FÖRÐUNAR FRÉTTIR: HANN ER MÆTTUR

FÖRÐUNFÖRÐUNAR FRÉTTIRSNYRTIVÖRUR

LOKSINS! Já loksins er einn vinsælasti hyljari í heimi kominn til Íslands, þetta er að sjálfsögðu Age Rewind frá Maybelline. Það hafa eflaust margir beðið eftir þessu en þessi hyljari er búin að vera ótrúlega vinsæll um allan heim og það er góð ástæða fyrir því.

*Færslan er ekki kostuð

Hyljarinn þekur vel, dregur úr þreyttum baugum og dökkum litum í kringum augun. Það er sérstök formúla í hyljaranum sem einkennist af goji berjum og haloxyl sem dregur úr dökkum litum, þrota og fínum línum. Síðan er hann mjög auðveldur í notkun en maður snýr á háls hyljarans til þess að fá vöruna í svampinn og ber síðan á þá staði sem þú vilt hylja eða birta til.

Ég sem algjör förðunarfíkil er mjög sátt með þessar fréttir en þetta er ótrúlega góður hyljari á góðu verði.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

How to: Stifthyljari!

Ég Mæli MeðFyrir & EftirHyljariMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniShiseido

Þegar ég lærði grunnnámið í förðunarfræði – fyrir alltof mörgum árum hjálpi mér, þá lærði ég með stiftförðun. Við lærðum að nota þá rétt þannig að við þyrftum að nota lítið sem ekkert og hvernig við áttum að blanda litum saman til að skapa hinn fullkomna lit fyrir hvaða konu sem er. Eftir það notaði ég lítið annað en þá farða og fékk svo hálfgert ofnæmi fyrir svona förðum. Ég valdi frekar eitthvað létara sem væri bæði áferðafallegra og þægilegra að nota. Það eru sko mjög mörg ár síðan þetta var – ég vil helst ekki viðurkenna það þrátt fyrir ungan aldur ;)

Á þessum mörgu árum hefur verið ótrúleg framför í förðunarvörum með þessari formúlu sem ég fagna ákaft. Hér áður var ekkert hægt að nota svona farða án þess einmitt að bara að vera með alltof kökukennda áferð sem lét mann kannski bara líta út fyrir að vera alltof mikið málaður. En ég er á stuttum tíma búin að prófa nýjan stiftfarða frá Bobbi Brown sem ég hef skrifað um áður. Nýjasta stiftförðunarvaran í snyrtibuddunni er svo lúmskt skemmtilegur hyljari frá Shiseido sem ég ætla að sýna ykkur og kenna ykkur hvernig á að nota – þessi hylur sko allt!

stifthyljari4

Perfecting Stick Concealer/Correcteur frá Shiseido

Hér sjáið þið krafatverkatólið. Í svörtum einföldum hólk sem er skrúfaður upp til að fá hyljarann uppúr. Þessi formúla er svakalega drjúg og það þarf ekki mikið af honum í einu til að ná að hylja það sem maður vill. Þar sem formúlan er drjúg endist stiftið lengi.

Svona nota ég hann… – að sjálfsögðu yfir farðann. Alltaf hyljari yfir farða því hann á að hylja það sem farðinn hylur ekki, annað er bara tvíverknaður og óþarfa sóun á förðunarvörum ;)

stifthyljari3

Í blöndunina nota ég svo Setting Brush frá Real Techniques, bæði finnt mér hann langbestur í allar svona fínar aðgerðir og enginn annar bursti kemst næst honum í að blanda fullkomlega saman farða og hyljara. Ég byrja á því að dreifa úr hyljaranum bara til að jafna áferðina og svo nota ég fínar og léttar, hringlaga hreyfingar til að blanda saman útlínum hyljarans við farðann svo það sé enginn munur í áferð.

Svona kremuð formúla hylur bara allt saman – það er bara þannig. Það skemmtilega við áferðina er að það er líka hægt að leika sér með svona ljósan lit (ég er með þann ljósasta) og svo að taka dekkri tón í hyljaranum líka til að skyggja andlitið og gera létt contouring yfir andlitið.

