MÆLI MEÐ Á TAX FREE

BURSTARHÁRNaglalakkSNYRTIVÖRURTAX FREE
*Færslan er ekki kostuð 
Það er Tax Free í verslunum Hagkaupa og mig langaði að deila með ykkur nokkrum vörum sem ég mæli með.

1. FLOWER FUSHION SHEET MASK – ORIGINS

Ég fékk að prófa þessa maska um daginn og get 100% mælt með þeim. Þetta eru nýju “sheet” maskarnir frá Origins og eru ótrúlega rakagefandi. Það eru til nokkrar týpur og hægt að finna einhvern sem hentar sér.

 

2. MONSIEUR BIG – LANCOME

Ég er búin að vera nota þennan maskara frá LANCOME í rúman mánuð núna og hann er æðislegur. Hann þykkir augnhárin ótrúlega vel og endist lengi á augnhárunum.

 

3. SAHARIENNES BRONZING STONE – YSL

Ótrúlega fallegt sólarpúður úr nýju sumarlínunni frá YSL. Þetta sólarpúður gefur ótrúlega fallega hlýju og fullkomið fyrir sumarið.

 

4. SCULPTING SET – REAL TECHNIQUES

LOKSINS er þetta sett komið til Íslands en þetta er eitt af mínum uppáhalds settum frá RT. Þetta sett er æðislegt til þess að skyggja húðina og gefa húðinni fallegan ljóma. Síðan fylgir ótrúlega fallegt hvítt box með flestum af nýjustu settunum frá RT. Ég skrifaði einmitt færslu um nýjungarnar hér ef þið viljið skoða það nánar.

5. BRONZING GEL – SENSAI

Ég keypti mér þetta bronzing gel frá SENSAI um daginn og sé sko ekki eftir því! Ég var búin að sjá ótrúlega marga mæla með þessu og varð bara að prófa. Þetta er létt krem sem gefur fallegan ljóma og gefur húðinni smá lit, fullkomið í sumar ef maður vill ekki nota farða.

 

6. SUMMER COLLECTION – ESSIE

Mér finnst alltaf gaman að skoða ný naglalökk og sérstaklega nýju sumarlínurnar. Þetta er sumarlínan frá Essie og er ótrúlega sæt.

 

7. PERFECT WORLD – ORIGINS

 

Þetta krem frá Origins er ég búin að nota í allt sumar og er algjört “must” fyrir mig sem flugfreyju. Þetta krem inniheldur hvítt te, verndar húðina frá rauðum geislum og er með 40 í sólarvörn. Þetta er því æðislegt krem fyrir sumar og ferðalagið. Síðan er æðisleg lykt af þessu!

8. COLOR RISTA – L’ORÉAL

Ég hef reyndar ekki prófað þessa vöru en hef heyrt ótrúlega góða hluti og ætla ég sjálf að kaupa þessa vöru á Tax Free. Þetta er Color Rista frá L’oréal og er litasprey fyrir hárið. Mig langar ótrúlega mikið að spreyja endana á hárinu bleika í sumar. Þetta er algjör snilld fyrir sumarið og skemmtileg tilbreyting!

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

 

FÖRÐUNIN MÍN UM HELGINA

FÖRÐUNLÍFIÐSNYRTIVÖRUR

Gleðilegan mánudag! Vonandi var helgin hjá ykkur æðisleg, allir nutu sólarinnar og fylgdust spennt með landsleiknum.

Ég var í útskrift um helgina og mig langaði að deila með ykkur förðuninni sem ég gerði. Ég tók reyndar ekki góðar förðunarmyndir en tók nokkrar (margar) sjálfsmyndir.

Ég er ekkert búin að breyta myndunum, þannig að þið sjáið vonandi vel hvernig förðunin kom út

 

Ég ætla taka ykkur “step by step” ..

Mér finnst mjög mikilvægt að undirbúa húðina vel og nota ég alltaf gott rakakrem áður en ég geri eitthvað annað.

Ég er oft með hreinsiklúta við hönd, ekki til þess að hreinsa húðina heldur til þess að hreinsa undir augunum ef ske kynni að augnskuggi myndi detta niður.

 

 

Varaprepp er mjög mikilvægt. Ég gleymi þessu skrefi samt ansi oft samt en þetta er ótrúlega mikilvægt.

Þetta eru tvær vörur frá Glam Glow og heita Plumpageous Matte Lip Treatment og gera varirnar aðeins stærri. Síðan er það Poutmund Wet Lip Balm Treatment Mini og er varasalvi með lit í.

 

Ég byrja alltaf á augabrúnunum og notaði þetta Urban Decay combo. Ég er búin að vera nota Brow Beater og Brow Tamer í svolítinn tíma núna og elska þetta!

 

Ég notaði bara Coloured Raine augnskugga. Þeir eru ótrúlega litsterkir og blandast ótrúlega vel.

 

Augnskugginn sem ég notaði yfir allt augnlokið heitir “Down Town

 

Síðan notaði ég þennan eyeliner frá Rimmel til þess að gera léttan eyeliner. Oftast nota ég blautan eyeliner en ég vildi ekki hafa eyeliner-inn of áberandi.

 

Ég notaði ekki tvenn augnhár haha en þau sem ég var með eru ekki lengur í pakkningunni en þau heita Allure og eru frá Koko Lashes.

