Ég pantaði mér um daginn nýjung frá KKW Beauty. Fyrir ykkur sem vitið það ekki þá er þetta snyrtivörumerki í eigu Kim Kardashian West. Kim hefur lengi verið þekkt fyrir að vera ljós undir augunum og má segja að það sé hennar einkennandi “look”. KKW Beauty gaf nýlega út vörusett sem á að innihalda allar þær vörur sem þú þarft til þess að ná fram þessu fræga look-i.
*Greinahöfundur keypti vörurnar sjálf
Pakkningarnar fá strax 10/10 en mér finnst þær ótrúlega fallegar og einfaldar.
Settið inniheldur þrjár mismuandi vörur, sem er hyljari, laust púður og púður til þess að birta. Ég var mjög forvitin að prófa þessa aðferð. Ég nota oftast bara hyljara og púðra síðan yfir. Í settinu fylgir einnig mynd sem sýnir á mjög einfaldan hátt hugmynd um hvernig hægt sé að nota vörurnar.
Fyrsta skrefið er að hylja, því næst “baka” og síðan setja púður til þess að birta. Mér persónulega þætti það alveg nóg að nota annaðhvort lausa púðrið eða púðrið til þess að birta. Ég myndi fara varlega í að púðra svona mikið undir augunum en augnsvæðið gæti orðið mjög þurrt og fínar línur sjást greinilega. Vörurnar eru samt æðislegar og ég mun klárlega halda áfram að nota þær. Hyljarinn er ótrúlega kremaður og þekur vel. Púðrin eru líka mjög góð og gefa húðinni fallega áferð.
Ég er alltaf mjög spennt fyrir vörunum sem hún er gefa út og allar mjög flottar. Það eru gæði í þessum vörum en mér finnst maður samt sem áður ekki þurfa öll þessi skref til þess að skapa þessa birtu undir augunum. Hvað finnst ykkur? Þið megið endilega segja mér xx
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg