fbpx

Íslenskar fyrirsætur fyrir Lancome

FarðarHúðLancomemakeupMakeup ArtistMyndir

Ég varð alveg heilluð af myndunum af þessum fallegu vinkonum. Mér finnst svo gaman þegar snyrtivörumerki framleiða efni til að auglýsa nýjungar með íslenskum fyrirsætum. Það var förðunarfræðingurinn Kristjana Guðný Rúnarsdóttir – sem er framan á Vikunni núna – sem farðaði Söru og Andreu með vörum frá Lancome og með myndatökunni átti að vekja athygli á nýja farðanum hjá merkinu, Teint Visionnaire. Aldís Pálsdóttir tók myndirnar.

Aldís er í miklu uppáhaldi hjá mér – hún tekur svo fallegar myndir. Hún var viðstödd fæðinguna hjá mér og tók myndir fyrir skemmtilegt verkefni sem hún ásamt fleirum er að gera – hlakka svo til að sýna ykkur þær.

Um leið og ég sá þessar myndir varð svo spennt að fá að prófa farðann. Teint Visionnaire er ekki bara farði heldur líka hyljari. Í loki farðans er þéttur og mjög góður hyljari og þegar þið lyftið honum af birtist sprauta sem þið notið til að pumpa farðanum út. Í lokinu er svo spegill en það er nú ekki algengt að spegill fylgi með fljótandi farða.Hér sjáið þið fyrir og eftir – vinstra megin er ég með alveg hreina húð og hægra megin er ég með farðann og hyljarann, ekkert annað. Farðinn er ótrúlega áferðafallegur og gefur húðinni mikinn ljóma, hyljarinn er töluvert þéttari svo ég notaði hann bara á þau svæði sem mér fannst þurfa að hylja betur. Hyljarann setti ég í kringum augun – ég set alltaf ofan á augnlokin líka því liturinn á þeim passar bara alls ekki við restina af andlitinu – við nasirnar og í kringum varirnar. Mér finnst eiginlega myndirnar hér fyrir neðan segja allt sem segja þarf. Ég notaði hendurnar til að bera bæði farðann og hyljarann á.
Dásamlega fallegar myndir af flottum konum með æðislegan farða! Svo er nú eins gott að þið séuð með það á hreinu að hún Andrea sem þið sjáið hérna hægra megin rekur eina flottustu fataverslun landsins á Strandgötu í Hafnafirði – meira HÉR.

Eftir að hafa prófað farðann sjálf myndi ég segja að hann henti öllum húðtýpum og öllum aldri.

EH

Vika vikunnar

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Hanna

  14. June 2013

  Æðislegar og raunverulegar myndir :)

 2. Andrea

  14. June 2013

  Alveg sammála þetta “meik” frá Lancome er algjört æði. Ég hef aldrei notað meik áður, hef frekar notað dagkrem eða eithvað léttara. En í alvöru þá finnst mér þetta gera svo mikið að ég á ekki orð :) Ótrúlega flott og ég mæli með að þið prófið.
  Takk Erna <3
  Love
  Andrea

 3. Anonymous

  15. June 2013

  Veistu hvað þessi farði kostar?