Hér fyrir neðan sjáið þið svo hvernig grunnförðunin er þegar ég er búin að blanda hyljaranum saman við farðann. Grunnurinn á alltaf að vera áferðafallegur og sléttur, það er hægt að segja að með grunnvörunum farða og hyljara séum við að skapa hinn fullkomna grunn – eða hinn fullkomna hvíta striga sem við skreytum svo og mótum eftir okkar höfði með ýmsum litum og skemmtilegheitum.

stifthyljari6

Þar sem áferðin er örlítið sticky þá finnst mér gott að setja smá púður svo yfir bara til að jafa áferðina enn frekar og til að jafna áferðamun frá hyljaranum og farðanum svo það sjáist ekki.

Hér fyrir neðan sjáið þið svo skreytinguna… – hér er ég tilbúin voðalega fín eitthvað, það sem ég elska plómulitaðar varir!!

stifthyljari

Þessi er virkilega skemmtilegur og þróuna á svona stick förðunarvörum hefur verið gríðarlega mikil síðustu misseri. Hér er alls ekki lengur um að ræða svakalega þykkar formúlur sem fela allt saman og draga úr öllum einkennum húðarinnar. Hér eru bara flottar formúlur sem gera sitt með áferð sem margar okkar eru að leita eftir.

Í sumar er t.d. flott að setja bara pensilinn beint í hyljarann og bera hann þannig á húðina bara til að fá enn léttari áferð þá yfir BB eða CC krem. Langar að koma því að að ég er enn þeirrar skoðunar að BB kremið frá Shiseido sé það besta fyrir mína húð ég sé ekki enn sólina fyrir því og því verður þessi hyljari frá merkinu flottur með því á minni húð í sumar!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Fyrir & eftir með nýja farðanum frá Max Factor

Ég Mæli MeðFarðarHyljariMakeup ArtistMax FactorNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að prófa nýja farða og sýna ykkur fyrir og eftir myndir. Góður farði getur gert svo mikið og ef það er einhver snyrtivara sem ég ætti erfitt með að vera án þá er það farði og þá helst ljómandi farði.

En það á einmitt við um nýja farðann frá Max Factor Skin Luminizer sem er nú kominn í verslanir ásamt hyljara í stíl. Serum farðinn frá merkinu er einn af mínum uppáhalds svo ég átti ekki von á því að þessi nýji myndi valda mér vonbrigðum – sem hann gerði líka ekki ;)

maxfactorfarði5

Til að sjá fyrir og eftir er auðvitað nauðsynlegt að vera með eina mynd þar sem ég er með alveg hreina húð. Eins og þið sjáið er ég með rauða díla hér og þar og sums staðar þarf að jafna lit húðarinnar – en þið sjáið vel að farðinn gerir einmitt það.

maxfactorfarði4 maxfactorfarði8

Hér sjáið þið farðann, Skin Luminizer – mér finnst umbúðirnar alveg æðislegar, gylltar og hátíðlegar og smellpassa fyrir afmæli merkisins. Eins og þið sjáið er hightlighterinn aðskildur frá farðanum í umbúðunum en þegar þið pumpið farðanum út þá blandast hann fallega saman við farðann. Ég nota Buffing burstann frá Real Techniques til að bera farðann á. Til að fá fallega áferð á litinn finnst mér nauðsynlegt að nota bursta í hann. Farðinn þornar líka fljótt, hann verður alveg mattur – alveg hreint ótrúlegt – og þá er gott að vera með burstann við hendina.

Hér sjáið þið svo húðina þegar farðinn er kominn á hana…

maxfactorfarði10

Mikill og fallegur ljómi – en húðin er alveg mött!

maxfactorfarði9

Á sama tíma og farðinn kom í sölu kom Eye Luminizer Brightener – ljómahyljarinn líka. Hann er léttari en farðinn en gefur þennan sama ljóma og þéttari þekju. Hann  þornar ekki eins hratt og farðinn og því í góðu lagi að nota bara fingurna. En ég notaði þó í þetta sinn Deluxe Crease burstann frá Real Techniques.

maxfactorfarði2

Á húðina bætti ég svo smá sólarpúðri og örlitlum kinnalit – maskarinn sem ég prófaði þarna í fyrsta sinn er Masterpiece Transform frá Max Factor líka og kom mér sérstaklega á óvart.

Burstinn er einfaldur og kemur skemmtilega á óvart. Brustinn er úr gúmmíi og stilkarnir eru alls ekki langir og vegna þess þykkir maskarinn augnhárin vel alveg frá rótinni og upp. Ég lofa að sýna ykkur hann betur á næstunni en ég vildi bara svona aðeins kynna ykkur fyrir honum – ég held hann sé nefninlega ekki kominn í verslanir svo þið fáið betri færslu þegar hann er kominn.

maxfactorfarði

Mér finnst áferðin í farðanum virkilega falleg og ég er alveg ástfangin af ljómanum. Liturinn og áferðin frá farðanum gefur húðinni virkilega heilbrigða áferð. Kosturinn við farðann er líka sá að það er óþarfi að nota púður með honum, hann verður alveg mattur svo þið sem eruð með olíumikla húð en viljið hafa heilbrigðan ljóma ættuð að skoða þennan.

Hyljarann nota ég svo til að fullkomna áferð farðans og set hann t.d. í kringum augun, varirnar og upp eftir nefinu.

maxfactorfarði6

Skemmtilegur farði frá Max Factor á góðu verði sem ætti að henta þeim sem vilja heilbrigða og ljómandi húð.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Stjörnufarði frá Dior

DiorÉg Mæli MeðHúðLúkkMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég hef aldrei farið leynt með ást mína á tískuhúsinu Dior og allt sem frá því kemur. Eftir að nýr stjórnandi tók við í snyrtivörudeild tískuhússins hefur hver stjörnuvaran á fætur annarri komið frá þeim. Mögulega hefur hann kannski ekki haft með allar vörurnar að segja en hann fær heiðurinn núna.

Peter Philips gekk til liðs við Dior í upphafi þessa árs en áður hafði hann gegnt starfi Creative Director hjá Chanel. Þetta er maður sem er hokinn af reynslu, þekkir til þessa starfs frá hinu stóra förðunartískuhúsinu og þetta er líka maður sem er vanur því að hafa mikið um tískustraumana í förðunargeiranum að segja. Nýjasta viðbótin frá Dior á förðunarmarkaðinn (fyrir utan glæsislegu haustlínuna) er nýr farði – Diorskin Star – hér er svo sannarlega á ferðinni stjörnufarði!

diorstarfarði2

Farðinn og hyljari í sömu línu eru nú fáanlegir á Íslandi. Ég er mikill aðdáandi fljótandi farða og þessi er kominn á topplistann minn!

diorstarfarði7

Hér sjáið þið einfalt og náttúrulegt förðunarlúkk sem ég gerði með farðanum og hyljaranum. En til að sýna ykkur almennilega hvað í honum býr er þessi umfjöllun talsvert lengri…

Hér er á feðrinni farði sem segist gera húðina fótógenískari en áður og ég er bara nokkuð viss um að hann geri það bara einmitt.

diorstarfarði4

Fyrst byrjum við á farðanum. Mér finnst ég alltaf geta sýnt best hvað farði getur gert með fyrir og eftir myndum – því kom ekki annað til greina en að gera einmitt það og sýna ykkur hvers megnugur farðinn er í raun.

diorstarfarði13

Vinstra megin sjáið þið alveg tandurhreina húð en hægra megin er ég bara með eina umferð af Diorskin Star farðanum. Áferðin er mjúk og falleg, hún fær léttan ljóma en alls ekki of mikinn og þetta er því passleg áferð fyrir veturinn.

Eins og þið sjáið þá þekur farðinn sérstaklega vel en ég er oftast mjög rjóð í kringum augun en farðinn nær að hylja það mjög vel með bara einni umferð. Liturinn er líka mjög fallegur og hann jafnar húðlitinn minn sem er enn í tilvistarkreppu eftir undarlegt sumar. Ég er með ljósasta litinn á húðinni minni.

diorstarfarði3

Þá er komð að hyljaranum en hér fyrir neðan ákvað ég að reyna að sýna ykkur hvar ég setti hyljarann.

diorstarfarði14

Hyljarinn fór á ennið, í kringum augun, í kringum nefið, í kringum varirnar og aðeins uppá kinnbeinin. Hyljarinn er nánast í sama lit og farðinn og því sjáið þið mögulega ekki greinilegan litamun. Hyljarinn er hins vegar með mun þéttari áferð heldur en farðinn þó hann beri það reyndar ekki með sér við fyrstu sýn.

Ég kýs þó helst að hafa hyljarana mína tóni ljósari en farðinn er til að nýta þá sem highlihtera líka. Ég hefði því viljað að hann hefði verið aðeins ljósari en það er bara ég – hér er ég líka með ljósasata litinn.

