fbpx

FARÐI SEM GEFUR HÚÐINNI FILTER

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Kæru lesendur, það er kominn tími á smá farðaspjall. Það getur verið ansi erfitt oft og flókið að finna réttan farða. Mig langar því að deila með ykkur einum farða sem ég held mikið uppá. Það sem ég leitast eftir í farða er að þeir séu með miðlungs þekju, myndist vel, gefi fallega áferð og séu þægilegir á húðinni. Farðinn sem ég ætla deila með ykkur uppfyllir þetta allt og það virkar einsog maður sé með “filter” á húðinni.

Þessi töfrafarði er stiftfarðinn frá Lancome. Hann endist mjög vel á húðinni, léttur og gefur fallega áferð. Farðinn kemur í stift formi og er því hægt að byggja hann upp og er gefur satín áferð. Það er gríðalega mikilvægt að vera með góða bursta þegar kemur að því að blanda farða og er alltaf stór partur af því að farði líti vel út. Ég mæli með að byrja á að blanda farðanum út með bursta og fara síðan yfir með svampi. Með því að nota fyrst bursta og fara síðan yfir með svampi verður farðinn náttúrulegri og endist lengur. Ég mæli allavega með að prófa þessa aðferð!

*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

 

Ég ákvað að breyta myndunum ekkert – eru þær því óunnar, svo þið gætuð séð hvernig farðinn lítur út á húðinni.

SVONA FERÐU AÐ:

Það er alltaf gott að byrja með hreina húð og vel nærða. Ég mæli alltaf með að setja gott rakakrem áður en farði er settur á húðina.

Ég byrjaði á því að setja farðann yfir allt andlitið –

Því næst blanda ég farðanum með Expert Face brush frá Real Techniques og nudda burstanum í hringlaga hreyfingar. Síðan fer ég yfir með svampi, þannig fær maður létta, ljómandi og fallega áferð.

Hérna er ég bara með farðann og ekkert annað. Myndin er óbreytt og mér persónulega finnst einsog það sé “filter” á myndinni.

Hérna er ég búin að bæta hyljara við og tók myndina með flassi. Mig langaði að sýna ykkur hvernig farðinn myndast með flassi og hvernig hann blandast með öðrum vörum. Ég á þó eftir að klára förðunina en vildi bara sýna ykkur þennan farða einan og sér.

 

Ég myndi segja að þessi farði væri fullkominn fyrir öll tilefni þar sem verið er að taka myndir.. þið væruð allavega instaready!

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

RAKABOMBA FYRIR HÚÐINA

Skrifa Innlegg