Síðan notaði ég fallegasta pigment í öllum heiminum í innri augnkrók en það heitir Vegas Baby (nr.20) frá Nyx.

 

Ég nota alltaf þetta augnháralím frá Eylure

 

Á húðina þá notaði ég þetta combo, farða frá YSL og hyljara frá Urban Decay. Þessi farði frá YSL er æðislegur, myndast ótrúlega vel og mjög léttur á húðinni.

Síðan notaði ég litaleiðréttandi penna frá YSL til þess að hylja roða.

 

Ég nota alltaf púður yfir allt andlitið því ég er með frekar olíumikla húð og vill að farðinn endist allt kvöldið, sem hann gerði. Ég keypti mér Airspun púðrið í Walgreens um daginn og kom mér skemmtilega á óvart, mæli með.

Síðan notaði ég Beached Bronzer frá Urban Deacy til þess að hlýja húðina, þetta er UPPÁHALDS sólarpúðrið mitt þessa stundina. Á kinnarnar notaði ég After Glow kinnalitinn frá Urban Decay í litnum SCORE og Rodeo Drive frá Ofra á kinnbeinin.

 

Ég er síðan alltaf mjög dugleg að spreyja rakaspreyi á andlitið nokkrum sinnum í gegnum förðunina. Það lætur allt blandast mun betur saman og förðunin endist lengur.

 

Á varirnar notaði ég nýju varalitina mína frá Kylie Þessir komu samt einungis í takmörkuðu magni en vonandi koma þeir aftur því þeir eru æði.

 

Notaði líka Velvet Teddy frá Mac 

 

Ég notaði sem sagt fyrst Velvet Teddy síðan Kimmie og svo Kimberly í miðjuna

 

Svo til þess að toppa look-ið þá spreyjaði ég þessu æðislega ilmvatni á mig frá Lancome

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

LIPS OF THE DAY

FÖRÐUNLIPS OF THE DAY

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf 

Ég var að ákveða að vera með fastan vikulið hérna á blogginu og sýna ykkur einn nýjan varalit í hverri viku. Ég á svo marga flotta varaliti sem ég nota aldrei því ég er svo föst í “nude” litunum og ég held að þetta eigi eftir að hjálpa mér að fara út fyrir þægindarammann!

Í þessari viku ákvað ég að byrja á einum sumarlegum og valdi mér rauð appelsínugulan varalit frá LANCOME. Hann er ótrúlega léttur á vörunum og rakagefandi.

Mér finnst maður líka fá meira sjálfstraust með dekkri varaliti eða svona “confidence boost”.

Þessi varalitur finnst mér fullkominn fyrir sumarið!

 

Umbúðirnar eru svo ótrúlega fallegar

 

Hérna er nafnið á honum, Á LA FOLIE.

Vonandi hvetur þetta líka ykkur til þess að fara út fyrir þægindarammann og vera meira með liti. Hlakka til að sjá hvaða varalitur verður fyrir valinu í næstu viku!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

My everyday base

Shopping

smink1

smink3  smink4

This is what I normally use everyday.

Under my eyes I first use hydrating eye primer and then high definition concealer, both from Smashbox. As a base for the rest of my face I use Lancome Miracle Air de Teint, a super light foundation that is super easy to apply, Cant live without it! I finish off with a light transparent powder and Smashbox contour kit or  Wonder powder from MakeUpStore also contouring. My blush is by Lancome and it is long lasting blush that stays all day. My favorite mascara now is Stay Long by Clarins, it has a little serum in it so my eyelashes stays long. When I stop using it I can see that my lashes gets smaller. A Very addictive mascara ;)

My day cream and cleansing are both from Skyn Iceland, these are also products I cant be without. In the summer I use a lighter day cream and as for now in the winter my face gets very dry so I use Arctic Hydrating Balm in my whole face and under eye hydrating pen under and around my eyes. As cleanse I use Glacial Face Wash witch lasts me very long and it soo good.

 

smink7

This post is not sponsored.

Love,

L

Annað dress og Lancome hátíðarförðun

Annað DressJól 2015LancomeLífið MittLúkkNýtt í Fataskápnum

Lancome vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég að gjöf frá Lancome á Íslandi. Allt sem ég skrifa er þó frá mér sjálfri og ég gef alltaf mitt hreinskilið álit:)

Við mamma skelltum okkur á tónleika núna á laugardaginn var – við förum árlega á jólatónleika saman og við veljum okkur alltaf nýja í hvert skipti. Í ár voru það tónleikarnir með Pálma Gunnars og Röggu Gröndal í Eldborgarsal Hörpu. Ég naut þess svo sannarlega að hlýða á ljúfa jólatóna og frábært tónlistarfólk. Það er líka bara eitthvað við það að eiga eitt svona afslöppunarkvöld í öllu jólastressinu – er það ekki :)

