fbpx

HYLJARI SEM BIRTIR OG ÞEKUR VEL

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við Clarins 

Halló!

Ég byrjaði að nota nýjan hyljara fyrir nokkrum vikum. Ég var búin að vera leita af góðum hyljara, mér finnst oft erfitt að finna hyljara sem hentar mér. Góður hyljari fyrir mér er hyljari sem er léttur en þekur vel og að litatónarnir eru góðir, þó mér finnist að það megi alltaf bæta við litaúrvalið hjá flestum merkjum. Mér finnst þessi hyljari uppfylla allt þetta. Þessi stjörnu hyljari er frá Clarins og heitir Instant Bright Concealer.

“Fatigue-fighting, smoothing and long-wearing concealer – a hydrating corrector that serves as perfection makeup for toned and blemished skin.”

Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta hyljari birtir undir augun en þekur líka mjög vel. Formúlan inniheldur aloe vera sem gerir það að verkum að hyljarinn gefur einnig góðan raka og er mjög frískandi undir augunum. Þegar hyljarar gefa raka þá eru líka minni líkur á að þeir fari í fínar línur. Þessi hyljari hentar öllum húðtýpum og er til dæmis líka mjög góður að hylja bólur eða roða.

Hyljarinn kemur í túpu sem mér finnst stór kostur og þá er minni hætta á bakteríumyndun, eins og til dæmis þegar það er ásetjari. Ég set yfirleitt bara smá hyljara á handarbakið og set síðan fyrst hyjarann undir augun með baugfingri. Með því að gera það þá hita ég upp hyljarann og þá blandast hann vel við húðina en síðan fer ég yfir með rökum Miracle Complexion Sponge frá Real Techniques. Þegar maður notar svamp til að blanda út farða eða hyljara þá fær maður léttari og meiri ljómandi áferð en það er líka gott að nota bursta ef maður vill meiri þekju.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HELGIN: FÖRÐUN OG DRESS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Kristín Erla Þórisdóttir

    6. May 2019

    Hvaða litatón ert þú að nota?

    • Guðrún Sørtveit

      7. May 2019

      Ég nota nr. 1 :-D