Hér sjáið þið svo loks (aftur) lokaútkomuna. Hér er ég búin að bera smá sólarpúður til að skyggja, setja smá í kinngarnar, greiða úr augabrúnunum, setja á mig maskara og skella léttum varalit úr haustlínu Dior á varirnar…

diorstarfarði11

Góður fljótandi farði þarf að mínu mati að grunna húðina vel og draga úr sem mestum litamun og minnka sýnileika lýta í húðinni. Hann þarf að gera húðina að góðum striga sem hægt er að mála síðan ofan á – þessi farði gerir það og það ótrúlega vel!

Mæli með Diorskin Star fyrir þær sem vantar nýjan fljótandi farða fyrir veturinn – þessi farði fær topp einkunn frá mér. Ég hlakka til að fylgjast vel með Peter í framtíðinni og því sem hann mun gera áfram fyrir Dior – þessi byrjun boðar ekkert nema gott.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Stríðsmálningin

HúðHyljarilorealmakeupMakeup ArtistMakeup TipsSýnikennsla

Ég er alltaf að rekast á myndir á netinu þar sem erlendar makeup skvísur sýna hvernig er best að ýta undir andlitsdættina og móta andlitið með dökkum og ljósum litum. Ég er fyrir löngu komin með leið á þessum erlendu myndum og ákvað að skella í eina svona stuta myndasýnikennslu sjálf :)

Mig langa að taka það fram að þetta geri ég alls ekki á hverjum degi. Þetta er kannski aðeins of mikið af hinu góða svona dags daglega en smellpassar hins vegar fyrir t.d. leikhúsfarðanir. Nei ég nota sömu litatækni bara með öðrum vörum. Ég nota reyndar hyljara til að lýsa upp sömu svæði andlitsins og einmitt oftast sama hyljarann og ég nota í þessari sýnikennslu en þar sem ég set dökka litinn nota ég oftast sólarpúður. Ég nota léttan farða eða BB krem sem ég blanda hyljarann saman við, set létt litlaust púður yfir allt andlitið og skyggi svo með sólarpúðrinu.

Ég byrja fyrst á því að setja litina á andlitin. Hafið í huga að ljósir litir þeir draga fram. Ég set t.d. ljóst undir augabrúnirnar til að lyfta þeim upp svo augnvæðið mitt verður stærra og bjartara. Ég set það líka ofan á kinnbeinin því ég vil draga þau upp. Dökkir litir þeir ýta inn, með þeim búum við til skugga. Ég set t.d. dökka litinn undir kinnbeinin til að ýkja skuggann undir kinnbeinunum og þannig virðast þau standa meira út. Dökka litinn set ég líka meðfram hárlínunni til að ramma andiltið mitt fallega inn og mýkja andlitsdrættina.

contouring15 contouring16 contouring13 contouring12Hér er ég svo búin að blanda litunum saman – hér sjáið þið hvað litirnir tveir geta gert ótrúlega mikið. Ég nota Expert FAce Brush frá Real Techniques til að blanda litunum saman. contouring11 contouring10 contouring9Hér er ég svo búin að bæta við smá kinnalit í kinnarnar, varasalva á varirnar og setja maskara á augnhárin. contouring7 contouring3 contouring2Hér sjáið þið hyljarana sem ég notaði í verkið – þeir eru frá L’Oreal og heita True Match. Ég valdi þá í þetta verk því þeir eru ótrúlega þéttir í sér. Gefa þétta og matta áferð og litirnir í þeim eru mjög sterkir. Þetta eru litir nr. 1 og nr. 5 en þennan ljósari nota ég sjálf á hverjum degi og mæli hiklaust með honum – hann hylur allt!contouringNýtið ykkur samspil ljósa og dökkra tóna til að móta ykkar andlit eins og þið viljið hafa það ;)

EH

Íslenskar fyrirsætur fyrir Lancome

FarðarHúðLancomemakeupMakeup ArtistMyndir

Ég varð alveg heilluð af myndunum af þessum fallegu vinkonum. Mér finnst svo gaman þegar snyrtivörumerki framleiða efni til að auglýsa nýjungar með íslenskum fyrirsætum. Það var förðunarfræðingurinn Kristjana Guðný Rúnarsdóttir – sem er framan á Vikunni núna – sem farðaði Söru og Andreu með vörum frá Lancome og með myndatökunni átti að vekja athygli á nýja farðanum hjá merkinu, Teint Visionnaire. Aldís Pálsdóttir tók myndirnar.