En ég nýtti tækifærið og setti upp eðal hátíðarförðun og skellti mér í nýja fallega kimono sloppinn minn frá Ganni sem ég keypti mér fyrir stuttu…

annaddresslukk2

Sloppur: Ganni frá Geysi, þennan keypti ég þegar ég kíkti í fyrsta sinn í nýju Geysis búðina sem er í gamla tösku og hanskabúðar rýminu. Ef þið hafið ekki enn farið þangað þá eruð þið að missa af miklu. Þar er að finna nýja dásamlega hönnun Geysis í bland við m.a. skandinavíska hönnun Ganni, Wood Wood og Stine Goya. Þetta er svona ekta sloppur sem ég nota óspart hér fór ég í svartan rúllukragabol og svartar buxur við svo sloppurinn fengi að vera aðalmálið. Síðustu helgi á undan klæddist ég honum líka bara innan undir þunnum svörtum kjól – klárlega mikið notagildi í þessari flík sem er ábyggilega ástæðan fyrir því að ég á töluvert marga svona:)

Ég setti upp svona hátíðlega plómulitaða augnförðun með miklu gylltu glimmeri í augnkrókunum. Allt lúkkið er unnið með litum úr hátíðarpallettunni frá Lancome sem er svo ofboðslega falleg en hana sjáið þið hér neðar…

annaddresslukk6

Mér finnst alltaf mikilvægast þegar ég er að gera svona augnfarðanir að hafa áferðina mjúka, til að fá mjúka áferð í kringum augun. Þá þarf að passa uppá blöndunina, blöndunin er ekkert sérlega flókin, kannski er pirrandi að lesa mig skrifa það en þið sem hafið fylgst með mér á snappinu vitið að það er ekkert sérlega tæknilegt við þetta. Þetta er allt spurning um réttan bursta og að hafa ekki mikinn þrýsting á burstanum – sjálf nota ég alltaf Setting Brush frá Real Techniques.

Ég byrja í raun á þessu sem þið sjáið yst, ég byrja á næst dekksta litnum og bý til skygginguna og set svon litina smám saman yfir skygginguna. En ég enda samt á þessu gyllta… En litina sem ég nota sjáið þið hér fyrir neðan.

lancomehatid

 La Palette 29, Faubourg Saint Honore – hátíðarpallettan frá Lancome

Hátíðarpallettan er sérlega glæsileg en hún er nefnd í höfuðið á götuheitinu sem fyrsta Lancome verslunin stendur við. En á pakkningunum sjálfum er mynd af hurð verslunarinnar sem einkennir húsnæðið. Í pallettunni eru 6 augnskuggar sem má alla nota saman eða í sitthvoru lagi. Í minni förðun nota ég alla nema augnskugga nr. 2 en hann fannst mér ekki alveg passa í þetta sinn. Til hliðar sjáið þið svo gloss og varaliti sem eru undir málmskyldi til að hlífa varalitunum fyrir litapigmenti frá augnskuggunum – mjög sniðugt og kemur í veg fyrir að pallettan verði subbuleg. Hátíðarlínan er fáanleg á sölustöðum Lancome nú fyrir jólin en hún kom bara í takmörkuðu upplagi. Virkilega falleg gjöf líka fyrir jólin :)

En næst innsti aungskugginn er sá sem ég nota til að grunna skygginguna svo nota ég þann fyrir innan við hann yfir allt augnlokið og svo þann næsta við hliðiná inná innri helming augnloksins. Gyllta litinn geri ég svo ennþá sterkari með hjálp Mixing Medium frá MAC en þið gætið líka notað Fix+ spreyið eða Primer Water frá Smashbox. Fremsti liturinn er svo alveg mattur og hann nota ég fyrir ofan skygginguna til að laga til og mýkja útlínurnar enn betur.

annaddresslukk5

Að lokum nota ég svo allra dekksta litinn til að skyggja enn betur og gera umgjörð augnanna enn dramatískari. Hér væri svo hægt að bæta við augnhárumog eyeliner til að gera allt ennþá meira dramatískara.

annaddresslukk4

Ég ákvað að spreyta mig svo á nýja krullujárninu sem ég ætla að sýna ykkur á næstu dögum sem er Rod 10 járnið frá hh Simonsen. Það er sjúklega flott en ég varð alveg ástfangin þegar Fía var að krulla mig í prufuhárgreiðslunni og var svo heppin að fá svona járn að gjöf – þetta er ábyggilega heitasta krullujárnið í dag og tilvalið í jólapakkann!!

Mér finnst svo alltaf gott að spreyja vel yfir krullurnar mínar og greiða svo í gegnum þær með fingrunum til að fá náttúrulegri áferð.

annaddresslukk

Yndisleg kvöldstund og svo gaman að klæða sig upp og dressa þó ég væri nú bara að fara með mömmu á tónleika. Mér finnst alltaf svo hátíðlegt að fara fín til fara á viðburði sem þessa það gerir þá enn skemmtilegri.

Nú er bara að halda áfram að taka til og græja fyrir jólin þó ég sé löngu búin að átta mig á því að þau koma þó hér sé búið að skúra eða ekki – og það er bara ekkert að því! ;)

Erna Hrund

Þessar fá Lancome pallettuna

AugnskuggarÉg Mæli MeðJól 2015JólagjafahugmyndirLancome

Verðlaunin í leiknum eru gjöf frá Lancome á Íslandi.

