*Færslan er ekki kostuð
LOKSINS! Já loksins er einn vinsælasti hyljari í heimi kominn til Íslands, þetta er að sjálfsögðu Age Rewind frá Maybelline. Það hafa eflaust margir beðið eftir þessu en þessi hyljari er búin að vera ótrúlega vinsæll um allan heim og það er góð ástæða fyrir því.
Hyljarinn þekur vel, dregur úr þreyttum baugum og dökkum litum í kringum augun. Það er sérstök formúla í hyljaranum sem einkennist af goji berjum og haloxyl sem dregur úr dökkum litum, þrota og fínum línum. Síðan er hann mjög auðveldur í notkun en maður snýr á háls hyljarans til þess að fá vöruna í svampinn og ber síðan á þá staði sem þú vilt hylja eða birta til.
Ég sem algjör förðunarfíkil er mjög sátt með þessar fréttir en þetta er ótrúlega góður hyljari á góðu verði.
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg