan en hann er líka til svartur. Þessi er á 5990kr og hann er mjög veglegur og flottur, ef ég stundaði líkamsrækt þá væri þetta akkurat toppur sem ég væri til í að eiga fyrir ræktina.

veromodaopnar

Hvernig væri nú að splæsa í eina marmarablússu til að vera í stíl við aðaltrendið. Ég ætlaði svo að skoða betur þessa en ég gleymdi því. Ég var sérstaklega skotin í verðmiðanum en þessi er á opnunartilboði á 1690kr! Ég myndi taka þessa stóra kannski bara í XL og nota við flottar svartar buxur í haust – já eða sumar…

veromodaopnar4

Ó þetta munstur mun ásækja mig í draumum mínum – þessir litir eru bara sjúkir og ef ég væri bara boðin t.d. í brúðkaup í sumar hefði ég ástæðu til að kaupa hann. Ég fann því miður enga ástæðu í þetta sinn en kannski verð ég búin að finna eina fyrir morgundaginn. Eins var til stuttermabolur í sama munstri.

veromodaopnar9

Hér er einn vægast sagt klæðilegur kjóll á ferð. Mér finnst þessi ekta út að skemmta sér kjóll og ég held að lögunin á munstrinu sé mjög grennandi og lengjandi fyrir konur. Ég heillaðist af litnum en við eigum svo mikið svart í skápunum okkar – alla vega ég – og ég held maður verði að eiga einn little blue dress alveg eins og einn lítinn svartan. Mig minnir að þessi sé á 6500kr en ég man það ekki alveg ég gleymdi nefninlega að taka mynd af verðinu;)

veromodaopnar3

Ég er dáldið svekkt að hafa ekki náð betri mynd af þessum bol því ég varð skotnari og skotnari í honum eftir því sem ég labbaði oftar framhjá honum. Þessi er frá Y.A.S. og er virkilega fallegur og ég held hann sé mjög klæðilegur. Mig langaði í helling úr Y.A.S. línunni ég hefði alveg getað misst mig :) Þessi er á 7990kr.

veromodaopnar2

Þið vitið hvernig ég og skyrtur erum – ég á ófáar og ég er sífellt að bæta á mig fleirum enda nota ég nánast daglega skyrtur. Þessi greip athygli mína frá fyrstu sýn en eftir nánari umhugsun tók ég hana í svart hvítu ég held ég noti hana meira. En mig langar eiginlega líka í þennan lit þegar ég horfi á þessa fínu mynd… – hún kostar bara 4990kr.

veromodaopnar10

Einar flottustu leðurlíkisbuxur sem ég hef séð. Ég væri alveg til í að splæsa í einar svona ef ég væri bara ekki að bíða eftir leðurbuxunum mínum sem eru væntanlegar í VILA í haust. Ég er virkilega skotin í þessum enda eru þetta svona buxur sem virka við allt saman og er gott að eiga. Þessar fínu buxur eru heilar að framan en þær eru renndar að aftan – þær kosta 6990kr.

veromodaopnar6

Halló halló! Ég fékk mér svona svartan suttermabol fyrir mörgum vikum í Vero Moda ég sá svo mikið eftir að hafa ekki keypt mér hvítan líka og svo kom hann aftur fyrir opnunina. Ég greip mér einn og keypti enda einn flottasti stuttermabolur sem ég hef átt. Fallegur í sniðinu og hann er rosalega fínn þegar maður er kominn í hann. Þessi kostar 3990 kr og hann er allra krónu virði. Ég elska að eiga þegar stuttermabolir sem ég vil eiga og finnst flottir halda sér eins eftir þvott á eftir þvott – þessi er þannig.

veromodaopnar7

Ég er alveg heilluð af þessum biker aztec print jakka frá Noisy May sem er eitt af undirmerkjum Vero Moda. Ég heillaðist af honum um leið og ég sá mynd af honum og hann var jafnvel flottari í eigin persónu – svo flottur að ég lagði í eina speglapósu sem ég geri sjaldan en þegar maður er einn á ferð þá verður maður að redda sér.

veromodaopnar8

Þessi fíni jakki er á 12.900 kr og ég er í stærð medium hún passaði mér fínt ég myndi alla vega ekki taka hann minni.

pinstripe3

Þessi undursamlega skyrta er nú þegar ein af mínum uppáhalds og ég er búin að nota hana nánast uppá dag síðan ég fékk hana. Hún hefur á þessari viku sem ég hef átt hana farið tvisvar sinnum sett hana í þvott, svo leyfi ég henni bara að þorna á herðatréi og ég þarf ekki einu sinni að strauja hana. Þessi er must buy og kostar 6990kr.

10124235_Black_001_ProductLarge (1)Að lokum þá verð ég að koma þessari fallegu kápu að – hún er einfaldlega ekki á mínum innkaupalista því ég á eina nákvæmlega eins úr VILA. Helle Trench Coat rauk út á foropuninni en það verða þó til kápur á morgun. Það sem var sett fram af henni í kvöld seldist upp á 5 mínútum svo ef þið girnist þessa þá komið þið klukkan 09:00 og ekki seinna en þá – kápan er á æðislegu verði sem er 10.900 kr – gjöf en ekki gjald. Ég ofnota mína kápu það er eiginlega möst að eiga eina svona í fataskápnum – kápu sem gengur við allt!

Fyrstu viðskiptavinir morgundagsins fá veglega glaðninga frá Vero Moda, L’Oreal og Man Magasín og svo verður smá makeup kennsla frá L’Oreal fyrir framan verslunina eftir hádegi.

Frábær verð – falleg búð og yndislegt starfsfólki. Mæli eindregið með ferð í Vero Moda Kringluna á morgun!

EH