Elsku dömur! Takk kærlega fyrir öll fallegu hrósin í garð mömmu minnar sem steig aðeins út fyrir þægindarammann og sat fyrir hjá mér í hátíðarförðun fyrir Lancome. Ég var að nota Auda(city) in Paris pallettuna frá Lancome sem var að koma til landsins og er alveg stórglæsileg og hentar fyrir dagfarðanir, kvöldfarðanir og að sjálfsögðu hátíðarfarðanir eins og þessa…

mammalancome4

Endilega skoðið færsluna HÉR ef þið misstuð af henni.

mammalancome9

En í færslunni þá setti ég af stað smá leik með Lancome hér á Íslandi en þeim langaði að gleðja tvo lesendur með þessari fallegu pallettu. Palletta sem þessi er tilvalin í jólapakkann hjá glæsilegri dömu, ég gladdi mína mömmu með því að gefa henni pallettuna sem ég fékk og hún varð ofboðslega glöð með það þó hún eigi reyndar enn eftir að koma að sækja hana til mín. Ef ég þekki mína mömmu rétt þá á hún eftir að nota þessa mikið :)

En takk kærlega fyrir falleg orð í garð mömmu og hér koma þær tvær sem fá pallettuna…

Screen Shot 2015-11-27 at 12.42.05 AM Screen Shot 2015-11-27 at 12.41.50 AM

Innilega til hamingju dömur og endilega hafið samband við mig á ernahrund(hjá)trendnet.is til að fá upplýsingar um hvert þið getið sótt vinninginn.

Svo að lokum langar mig að þakka fyrir falleg hrós í minn garð. Mig hafði lengi langað að fá til mín alls konar dömur til að sitja fyrir í förðunum fyrir síðuna og sérstaklega að fá konur á öllum aldri til að gefa góð ráð útfrá aldri, húðgerð og að sjálfsögðu andlitsfalli. Ég vona að ég muni ná að gera meira af þessu í nánustu framtíð og ef þið hafið einhverjar hugmyndir eða beiðnir um lúkk sem ykkur langar að sjá endilega látið í ykkur heyra!

Takk,

Erna Hrund

Mamma skvísa & gjafaleikur með Lancome

AuguFyrir eldri húðJól 2015Makeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minni

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Lancome á Íslandi gefur palletturnar í gjafaleiknum.

Í þó nokkur ár hefur planið alltaf verið að fá önnur andlit en mitt til að sýna fallegar farðanir. Núna fyrir stuttu plataði ég svo móður mína til mín í kaffibolla undir því yfirskyni að fá að farða hana.

Mamma mín  er glæsileg kona með mjög fallega húð, hún hugsar mjög vel um húðina sína svo ég á stundum bágt með því að trúa því að hún sé orðin 49 ára en það er víst sannleikurinn. Svo hér langar mig að sýna ykkur förðun sem hentar sérstaklega vel konum á aldri við mömmu mína, gefa ykkur nokkur góð tips fyrir konur á hennar aldri þegar kemur að förðunum og um leið gefa tveimur dömum tækifæri til að eignast pallettuna sem ég nota í þessa hátíðarförðun.

mammalancome8

Fyrst, áður en við förum í það að greina förðunina í þaular langar mig að koma með nokkur tips fyrir konur með húð sem er farin að eldast. Húðin okkar missir þyngdarafl sitt og hún þynnist smám saman. Það er vegna þess að hún missir dáldið fyllingu sína að innan vegna rakataps og það þarf því að vanda til verks þegar húðin er förðuð. Húðin á augnsvæðinu er sú sem er viðkvæmust því hún er þynnst svo þegar hún þynnist enn meir á hún til að færast til þegar við förðum hana. Ég mæli því alltaf með að nota grunn, augnskuggagrunn og farðagrunn, til að það sé enn auðveldara að farða húðina.

Það þarf að fara varlega og passiði augun setjið ekki of mikið af augnskugga á augnlokin því það er aðeins erfiðara að vinna skuggana til. Notið bursta með þéttum hárum sem eru stutt til að bera litinn á augnlokið og svo blöndunarbursta til að dreifa úr litnum. Passið að dusta vel úr burstanum með því að slá skaftinu á handabakið þá fer allt umfram pigmentið úr burstanum. Byggið svo bara litinn upp með fleiri umferðum þar til þið fáið þekjuna sem þið viljið.

Með eyeliner þá getur stundum verið vandasamt að ná línunni alveg heilli því stundum dreifist liturinn út í línurnar. Passið því að reyna að ná að hafa aungnlokin eins slétt og þið getið. Hafið línuna eins þunna og þið getið og byggið hana smám saman upp. Leyfið línunni svo að þorna alveg áður en þið opnið augun alveg svo liturinn smitist ekki.

Þegar kemur að húðinni er ekki sniðugt að setja of mikið á hana því það þyngir ásýnd húðarinnar. Hér nota ég fljótandi farða og hyljara og sleppi öllu púðri nema ég nota bara sólarpúður til að móta andlitið lítillega. Við mæðgurnar eigum það sameiginlegt að vera með ansi skarpa andlitsmótun og ég get alveg þakkað mömmu fyrir þessi kinnbein mín eins og þið sjáið alveg á þessum myndum.

mammalancome7

Ég vona svo að móðir mín reiðist mér ekki fyrir það sem ég ætla að skrifa næst… En hárin í augabrúnunum hennar eru farin að grána smá og frábært ráð til að lita þau án þess að lita augabrúnirnar er að nota litað augabrúnagel. Gelin eru bara eins og maskari sem þekja öll hárin þannig þau fá yfir sig fallegan lit. Eins þegar við eldumst hægist á vexti hárnna í augabrúnum svo stundum virðast þær vera að þynnast. Mamma þú ert með mjög góðan hárvöxt enn svo það sé á hreinu! En fyrir þær sem þurfa þá mæli ég með að þær noti augabrúnablýanta með vaxkenndri formúlu. Með þeim er nefninlega svo þægilegt að teikna hár inní augabrúnirnar til að þétta ásýnd þeirra.