Aldís er í miklu uppáhaldi hjá mér – hún tekur svo fallegar myndir. Hún var viðstödd fæðinguna hjá mér og tók myndir fyrir skemmtilegt verkefni sem hún ásamt fleirum er að gera – hlakka svo til að sýna ykkur þær.

Um leið og ég sá þessar myndir varð svo spennt að fá að prófa farðann. Teint Visionnaire er ekki bara farði heldur líka hyljari. Í loki farðans er þéttur og mjög góður hyljari og þegar þið lyftið honum af birtist sprauta sem þið notið til að pumpa farðanum út. Í lokinu er svo spegill en það er nú ekki algengt að spegill fylgi með fljótandi farða.Hér sjáið þið fyrir og eftir – vinstra megin er ég með alveg hreina húð og hægra megin er ég með farðann og hyljarann, ekkert annað. Farðinn er ótrúlega áferðafallegur og gefur húðinni mikinn ljóma, hyljarinn er töluvert þéttari svo ég notaði hann bara á þau svæði sem mér fannst þurfa að hylja betur. Hyljarann setti ég í kringum augun – ég set alltaf ofan á augnlokin líka því liturinn á þeim passar bara alls ekki við restina af andlitinu – við nasirnar og í kringum varirnar. Mér finnst eiginlega myndirnar hér fyrir neðan segja allt sem segja þarf. Ég notaði hendurnar til að bera bæði farðann og hyljarann á.
Dásamlega fallegar myndir af flottum konum með æðislegan farða! Svo er nú eins gott að þið séuð með það á hreinu að hún Andrea sem þið sjáið hérna hægra megin rekur eina flottustu fataverslun landsins á Strandgötu í Hafnafirði – meira HÉR.

Eftir að hafa prófað farðann sjálf myndi ég segja að hann henti öllum húðtýpum og öllum aldri.

EH

Hyljarar eru stórkostleg uppfinning!

Bobbi BrownBourjoisDiorHúðHyljarilorealmakeupMakeup ArtistMakeup TipsShiseido

Það eru til þónokkrar mismunandi tegundir af hyljurum, fullt af aðferðum við að bera þá á og nokkur góð ráð um hvernig þið eigið að velja ykkur hyljara – mig langaði að segja ykkur frá nokkrum af þessum hlutum og ég vona að þið hafið gaman af.

Hyljari er uppáhalds snyrtivaran mín og ég elska manneskjuna sem fann hana upp – ég veit reyndar ekki hver sú manneskja er en árið 1938 kom fyrsti hyljarinn á markaðinn. Hyljarinn var frá snyrtivöruframleiðandanum Max Factor og bar nafnið Erace – á vel við. Svo ég leiði líkur að því að það hafi einmitt verið Max Factor sjálfur sem fann hann upp – eða hafði alla vega vit á því að vera fyrstur með hann á markaðinn.

Ef ég er að fara eitthvað fínt út þá er það hyljarinn sem ég tek með mér í veskið – og varalitur eða gloss – annars sleppi ég öllu öðru. Ég er reyndar hjartanlega sammála góðri vinkonu minni sem gefur góðar leiðbeiningar um hvaða snyrtivörur eigi að taka með sér á djammið – HÉR. En ég tek reyndar bara með mér hyljara með ljómandi áhrifum sem er mun þynnri heldur en margir aðrir hyljarar.

Þegar ég er að velja mér lit af hyljara þá finnst mér gott að hafa í huga að velja annað hvort lit sem er í samræmi við litinn af farðanum sem ég er að nota eða lit sem er einum tón ljósari – ég vel alltaf ljósari lit þegar ég er að fá mér hyljara með ljómandi áhrifum því þá nota ég helst undir augun. Mér finnst húðin verða svo frískleg þegar ég nota ljósari lit. Eins og með farða þá eigiði alltaf að prófa litinn á andlitinu ykkar svo liturinn hæfi húðinni þar. Með farða þá segi ég að þið eigið að prófa litinn á kjálkalínunni svo liturinn hæfi andlitnu og hálsinum svo það myndist ekki gríma – ég hef bara vanið mig á að prófa hyljarana þar líka þó svo það skipti kannski ekki jafn miklu máli.

