fbpx

IT COSMETICS FER Í SÖLU Á MORGUN

NEW INSNYRTIVÖRURUPPÁHALDS
Færslan er unnin í samstarfi við Termu ehf

Spennandi að segja frá því að IT Cosmetics fer í sölu í Hagkaup Kringlu & Smáralind á morgun (11.03.21). IT Cosmetics er merki sem er þróað í samstarfi við lýtalækna en vörurnar eru þekktar fyrir að þekja vel & góð innihaldsefni. Sem dæmi, Kollagen sem er prótein fyrir húðina, Peptides sem hjálpar til við að draga úr hrukkum & Niacin sem er B-vítamín sem bætir virkni & mýkir húðina & stuðlar einnig að jafnari húðlit!

Mínar uppáhalds vörur frá merkinu er hið fræga “CC+ Kremið” en það hefur fullt af góðum innihaldsefnum & þekur mjög vel. Síðan er “Bye Bye Hyljarinn” í MIKLU uppáhaldi & þekur mjög vel. Ég hef verið að prófa “Confidence in a Cream” dagkremið & næturkremið einnig sem lofar góðu en ég hef ekki verið að nota þau nógu lengi til að mæla með því en mér lýst mjög vel á þau so far enda inniheldur dagkremið Ceramides, Peptides & Hyaluronic Acid. Og næturkremið inniheldur Ceramides, Hyaluronic Acid & Adenosine. 

Mig langaði einnig að deila með ykkur að allir sem versla vöru/r frá IT Cosmetics fimmtudag til sunnudags eiga séns á að taka þátt í happdrætti & geta unnið fimm vinsælustu vörurnar frá merkinu. Einnig er tilboð á fimmtudag & föstudag, en það er þannig ef þú verslar CC+ krem & aðra vöru frá IT Cosmetics færðu þriðju vöruna frítt með!  

Takk fyrir að lesa! xx

PRADA BEAUTY LOKSINS Á ÍSLANDI

Skrifa Innlegg