Svo eru það varirnar. Notið hyljara til að grunna varirnar og notið svo góðan blýant til að móta þær, varablýantur kemur í veg fyrir að varaliturinn renni til og fari í fínu línurnar sem koma í kringum varirnar. Hér nota ég meirað segja eyeliner sem varablýant og aðeins ljósari varalit yfir til að gefa vörunum aðeins þrýstnari áferð. Því það sem gerist líka þegar húðin eldist er að varirnar þynnast því þær missa líka rakann í vörunum og náttúrulegu fyllinguna sína. Svo með því að setja ljósari lit í miðju varanna virðast þær þrýstnari.

mammalancome9

Hér sjáið þið pallettuna sem er í stjörnuhlutverki í förðuninni. Pallettan hetir Auda(city) in Paris og er frá Lancome. Pallettuna hannaði Lisa Eldridge en litirnir sem einkenna hana eru innblásnir af þessari dásamlega fallegu hátísku borg. Pallettan inniheldur 16 mismunandi augnskugga sem eru með ólíkum áferðum. Sumir eru mattir, sanseraðir, með glimmeri, með kremkenndri áferð. Svo það er ýmislegt sem er hægt að gera. Ég nota matta brúna litinn sem þið sjáið næst innst í pallettunni en hann er frábær blöndunarlitur og hann er í aðalhlutverki í förðuninni sem skyggingarliturinn líka. Svo nota ég sanseraða liti og bleiktóna liti til að birta aðeins yfir förðuninni og gefa henni meiri lit.

Brúnir tónar fara öllum konum vel, brúnir litir aðlagast litarhaftinu okkar svo vel. Þess vegna má líka segja að konur með brún augu geta notað alla liti! En þegar kemur að konum með græn augu mæli ég eindregið með fjólubláum tónum, fyrir konur með blá augu eru orange og kopar tónar og jafnvel bleikir líka æðislegir það sama má segja um konur sem eru með svona grátóna augu, þessir litir draga fram bláa litinn í augunum.

Förðunina hennar mömmu byggði ég upp þannig að ég byrjaði yst á augnlokunum og færði mig innar. Ég nota jafnt sanseraða og matta liti. Það er einhver alveg svakalega undarleg regla sem fjallar um það að konur megi ekki nota sanseraða augnskugga þegar þær eru komnar með línur í kringum augun – þvílík endemis vitleysa, ég segi og hef alltaf sagt að konur eigi að mála sig eins og þeim sjálfum finnst fallegt. Við ættum að mála okkur fyrir okkur sjálfar en engann annan!

Ég ýki meirað segja sanseringuna hennar mömmu með því að bleyta uppí ljósum sanseruðum lit sem er nr. 4 í pallettunni í efri röðinni til að fá ennþá ýktari lit og mér finnst það persónulega koma alveg svakalega vel út.

mammalancome4

Aðrar vörur sem ég bætti við til að fullkomna lúkkið hennar mömmu eru…

Teint Visionnaire Foundation, Long Lasting Softening Concealer, Sourcils Définis augabrúnablýantur, Belle de Teint sólarpúður, Le Crayon Khol í lit nr. 11 Café Serré, Le Crayon Khol í lit nr. 12 Chocolate Chaud (eyeliner sem ég notaði sem varablýant) og Shine Lover varalitur í litnum 316 – allt vörur frá Lancome.

Aukalega bætti ég svo við augnskuggagrunni frá MAC, Super Liner Superstar eyeliner frá L’Oreal og Million Lashes So Couture maskara frá L’Oreal.

mammalancome

Mamma skvísa!

Fullkomin hátíðarförðun fyrir allar konur, loksins gaf ég mér svo tíma til að gera það sem ég hef alltaf ætlað að gera á blogginu og það er að fá konur á öllum aldri til að sitja fyrir og sýna fallegar hátíðarfarðanir. Ég vona svo sannarlega að ég hafi kannski náð að gefa góð tips fyrir konur á aldri við mömmu þegar kemur að hátíðarförðuninni í ár en það má svo sannarlega hunsa allar reglur og gera það sem manni finnst fallegt sjálfum.

En mig og dömurnar hjá Lancome langar að gleðja tvo heppna lesendur með þessari fallegu pallettu. Svo ef þig langar í þessa Auda(City) in Paris augnskuggapallettu endilega taktu þátt því það er svo sannarlega til mikils að vinna því eins og þið sjáið á pallettunni bíður hún uppá svakalega mikla möguleika.