Ég set hyljarann alltaf á húðina á eftir farðanum ég man ekki alveg hvenær það var sem ég byrjaði á því en mér hefur alltaf fundist það að hyljarinn eigi að hylja það sem farðinn hylur ekki meika sens. Oft vill líka hyljarinn færast til finnst mér þegar ég ber farða á svo þá þarf ég að bæta á hyljarnn og þá klárast hann fyr. Eins nota ég líka oft hyljarana með ljómandi áhrifum sem hightlighter og þá finnst mér betra að nota hann yfir farða.Mér finnst best að doppa hyljaranum yfir svæðið sem ég vil hylja, ég byrja alltaf á því að setja hyljarann á handabakið mitt. Ég set hann aldrei beint með burstanum sem fylgir á húðina – það er meira uppá hreinlæti því þegar ég er að farða aðra þá skiptir það miklu máli svo ég hef líklega bara vanist því og geri það alltaf. Svo doppa ég honum á með fingrunum – þegar ég mála sjálfa mig. Ég strýk honum ekki yfir svæðið nema þegar ég þarf að færa litinn til. Ef þið doppið litnum í húðina þá fáið þið jafna og þétta hulu ef þið strjúkið þá færið þið litinn til og hættan er á að hann endi á allt öðrum stað en þið vilduð hafa hann á. Ekki setja of mikinn hyljara á handabakið í einu svo það fari engin formúla til spillis – svo má áferðin ekki vera of þykk.

Ef þið viljið fá meiri hulu en ykkur finnst þið fá með einni umferð af hyljara. Þá mæli ég með því að þið setjið bara fleiri umferðir – en þá þurfið þið fyrst að matta litinn alveg niður með litlausu púðri – þið getið séð nánari lýsingu á því HÉR.

Hér fyrir neðan sjáið þið að ég hef safnað saman nokkrum af þeim hyljurum sem ég er búin að vera að nota undanfarið….

Shiseido Cream Concealer: Kremaður hyljari sem hylur mjög vel og blandast saman við allt
svo það myndast engin lita/áferðarskil.
L’Oreal BB Concealer: roll on hyljari, létt og þunn formúla sem hylur ágætlega en stálkúlan kælir
húðina í kringum augun og dregur þannig úr þreytueinkennum.
Bobbi Brown Tinted Eye Brightener: Æðislegur hyljari með ljómandi áhrifum sem frískar
uppá húðina í kringum augun og dregur úr þreytueinkennum. Ég er að nota þennan þessa
stundina og ég verð fljót að ná mér í nýjan þegar hann klárast.
L’Oreal True Match: Þéttur hyljari sem gefur matta áferð og felur allt.
Þennan nota ég þegar húðin mín á slæman dag.
Bourjois Helthy Mix: Kremaður léttur hyljari sem gefur fallega áferð og góða hulu.
Gefur húðinni náttúrulega áferð og fallegan lit.
L’Oreal Lumi Magique: Hyljari með ljómandi áhrifum úr uppáhalds
vörulínunni minni frá L’Oreal  – sjáið meira HÉR
Nip+Fab CC EyeFix: Annar hyljari með ljómandi áhrifum en í þetta sinn CC hyljari.
Hann leiðréttir litarhátt og misfellur umhverfis augun með ljósdreyfandi litarkornum
sem draga einnig fram ljóma og hylja bauga.
Dior BB Eye Cream: Gefur húðinni góða og þétta áferð, eyðir dökkum baugum, þrota í húðinni og aukinn ljóma. Elska líka að hann innihaldi SPF 20 – meira HÉR.
Makeup Store Cover All Mix: Ein þekktasta varan frá merkinu er þessi hyljari, rauði liturinn
dregur úr bláma í húðinni og sá guli felur roðann svo er hægt að nota nude litinn til að
blanda saman við hina svo að litirnir passi ykkar litarhafti – eða einan og sér;)

Vona að þið séuð mörgu nær um hyljara eftir þessa „stuttu“ færslu.