Til að eiga kost á pallettu…

1. Smelltu á Like á þessari færslu og deildu henni á Facebook.
2. Farðu inná Facebook síðu Lancome og smelltu á Like – FACEBOOK SÍÐA LANCOME Á ÍSLANDI
3. Skrifaðu athugasemd við þessa færslu með fullu nafni svo ég geti haft uppá þér og láttu fylgja nafnið á þinni uppáhalds vöru frá Lancome.

Erna Hrund

Topp 10 á Tax Free

Ég Mæli MeðLífið MittmakeupNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég ýmist keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Jæja dömur og herrar! Þá er komið að Tax Free dögum í Hagkaup sem standa í þetta sinn til 16. nóvember. Glæsilegir jólakassar fylla Hagkaupsverslanirnar svo það er um að gera að tryggja sér flottustu kassana og byrja bara á jólagjafainnkaupunum á enn betra verði.

Ég setti að sjálfsögðu saman minn klassíska Topp 10 lista sem er á aðeins breiðari fleti núna þar sem já það eru voða mikið af stórum vörum á listanum :)

taxfreenóv15

 

p.s. endilega smellið á myndina til að sjá hana og vörurnar stærri :)

1. Double Exposure pallettan frá Smashbox – Nýja stóra Exposure pallettan er sjúk! Ég er bara búin að stara á hana núna alltof lengi af hrifningu en skuggarnir eru gordjöss. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi augnskugganna frá Smashbox og mér finnst þeir með þeim betri hér á landi. Hér eru 12 augnskuggar sem má síðan alla nota blauta en þannig breytist áferðin og þéttingin í litunum svo í raun eru þetta 24 augnskuggar. Fullkomin jólagjöf fyrir einhverja heppna dömu!

2. Kiss & Love pallettan frá YSL – Hátíðin frá YSL er mætt í verslanir og ég ætla einmitt að sýna ykkur aðeins meira með þessari núna á næstu dögum. Hér er virkilega falleg palletta – umbúðirnar eru sjúkar og minna á minnisbók – sem inniheldur augnskugga, kinnalit og varaliti. Litirnir finnast mér virkilega fallegir og áferðin er mjúk og flott og þetta er alveg svona klassísk hátíðarpalletta.

3. Auda(city) París pallettan frá Lancome – Ég var að fá þessa fallegu augnskuggapallettu sem Lisa Eldridge hannaði fyrir Lancome. Litirnir eru sérstaklega innblásnir af París og stemmingunni og litunum sem einkennir þessa fallegu frönsku borg. Það er gríðarlegt úrval af litum og alls kyns áferðum í pallettunni og ég hlakka til að prófa mig áfram með hana.

4. Bold Metals hátíðarsett – Settið inniheldur tvo af mínum uppáhalds Bold Metals burstum, Tapered Blush Brush er sá allra besti ég lýsi honum sem Setting Brush Bold Metals línunnar. Svo er líka Oval Shadow sem mér finnst bestur af þessum silfruðu því með honum ber ég skugga yfir allt augnlokið, skyggi eða blanda um augun. Svo er nýr Angled Powder stór púðurbursti sem er skáskorinn sem er bara í þessu setti sem er bara í takmörkuðu upplagi. Það er um að gera að missa sko ekki af þessu :)

5. Face Mist frá Bobbi Brown – Þið sem þekkið mig vitið að ég er algjör sökker fyrir Face Mist og þetta frá Bobbi var ég að fá núna. Ilmurinn er dásamlegur og er svo frískandi fyrir vitin og bara andlegu hliðina, úðinn sjálfur frískar svo uppá húðina og gefur henni fallega áferð.

6. True Match frá L’Oreal – Minn go to farði í dag, elska áferðina, elska endinguna og elska bara að nota hann. Nýja formúlan er bara alveg dásamleg, sú gamla var ekkert í miklu uppáhaldi þannig lagað en þessi er á toppnum.

7. Hátíðarlökkin frá Dior – Ég rak augun í það í Smáralindinni í dag að hátíðarlínan frá Dior er komin í búðir! Mér finnst að sjálfsögðu allt í lúkkinu ómissandi – en ekki hvað! Naglalökkin eru alveg sjúklega flott og ég hlakka mikið til að prófa þau. Ef maður ætlar að kaupa sér eitthvað smá úr hátíðarlínunni þá ætti naglalakkið að vera þar efst á lista. Litirnir eru ofboðslega hátíðlegir og fallegir.

8. Les Sourcils Definis frá Lancome – Einhverjir þægilegustu augabrúnablýantar sem ég hef prófað. Þetta eru örfínir skrúfblýantar sem eru svo góðir og einfaldir í notkun að maður bara teiknar augabrúnina án þess að það sjáist að hún sé teiknuð. Ég er mikið búin að nota þennan uppá síðkastið en hann kom í helling af litum og er alveg sjúklega góður!

9. Volume Million Lashes Feline frá L’Oreal – Elska þennan nýja og glæsilega maskara með sveigðri gúmmígreiðu, kolsvartri formúlu sem inniheldur líka argan olíu. Augnhárin verða hriklega flott með þessum og hann er algjört must try!

10. Master Brow Palette frá Maybelline – Ég er að dýrka þessa pallettu svona þegar ég vil fá góða mótun á augabrúnirnar en ekki of skarpan og mikinn lit, ekki það að það sé ekki hægt ég næ bara að stjórna því betur með pallettunni frekar en svona lituðu þéttu geli. Í pallettunni er létt litað gel, mattur púðurskuggi og svo highlighter sem er líka æðislegur á restina af andlitinu. Pensillinn sem fylgir er líka svaka góður en hann er tvöfaldur og bara vel hægt að nota hann.

Svo svona aukalega og svona nýtt en bara því það eru að koma jól þá leyfði ég þessari dásemd að fylgja með á listanum…

Fyrir hann, Sauvage frá Dior – Þessi dásamlegi ilmur er sá sem kallinn minn notar og algjörlega minn uppáhalds í herradeildinni um þessar mundir. Ég elska ilminn hann er fágaður og elegant en mjög karlmannlegur. Flaskan er alveg svakaleg flott og virðuleg og það skemmir ekki fyrir að Johnny nokkur Depp er andlit ilmsins. Svo er líka til deodorant með sama ilm og saman er þetta mjög vegleg jólagjöf.

Góða skemmtun á Tax Free!

Erna Hrund

Lancome að hætti Caroline de Maigret

AuguÉg Mæli MeðFW15LancomeLúkkMakeup ArtistNáðu Lúkkinu

Ein sú allra fallegasta í heimi, Caroline de Maigret, tískufyrirmynd, fyrirsæta og rithöfundur hannaði haustlúkkið fyrir Lancome í ár. Þessi ákvörðun kom mér virkilega skemmtilega á óvart þar sem ég og allir aðrir áttu ef til vill von á því að Lisa Eldridge myndi hanna vörulínuna. En ég var þó alls ekki fyrir vonbrigðum og mér finnst að hún Caroline hafa bara tekist þetta mjög vel. Það er auðvitað ekki auðvelt verkefni að hanna flotta förðunarvörulínu, sérstaklega fyrir jafn flott merki og Lancome og hvað þá á 80 ára afmæli merksins!

Í línunni kom alveg sjúklega flott augnskuggapalletta sem inniheldur líka vörur til að móta augabrúnir, til að gefa dramatíska umgjörð á augun og með fallegan kremaðan kinnalit. Umbúðir pallettunnar minna einna helst á fallega clutch tösku sem gerir pallettuna að fullkomnum fylgihlut fyrir Parísarkonuna – eða okkur hinar sem dreymir um að vera ein af þeim.

parís

Förðunina sem ég sýndi skref fyrir skref inná snapchat hugsaði ég sem mjúka og seyðandi. Ég vildi að hún blandaðist fallega saman eftir augnlokinu og myndi vera með rómantísku ívafi. Mér finnst varaliturinn fullkomna förðunina en hann fann ég ofan í skúffu, pínulítill tester sem ég hafði eitt sinn fengið sem kaupauka á kynningu hjá Lancome. Hann heitir Rouge in Love og er liturinn nr. 379N.

parís5

En eins og ég segi þá er pallettan alveg svakalega vegleg. Hún inniheldur alla þessa fallegu skugga sem er svo auðvelt og svo gaman að vinna með. Augnskuggarnir blandast vel saman eins og þið sjáið og það er leikur einn að ramma augun fallega inn með þeirra hjálp. Með pallettunni koma svo tveir förðunarburstar – eitt sem mér þykir svo sniðugt við hönnun merkisins á aungskuggapallettum er að það er segull undir svæðinu þar sem burstarnir eru geymdir svo þeir haldast á sínum stað þó svo þið hvolfið pallettunni. Í settinu eru þessir tveir burstar tvöfaldir og það er að sjálfsögðu hægt að nota þá. Augabrúnaburstinn þykir mér sérstaklega góður í brúnirnar!

Ég notaði dekksta litinn í brúnirnar – þessi sem er neðstur af þessum þremur litlu skuggum þarna hægra megin – í augabrúnirnar. Hann er dökkbrúnn og kaldur. Ég gerði bara létta mótun en þetta er líka lúkk sem ég gerði áður en ég fór á Masterclass námskeiðið hjá iluvsarahii og ákvað að byrja að skerpa frekar á þeim. En það er svo auðvitað tilvalið að nota þessa skugga líka um augun, þeir eru mattir og mjög flottir, hreinir litir sem er flott að nota í skyggingar og til að dýpka förðunina þó ég hafi ekki gert það í þetta sinn.

parís3

Ég blandaði öllum skuggunum saman í þessari förðun eftir styrkleika og áferð. Mér finnst þessi ryðáferð í litnum alveg svakalega dramatísk og falleg og ég er alveg sérstaklega heilluð af skugganum í miðlínunni hægra megin en hann er í aðalhlutverki hér í förðuninni.

  1. Ég byrja að setja matta augnskuggann sem er vinstra megin í miðlínunni í globuslínuna og blandaði honum vel þar yfir með blöndunarbursta.
  2. Næst setti ég litinn hægra megin við hann yfir allt augnsvæðið og blandaði, blandaði, blandaði svo áferðin yrði sérstaklega mjúk.
  3. Dökki liturinn í neðri línunni hægra megin fór yst á augnlokið og ég dreifði honum léttilega upp eftir globuslínunni.
  4. Loks setti ég litinn vinstra megin í neðstu línunni yfir mitt augnlokið til að birta yfir miðju augnlokinu til að fá það til að ljóma alveg sérstaklega fallega.
  5. Undir augunum gerði ég það sama og ég geri í fyrstu skrefunum og ég setti alveg dáldið af skugganum og blandaði þeim frekar neðalega til að fá dramatíska áferð. Dökka litinn hægra megin í neðri línunni setti ég líka alveg í augnkrókinn og tengdi horn augans dálítið saman með blöndunarbursta svo innrömmun augans yrði áferðafalleg.
  6. Að lokum tók ég svo ljósa matta augnskuggann og nuddaði honum eftir útlínu augnförðunarinnar, undir augabrúninni til að fullkomna smokey áferðina.