EH

Spurning & Svar – Hyljari

Bobbi BrownmakeupMakeup TipsShiseidoSmashbox

Ég er enn að svara spurningum í gegnum forsíðuborðann á Trendnet og mér finnst gaman að velja úr spurningar sem ég held að gætu brennt á fleirum og birta þær og svörin mín hér inná síðunni. Ég var sérstaklega ánægð með spurninguna sem ég ætla að svara hér fyrir neðan – því ég hef oft fengið hana og ég var einmitt búin að hugsa mér að taka sérstaklega fyrir hyljara hér á RFJ innan skamms.

Spurning:

Sæl, mig langaði að spyrja þig hvernig ég get fengið baugahyljarann minn til þess að endast lengur framan í mér? Ég nota Photo Finish primer frá Smashbox og set svo hyljara frá Mac yfir en mér finnst alltaf eins og hann hverfi á fyrsta klukkutímanum, sama hversu mikið ég set. Ertu með einhverja lausn fyrir mig?

Bkv. Unnur

Svar:

Hæ Unnnur! mig langar að deila með þér lausninni sem ég nota á hverjum einasta degi. Lausnin mín felst í því að setja púður létt ofan á hyljarann. Á hverjum degi set ég fyrst á mig rakakrem svo er það annað hvort farði eða BB krem sem fer yfir alla húðina. Því næst set ég hyljara – ég nota Tinted Eye Brigtener frá Bobbi Brown í augnablikinu – ég set hyljarann á handabakið mitt og nota svo fingurna til að doppa hyljaranum yfir svæðið sem ég vil fela. Ef þú strýkur hyljaranum yfir svæðið er hætta á því að þú strjúkir hann alltaf í burtu. Svo tek ég litalausa púðrið mitt frá Shiseido og doppa því létt yfir hyljarann með þunna púðanum sem fylgir og þannig finnst mér ég festa hann vel. Ef mér finnst ég þurfa að hylja svæðið meira þá endurtek ég þessi tvö skref. Ég var mjög lengi að finna púður sem mér fannst nógu þunnt og létt til að nota undir augun, sum púður finnst mér setjast svo í línur og vera svo augljós – eftir mikla leit fann ég þetta og það er fullkomið, það besta við það er að það er alveg ósýnilegt! Eftir að ég byrjaði að nota þetta púður þá þarf ég ekki að pæla í hyljaranum mínum hann er bara þar sem hann á að vera allan daginn;)

Eins langar mig að benda þér á því þú segist nota primerinn frá Smashbox að þá er merkið einnig með sérstakan Under Eye Primer sem er sérstaklega gerður til að kæla svæðið undir augunum, draga úr þreytu og svo bætir hann endingu vörunnar sem þú setur yfir hann. Mér finnst hann virka vel í kringum augun, hann er eilítið þykkari en Photo Finish aðalprimerinn sem ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um. 

Vona að þetta ráð mitt henti þér!

EH

BB Nýjungar

lorealNýjungar í Snyrtivöruheiminum

BB kremin hafa svo sannarlega slegið í gegn og ég vona að flestar ykkar hafi prófað þau nú þegar – ef ekki þá er ég að vinna í nýrr BB krema umfjöllun sem kemur í næstu viku. Ég er búin að vera að prófa fullt af kremum í viðbót ég bara hreinlega fæ ekki nóg:)

En ég var að heyra af nýjung í BB línunni frá L’Oreal – Nude Magique. Núna á næstu dögum koma í verslanir BB hyljari og kinnalitur og ég býð spennt eftir að fá að prófa!Kinnaliturinn er létt litlaust gel sem fær á sig léttan náttúrulegan bleikan lit þegar hann kemst í snertingu við húð. Hann blandast saman við húðina svo það koma engin skil á milli húðlitarins þíns og kinnalitarins – þessi hljómar eins og hann sé svipaður O-Glow frá Smashbox. Kinnaliturinn verður fáanlegur í einum lit.

Hyljarinn kemur í roll-on umbúðum með stálkúlu sem kælir húðina í kringum augun um leið og þið berið hyljarann á svo þreytueinkenni og þroti í húðinni minnka. Hyljarinn gefur góða þekju og verður fáanlegur í einum lit sem aðlagar sig að þínu litarhafti svo hann mun henta flestum húðtónum – kannski ekki alveg öllum en vonandi koma bara fleiri litir ef þetta gengur vel:)

Ég er rosalega spennt að prófa þessar vörur – þegar maður er í þessum bransa þá verður maður svolítið eins og lítið barn í sælgætisbúð!

EH