Svo setti ég eyeliner og maskara á augnhárin en hér er það auðvitað Hypnose Volume-A-Porter sem fór á augnhárin – æðislegur maskari!!!

parís2

Mér finnst eitthvað svo ómissandi að setja svart inní vatnslínuna. Mér finnst umgjörð augnanna aldrei fullkomnuð fyr en það lokatouch er komið. Ég nota alltaf blautan eyeliner inní línuna þegar ég geri fíngerða augnförðun eins og þessa. Þá spilar glansinn frá eyelinernum svo skemmtilega með augnförðuninni. En ef ég er hins vegar að gera meira seyðandi smokey áferð þá hef ég blýant inní auganum – þá verður áferðin miklu mýkri.

parís7

Áferðin í blönduninni á augnskuggunum er alveg fullkomin og það er ekkert trix til að ná heni svona jafnri, formúlan er bara silkimjúk og svo er bara að blanda, blanda, blanda ;)

Virkilega falleg palletta og það komu mjög fá eintök af henni. Þetta er svona safngripur finnst mér eiginlega. Hönnun umbúðanna er virkilega skemmtilega útfærð og eins og ég segi þá er pallettan meira eins og clutch – fallegur fylgihlutur við dress hjá Parísarkonunni.

Þetta er stórt ár hjá Lancome, 80 ár sem eitt af fremstu förðunarvöru merkjum heims. Ég fékk líka æðislega fallega bók að gjöf frá Lancome í tilefni afmælisins sem ég þarf endilega að sýna ykkur við tækifæri. Það er svona bók þar sem maður andvarpar af hrifningu í hvert sinn sem maður flettir blaðsíðunum…

EH

Vöruna sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Að vakna með yndislega húð…

Ég Mæli MeðFallegtHúðLancomeSnyrtivörur

Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi af húðvörunum frá Lancome. Maður finnur alltaf á þeim að það er mikil vinna lögð í vörurnar þegar kemur að formúlum, umbúðunum, virkninni og tilfinningunum sem þær vekja hjá manni þegar maður notar þær. Mér finnst allt ofboðslega mjúkt og áferðafallegt við vörurnar frá Lancome, sama hvaða vara það er – þær gefa húðinni og ásýnd andlitsins svo fallega áferð sem er áferð sem alla vega ég sækist eftir.

Ég fékk senda alveg einstaka dekurvöru frá merkinu fyrir stuttu – vöru sem er rakamaski sem er ætlaður til að fá að vera á húðinni yfir nóttu og svo þegar ég vakna morguninn eftir þá er húðin yndisleg – bæði þegar kemur að áferð og tilfinningu…

lancomemaski

Hydra Zen Masque – Anti-Stress Moisturising Overnight Serum-in-Mask frá Lancome

Það ætti ekki að vera neitt leyndarmál að stress getur haft mikil áhrif á ástand húðarinnar og komið henni auðveldlega í ójafnvægi. Þreyta og álag birtist helst á húðinni í breyttu litarhafti, húðin missir ljóma og verður fyrir rakatapi. Markmið maskans er að koma húð sem er undir álagi eða er í ójafnvægi í jafnvægi. Fomúla maskans er gelkennd og létt og fer hratt inní húðina. Við fyrstu notkun er eins og maskin myndi smá svona filmu yfir húðinni sem er eins og maskar gera almennt til að byrja með. En svo hverfur hann alveg inní húðina og nærir hana vel.

lancomemaski2

Ég er búin að nota þennan í þrjár nætur núna og í hvert sinn vakna ég með silkimjúka og áferðafallega húð sem glóir. Með hjálp þessa maska er það alla vega ekki að sjást á mjög augljósan hátt hversu lítinn svefn ég er að fá og hversu algjörlega uppgefin ég er á þessum síðustu dögum fyrir fæðingu. Eins hlakka ég mikið til að nota hann eftir fæðinguna þegar brjóstagjöfin hefst því þá verður húðin almennt fyrir svakalegu rakatapi – ég skrælnaði upp síðast – með þessum verður það ekki vandamál.

Virkilega falleg vara sem bíður upp á allt það besta frá Lancome í einni krukku. Heimadekur er algjörlega málið og ég hvet ykkur allar til að gefa ykkur tíma og nota góðar vörur til að dekra við húðina, hreinsa hana vel, næra hana og hjálpa henni að slaka vel á svo hún verði nú sannarlega yndisleg eins og mín er á þessum fallega morgni með hjálp Lancome…

Það er um að gera að næla sér í þessa gersemi á Tax Free dögum í Hagkaup sem hefjast einmitt í dag!

EH

Maskinn sem ég skrifa um hér fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.